Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 15. 2012 | 18:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2013: Nicole Jeray (10. grein af 27)

Í dag verða 1 af 7 stúlkum kynnt sem urðu í  17. sæti á lokaúrtökumóti LPGA sem fram fór á Daytona Beach í Flórída, dagana 28. nóvember – 2. desember 2012. Þessar 7 stúlkur fór í bráðabana um lausu sætin 4, en aðeins efstu 20 hlutu full keppnisréttindi á LPGA fyrir keppnistímabilið 2013.  Þær 3 óheppnu sem töpuðu í bráðabananum, Breanna Elliott, Kelly Jacques og Jiayn Li hafa þegar verið kynntar, sem og tvær af þeim heppnu, Irene Cho og Taylore Karle, sem hlutu full keppnisréttindi.  Í dag verður enn ein af þeim heppnu kynnt…. Nicole Jeray.

Nicole fæddist 11. október 1970 og er því 42 ára.  Nicole byrjaði að spila golf 11 ára. Hún segir móður sína, Cog Hill Golf and Country Club, George Lucas og Jody Keepers hafa haft mest áhrif á feril hans og Dr. Jim Suttie fyrir að hjálpa henni að komast aftur til keppni í golfi. Nicole útskrifaðist frá Northern Illinois University með gráðu í fjármálum og viðskiptafræði 1992 (þ.e. fyrir 20 árum). Hún var komin á LPGA 1994.  Hún var vígð í frægðarhöll Northern Illinois University Hall of Fame á árinu 2002 og var sú yngsta til þess að hafa nokkru sinni verið vígð inn í frægðarhöllina.

Nicole þjáist af skyndimóki/höfgi (ens.: narcolepsy) og er mikill talsmaður fyrir Sleep Hygiene & Narcolepsy Awareness samtökin.

Meðal áhugamála hennar er að verja tíma með tveimur frænkum sínum og þremur frændum og með litla svarta og brúna dax-hundinum sínum, sem heitir Guinness.

Komast má á heimasíðu Nicole til þess að fræðast meira um hana með því að SMELLA HÉR: