
Nýju strákarnir á Evróputúrnum: David Higgins (13. grein af 28)
Nú hafa kynntir verið kynntir 3 af þeim 4, sem urðu í 16. sæti í lokaúrtökumóti Q-school Evrópumótaraðarinnar, sem fram fór í Girona, á Spáni 24. -29. nóvember 2012; þ.e. Daninn Morten Örum Madsen, Englendingurinn Chris Lloyd og Svíinn Michael Johnson. Í dag verður sá síðasti kynntur þ.e. David Higgins.
David William Higgins fæddist 1. desember 1972 í Cork á Írlandi og er því nýorðinn 40 ára. Hann er sonur Liam Higgins sem spilaði m.a. á European Seniors Tour.
David var einn af bestu áhugamönnum Íra fyrir 21 árs aldurinn. Eftir að hann vann m.a. Pádraig Harrington í holukeppni í Suður-Íralndi og sigraði í Irish Amateur Close championships ákvað Higgins að gerast atvinnumaður í golfi árið 1994.
Higgins vann sér inn £67,000 á nýliðaári sínu á European Tour árið 1996 og lauk keppni meðal 100 efstu á peningalistanum. Árið 1997 braut hann vinstri úlnlið og hægri olnboga í slysi á hesti. Þegar hann sneri aftur átti hann í erfiðleikum með að finna fyrra form og féll niður í Áskorendamótaröðina árið 1999.
Árið 2000 vann Higgins 3 sinnum á Áskorendamótaröðinni og varð í 2. sæti á peningalista mótaraðarinar og komst aftur á Evrópumótaröðina þar sem hann var næsta keppnistímabil. Honum einhvern veginn mistókst að festa sig meðal efstu kylfinga og sneri aftur á Áskorendamótaröðina árið 2005. Aftur átti hann nokkurri velgengni að fagna, varð m.a. í 12. sæti á peningalistanum og komst á Evrópumótaröðina, en tókst einhvern veginn ekki að festa sig og missti kortið sitt aftur í lok árs 2007. Hann hefir leikið aðeins á Áskorendamótaröðinni nú í ár og var besti árangurinn hans í ár T-10 á BMW PGA Championship í maí s.l.
Higgins hefir ekki náð að sigra á Evrópumótaröðinni enn, en á að baki 3 sigra á Áskorendamótaröðinni, alla árið 2000.
En nú er Higgins kominn aftur eftir að hafa tryggt sér full keppnisréttindi með 16. sætinu í Q-school 2012, sem hann deildi með 3 öðrum eins og áður sagði. Árangur Higgins er m.a. sérlega glæsilegur í ljósi þess að hann fór í gegnum öll 3 stigin af Q-school.
- mars. 26. 2023 | 23:24 PGA: Sam Burns sigraði í WGC-Dell holukeppninni
- mars. 21. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Stewart Cink ——– 21. mars 2023
- mars. 21. 2023 | 15:00 Next Golf Tour: Sigurður Arnar sigraði á Adare Manor!!!
- mars. 20. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Arjun Atwal ——– 20. mars 2023
- mars. 20. 2023 | 08:45 Champions: Ernie Els sigraði á Hoag Classic
- mars. 20. 2023 | 08:00 LIV: Danny Lee sigraði í LIV Golf – Tucson
- mars. 19. 2023 | 22:30 PGA: Taylor Moore sigraði á Valspar
- mars. 19. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Kristín Bachmann – 19. mars 2023
- mars. 19. 2023 | 14:00 PGA: Adam Schenk leiðir f. lokahring Valspar m/Fleetwood og Spieth á hælunum
- mars. 18. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (11/2023)
- mars. 18. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bragi Brynjarsson og Marousa Polias – 18. mars 2023
- mars. 18. 2023 | 15:00 LET: Pauline Roussin-Bouchard sigraði í einstaklingskeppni Aramco Team Series – Singapore
- mars. 17. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Tumi Hrafn Kúld – 17. mars 2023
- mars. 16. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Vincent Tshabalala og Guðný Ævarsdóttir – 16. mars 2023
- mars. 15. 2023 | 18:00 Evróputúrinn: Jorge Campillo sigraði á Magical Kenya Open