Andri Þór lauk keppni í 18. sæti í Flórída
Þeir Andri Þór Björnsson, GR og Arnór Ingi Finnbjörnsson GR, hafa nú lokið keppni í Dixie Amateur Championship, sem fram fór í Coral Springs, Flórída, en lokahringurinn var spilaður í dag.
Dixie Amateur er stórt og fremur sterkt 72 holu mót (skorið niður eftir 54),sem gefur mörg stig á heimslista áhugamanna. Þetta var í 82. sinn sem mótið var haldið.
Fyrstu þrjá dagana voru þátttakendur 240 og spilað var á völlum 3 klúbba: Heron Bay Golf Club, Palm-Aire Country Club og Woodlands Country Club. Aðeins 72 komust komust í gegnum niðurskurð, sem miðaður var við 5 yfir pari – Andri Þór og Arnór Ingi, þar á meðal
Andri Þór spilaði á samtals 1 yfir pari (68 68 74 78). Hann lauk keppni T-18 þ.e. deildi 18. sætinu með Bryan Odayar, frá Ocala í Flórída.
Arnór Ingi lék á samtals 8 yfir pari (73 68 72 82) og féll úr 21. sætinu sem hann var í fyrir lokahringinn niður í 49. sætið, sem hann deildi með 7 öðrum kylfingum.
Sigurvegari í mótinu varð Daníel Berger, frá Jupiter í Flórída sem yfirspilaði keppinauta sína og vann yfirburðasigur en hann var á samtals 22 undir pari og átti 13 högg á næsta mann.
Til þess að sjá úrslitin á Dixie Amateur SMELLÐ HÉR:
- maí. 24. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bill Haas og Nick Dougherty – 24. maí 2022
- maí. 23. 2022 | 22:00 PGA Championship 2022: Justin Thomas sigraði!!!
- maí. 23. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Olga Gunnarsdóttir – 23. maí 2022
- maí. 15. 2022 | 23:59 PGA: KH Lee sigraði á AT&T Byron Nelson mótinu
- maí. 15. 2022 | 21:00 NGL: Axel Bóasson sigraði á Rewell Elisefarm Challenge
- maí. 15. 2022 | 20:00 LPGA: Minjee Lee sigraði á Cognizant Founders Cup
- maí. 15. 2022 | 18:00 Evróputúrinn: Horsefield sigraði á Soudal Open
- maí. 15. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ken Venturi ——– 15. maí 2022
- maí. 14. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (20/2022)
- maí. 14. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Hafsteinn Baldursson og Shaun Norris – 14. maí 2022
- maí. 13. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Finnur Sturluson – 13. maí 2022
- maí. 12. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Birgir Björn Magnússon – 12. maí 2022
- maí. 11. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hólmfríður Lillý Ómarsdóttir – 11. maí 2022
- maí. 10. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gunnar Jóhannsson og Mike Souchak – 10. maí 2022
- maí. 9. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingibjörg Sunna Friðriksdóttir – 9. maí 2022