Viðhorfskönnun GK var kynnt á aðalfundinum. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 21. 2012 | 19:45

GK: Helstu niðurstöður úr viðhorfskönnun Golfklúbbsins Keilis 2012

Á undanförnum 2 árum hefir Golfklúbburinn Keilir gengist fyrir viðhorfskönnun meðal félagsmanna sinna. Í ár var könnunin send á 700 póstföng og 258 svör bárust, sem er 40% svarhlutfall. Þar af voru 80% karlar sem svöruðu (eða um 206  manns) og 20% kvenna (eða um 52 konur). En af hverju stendur GK fyrir þessu?  Þetta er í fyrsta lagi liður í betri þjónustu við félagsmenn klúbbsins; þetta er hugsað sem vettvangur þar sem almenni félagsmaðurinn getur komið sinni skoðun á framfæri og klúbburinn fær hugmynd um hvar þarf að bæta úr. Sagan er dýrmæt og reynslan sem fengist hefir af þessu góð.

2% þeirra sem þátt tóku í könnuninni voru yngri en 20 ára; 4% 20-30 ára; 16% 31-40 ára; 28% 41-50 ára og flestir þeirra sem svöruðu eða 32% voru  51-60 ára. Þá voru 10% þeirra sem svöruðu 61-67 ára og 8% eldri en 67 ára.

Lanflestir eða 49% skráðu sig á rástíma eftir hentugleika og næstflestir, sem svöruðu spiluðu í föstum hópi, 18% léku með fjölskyldunni og 3% svarenda voru í golfi sem hluta af æfingahópi í íþróttastarfi.

Flestir sem svöruðu 50% voru með forgjöf á bilinu 10-20; næstflestir eða 25% 21-30;  20% voru með undir 10 í forgjöf; 5% voru á bilinu yfir 30 í forgjöf og 1% man ekki forgjöfina sína.

Flestir svarenda eða 52% spiluðu Hvaleyrarvöll 2-4 sinnum í viku og er það sama hlutfall og í fyrri viðhorfskönnun frá árinu 2011. Athygli vekur að mikill meirihluti 44% svarenda spila litla völl Keilis, Sveinkotsvöll sjaldnar en 2-3 sinnum í mánuði.

Þátttakendur voru beðnir að gefa nokkrum liðum í starfsemi Keilis einkunn á bilinu 1-5 þar sem 1 var lægst og 5 besta einkunnin.  Athygli vekur að það sem fékk bestu einkunnina var veitingaþjónustan og lakasta einkunin sem gefin var 3,8 var þjónustan í pro-shopinu.  Hins vegar voru allar einunnir vel yfir meðallagi og fremur háar, þannig að það er ekkert út á þjónustuna í pro-shopinu að setja.

Nokkuð lægri einkunn fengu eftirfarandi þættir: aðgengi að völlum GK: 3,5; skilvirkni og gæði vallareftirlits 3,2 og leikhraðinn á vellinum 3,2. Enn er þó hér um að ræða einkunnir sem eru vel yfir meðallagi.

Flestir eða 53% svarenda voru á því að æfingaaðstaða GK væri mjög góð og 89% á því að aðgengi að Hraunkoti væri frekar eða mjög gott. Jafnt hlutfall þ.e. 36% fannst verð á golfboltum ýmist frekar gott eða höfðu ekki skoðun. 92% voru á því að æfingaaðstaðan væri mjög eða frekar snyrtileg og 83% voru á því að þjónustan í Hraunkoti væri mjög eða frekar góð.

Svarendur voru beðnir að gefa þáttum á Hvaleyrarvelli Keilis einkunn, þ.e. t.a.m. teigum, flötum o.s.frv. og þar kom í ljós að bestu einkunn hlaut layout-ið þ.e. vallarskipulagið sjálft sem hlaut 4,1 í einkunn en lökustu einkunnina fengu göngustígar 2,7.

Spurt var að því hverju mætti bæta úr á Hvaleyrarvelli og svöruðu 66 manns þeirri spurning. Meðal svara var að setja mætti fjarlægðarmerkingar á sprinklara eða á miðjum brautm; hafa mætti betra eftirlit með leikhraða; glompur væru of margar og djúpar og það vantaði tröppur í glompurnar. Hins vegar voru nokkrir ánægðir með fyrirhugaðar breytingar og þær sem gerðar höfðu verið.

Svarendur voru beðnir að gefa þáttum á Sveinkotsvelli einkun t.a.m. teigum, flötum o.s.frv. og þar kom í ljós að bestu einkunn; 3,3 hlutu brautirnar en þá lökustu 2,7 göngustígarnar. Af þessu er ljóst að GK þarf að gera eitthvað í göngustíga-málum, það er sá þáttur sem þátttakendur viðhorfskönnunarinnar virðast minnst hrifnir af.

Sport var úr hverju mætti bæta á Sveinkotsvelli og svöruðu 46 þeirri spurningu. M.a. komu tillögur um að brautarmerkingar mættu vera gleggri; passa þyrfti betur upp á snyrtimennsku; fylgjast þyrfti betur með skráningu og eftirliti; laga þyrfti teiga og taka 9. grínið í gegn (þar væri of mikill bratti); það vantaði bekki til að tilla sér á og almennt yrði bara að halda áfram að bæta völlinn.

Spurt var hversu oft fyrirhugað væri að svarendur spiluðu Sveinkotsvöll og sögðu 53% hafa hugsað sér að spila frekar lítið eða mjög lítið á honum. Eftir eru þau 47% sem finnst gaman að spila Sveinkotsvöll, sem og byrjendur en fyrir þá er völlurinn ómissandi.

Almennt viðmót starfsmanna á mótum GK skoraði hátt eða fékk 4 í einkunn (5 best).

62% voru frekar eða mjög ánægð með íþróttastarf GK fyrir yngri krakka en meirihlutinn 57% var hvorki ánægður né óánægður með starfið fyrir eldri hópanna.  Það ætti að vekja forsvarsmenn GK til umhugsunar!

67% höfðu kynnt sér framtíðarskipulag Hvaleyrarvallar og 71% fannst skemmtilegra að spila Hraunið (fyrri 9) en Hvaleyrina (seinni 9).

57% voru frekar ánægðir með vefsíðu Keilis og virðist aukning meðal þeirra sem eru ánægðir með síðuna.

Spurt var hvað leggja ætti áherslu á í starfi Keilis til næstu ára og ekki stóð á svörunum, en 45 svöruðu. Meðal svara voru að hafa færri fyrirtækjamót; greiða niður skuldir og hafa völlinn góðan eins og hann hefir verið undanfarið; að hafa eftirlit með golfvöllunum; að styrkja það að það sé gott að vera Keilismaður.   Flestum fannst að það ætti að standa vel að unglingastarfinu og sumum fannst að æfingaboltar mættu vera ódýrari fyrir félaga Keilis. Efla ætti klúbbastemmingu og koma upp fleiri járnaburstum við teiga.

Þeir sem vilja sjá ofangreindan texta í kökuformi þ.e. settan fram myndrænt SMELLIÐ HÉR: 

Heimild: keilir.is