
Sólskinstúrinn: Keith Horne fékk ása tvo daga í röð á Alfred Dunhill og vann nýjan BMW
Kylfingurinn Keith Horne frá Suður-Afríku fór tvívegis holu í höggi, dag eftir dag á Alfred Dunhill Championship og keyrði því í burtu með verðlaunin á þeirri holu, glænýjan BMW.
Það var á par-3, 12. holu Leopard Creek golfvallarins sem hinn 41 árs Horne var svona heppinn.
„Ótrúlegt. Þetta var með sömu kylfu en vindurinn var ekki sá sami í bæði skiptin, þannig að ég varð að slá fullt högg með 8-járninu í seinna skiptið,“ sagði Horne.
„Þetta var í holu allan tíma, það leit aldrei út að hann myndi fara framhjá. Þetta gekk allt miklu hraðar en í gær, þannig að ég gat ekki dáðst að þessu eins mikið, en adrenalínið var á meiri ferð núna (þ.e. seinna skiptið – laugardaginn 15. desember).“
Í raun átti ekki að veita BMW-inn í verðlaun fyrir að fara holu í höggi fyrr en lokadaginn, en eftir viðræður við styrktaraðila fékk Horne að halda bílnum.
„Ég er virkilega hissa. Það var fallegt af þeim að viðurkenna að það að fara tvisvar holu í höggi væri þess virði að gefa mér bílinn. Ég bjóst ekkert við þessu þannig að ég er yfir mig glaður,“ sagði Keith Horne, sem er 12 höggum á eftir forystumanni mótsins, landa sínum, Charl Schwartzel.
„Þetta er ótrúleg jólagjöf og ég gæti ekki hafa fengið fallegri bíl.“
Heimild: www.sport24.co.za
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024