
Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2013: Mikko Korhonen (19. grein af 28)
Hér verður haldið áfram að kynna þá 5 stráka sem deildu 9. sætinu á lokaúrtökumóti Q-school á Evrópumótaröðinni sem fram fór dagana 24. – 29. nóvember s.l. á PGA Catalunya golfstaðnum, í Girona á Spáni. Nú þegar hafa Matthew Dixon, Richard McEvoy og Edoardo de la Riva verið kynntir og bara eftir að kynna þá Anthony Snobeck og Mikko Korhonen. Við byrjum á Korhonen en Snobeck verður kynntur á morgun.
Finnski kylfingurinn Mikko Korhonen er fæddur 23. júlí 1980 í Mäntsälä í Finnlandi og er því 32 ára.
Hann byrjaði að spila golf 10 ára, ári eftir að pabbi hans byrjaði. Hann varð fljótt miklu betri en pabbinn. Hann spilaði í unglinga- og áhugamannsárum sínum með Mikko Ilhonen en báðir eru þeir nú komnir á Evrópumótaröðina.
Mikko hefir þann ávana að nota alltaf græn flatarmerki þegar hann spilar.
Mikko hefir verið fastagestur í Q-school Evrópumótaraðarinnar allt frá árinu 2003. Hann gerðist atvinnumaður 2005. Mikko náði að komst inn á mótaröðina eftir Q-school 2011 þegar hann varð í 3. sæti í Q-school 2010. Hann átti í erfiðleikum og var kominn aftur á Áskorendamótaröðina 2012 þar sem hann varð í 29. sæti á peningalistanum, en komst síðan inn núna í nóvember eftir að ná 9. sætinu í Q-school.
Mikko kvæntist Lauru konu sinni 2007 og á tvær dætur Elsu (2006) og Oonu (2010).
Meðal áhugamála Mikko er eldamennska og vín, tennis og íþróttir almennt, rokkmúsík og að horfa á kvikmyndir.
Mikko er sem stendur nr. 351 á heimslistanum.
- október. 1. 2023 | 16:16 Ryder Cup 2023: Áhangendur streymdu á Marco Simone eftir sigur liðs Evrópu 16,5-11,5
- október. 1. 2023 | 15:40 Ryder Cup 2023: Fleetwood innsiglar sigur liðs Evrópu!!!
- október. 1. 2023 | 15:10 Ryder Cup 2023: Hovland, Rory og Hatton unnu sínar viðureignir – Rahm hélt jöfnu – Vantar bara 1/2 stig núna!!!
- október. 1. 2023 | 12:00 Ryder Cup 2023: Tvímenningsleikir sunnudagsins
- október. 1. 2023 | 08:00 Ryder Cup 2023: Evrópa 10,5 – Bandaríkin 5,5 e. 2. dag
- ágúst. 13. 2023 | 21:00 Íslandsmótið 2023: Logi hlaut Björgvinsskálina!
- ágúst. 13. 2023 | 19:30 Íslandsmótið 2023: Ragnhildur og Logi Íslandsmeistarar!!!
- ágúst. 12. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2023)
- ágúst. 7. 2023 | 23:00 Birgir Björn sigurvegari Einvígisins á Nesinu 2023
- ágúst. 1. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur Gíslason og Guðmundur Liljar Pálsson – 1. ágúst 2023
- ágúst. 1. 2023 | 08:18 Ryder Cup 2023: Stewart Cink 5. varafyrirliði liðs Bandaríkjanna
- júlí. 31. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kolbrún Rut Evudóttir – 31. júlí 2023
- júlí. 31. 2023 | 12:00 European Young Masters: Markús Marelsson varð í 2. sæti!!! – Glæsilegur!!!
- júlí. 30. 2023 | 23:59 PGA: Lee Hodges sigurvegari 3M Open
- júlí. 30. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bergsteinn Hjörleifsson – 30. júlí 2023