Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 16. 2012 | 10:00

Asíutúrinn: Sergio Garcia að slá í gegn á 3. degi Johor Iskandar – lék á 11 undir pari – 61 höggi!!!

Í Horizon Hills Golf & Country Club í Johor Bahru, Malasíu  fer fram dagana 13.-16. desember 2012 Iskandar Johor Open. Slæmt veður hefir sett strik í reikninginn og hafa orðið miklar tafir í mótinu.

Á 3. degi mótsins var það spænski kylfingurinn Sergio Garcia sem fór á kostum, átti hring upp á 61 högg!!!  Hringurinn var frábær en hann deildi bara lægsta skori dagsins með Englendingnum, Jonathan Moore, sem einnig átti hring upp á 61 högg og er nú í 2. sæti, 3 höggum á eftir Garica.

Samtals er Garcia búinn að spila á 18 undir pari, 198 höggum (68 69 61). Jonathan Moore eer hins vegar á 15 undir pari (69 71 61).

Garcia fékk hvorki fleiri né færri en 7 fugla á fyrri 9 og bætti síðan við 5 fuglum á seinni 9 á skollalausum hring sínum!!! Glæsileg spilamennska þetta!!!

Eftir hringinn góða sagði Garcia m.a.:  „Þetta var gott. Þetta er búið að vera langur dagur en hann hefir verið jákvæður. Ég vona bara að ég geti haldið áfram í rétta átt og þá sjáum við hvað gerist. Vonandi verðum við heppin og náum að spila alla 4 hringina. Mér gekk vel fyrir og eftir (veðra) tafirnar þannig að þetta er bara það sem það er. Maður verður að gera sér grein fyrir að veðrið getur verið svona og maður verður bara að takast á við það.“

Thailendingurinn Thongchai Jaidee er í 3. sæti á samtals 14 undir pari.

Þess mætti geta að bandaríski kylfingurinn Kevin Na, sá sem komst í fréttirnar á Players í vor og er með öll vöggin áður en hann slær, hann tekur þátt í mótinu, en er því miður í einu af neðstu sætum mótsins þ.e. deilir 64. sætinu af 73 keppendum. Hann er á samtals sléttu pari (66 74 76). Spurning hvort vöggin hafa verið að há honum aftur?

Spennandi lokahringur framundan í Malasíu !!!!

Til þess að sjá stöðuna á Iskandar Johor Open eftir 3. dag  SMELLIÐ HÉR: