
Sólskinstúrinn: Charl Schwartzel með yfirburðaforystu fyrir lokahringinn á Alfred Dunhill Championship
Charl Schwartzel átti glæsilegan hring á 3. degi Alfred Dunhill mótsins á Leopard Creek golfvellinum í Malelane, Suður-Afríku.
Hann lék á 8 undir pari, 64 höggum fékk 10 fugla, 6 pör og 2 skolla. Samtals er Schwartzel búinn að spila á 21 undir pari, 195 höggum (67 64 64).
Í 2. sæti, 10 höggum á eftir Schwartzel er Frakkinn Grégory Bourdy. Hann lék á 2 yfir pari, 74 höggum í dag og er samtals búinn að spila á 11 undir pari, 205 höggum (66 65 74).
Charl Schwartzel sigraði um síðustu helgi á Thaíland Golf Championship með 11 högga mun á næsta mann og virðist líklegur til að ætla að endurtaka leikinn á heimavelli.
Í þriðja sæti eru Branden Grace, Kristoffer Broberg og Steve Webster á samtals 10 höggum undir pari hver.
Louis Oosthuizen gengur ekki vel í mótinu er rétt á samtals 4 undir pari og er sem stendur í 32. sæti ásamt 6 öðrum kylfingum.
Til þess að sjá stöðuna eftir 3. hring Alfred Dunhill Championship SMELLIÐ HÉR:
- maí. 23. 2022 | 22:00 PGA Championship 2022: Justin Thomas sigraði!!!
- maí. 15. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ken Venturi ——– 15. maí 2022
- maí. 14. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (20/2022)
- maí. 14. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Hafsteinn Baldursson og Shaun Norris – 14. maí 2022
- maí. 13. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Finnur Sturluson – 13. maí 2022
- maí. 12. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Birgir Björn Magnússon – 12. maí 2022
- maí. 11. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hólmfríður Lillý Ómarsdóttir – 11. maí 2022
- maí. 10. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gunnar Jóhannsson og Mike Souchak – 10. maí 2022
- maí. 9. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingibjörg Sunna Friðriksdóttir – 9. maí 2022
- maí. 8. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jens Gud ———-– 8. maí 2022
- maí. 8. 2022 | 01:00 PGA: Keegan Bradley efstur f. lokahring Wells Fargo
- maí. 8. 2022 | 00:01 LET: Ana Pelaez í forystu f. lokahring Madrid Open
- maí. 7. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (19/2022)
- maí. 7. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Brenden Pappas – 7. maí 2022
- maí. 7. 2022 | 12:30 Norman neitað um undanþágu til að spila á Opna breska