Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 21. 2012 | 22:00

Andri Þór lauk keppni í 18. sæti í Flórída

Þeir Andri Þór Björnsson, GR og Arnór Ingi Finnbjörnsson GR, hafa nú lokið keppni í Dixie Amateur Championship, sem fram fór í Coral Springs, Flórída, en lokahringurinn var spilaður í dag.

Dixie Amateur er stórt og fremur sterkt 72 holu mót (skorið niður eftir 54),sem gefur mörg stig á heimslista áhugamanna. Þetta var í 82. sinn sem mótið var haldið.

Fyrstu þrjá dagana voru þátttakendur 240 og spilað var á völlum 3 klúbba: Heron Bay Golf Club,  Palm-Aire Country Club og  Woodlands Country Club. Aðeins 72 komust komust í gegnum niðurskurð, sem miðaður var við 5 yfir pari – Andri Þór og Arnór Ingi, þar á meðal

Andri Þór spilaði á samtals 1 yfir pari (68 68 74 78). Hann lauk keppni T-18 þ.e. deildi 18. sætinu með Bryan Odayar, frá Ocala í Flórída.

Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR. Mynd: Golf 1.

Arnór Ingi lék á samtals 8 yfir pari (73 68 72 82) og féll úr 21. sætinu sem hann var í fyrir lokahringinn niður í  49. sætið, sem hann deildi með 7 öðrum kylfingum.

Sigurvegari í mótinu varð Daníel Berger, frá Jupiter í Flórída sem yfirspilaði keppinauta sína og vann yfirburðasigur en hann var á samtals 22 undir pari og átti 13 högg á næsta mann.

Til þess að sjá úrslitin á Dixie Amateur SMELLÐ HÉR: