
Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2013: Mikko Korhonen (19. grein af 28)
Hér verður haldið áfram að kynna þá 5 stráka sem deildu 9. sætinu á lokaúrtökumóti Q-school á Evrópumótaröðinni sem fram fór dagana 24. – 29. nóvember s.l. á PGA Catalunya golfstaðnum, í Girona á Spáni. Nú þegar hafa Matthew Dixon, Richard McEvoy og Edoardo de la Riva verið kynntir og bara eftir að kynna þá Anthony Snobeck og Mikko Korhonen. Við byrjum á Korhonen en Snobeck verður kynntur á morgun.
Finnski kylfingurinn Mikko Korhonen er fæddur 23. júlí 1980 í Mäntsälä í Finnlandi og er því 32 ára.
Hann byrjaði að spila golf 10 ára, ári eftir að pabbi hans byrjaði. Hann varð fljótt miklu betri en pabbinn. Hann spilaði í unglinga- og áhugamannsárum sínum með Mikko Ilhonen en báðir eru þeir nú komnir á Evrópumótaröðina.
Mikko hefir þann ávana að nota alltaf græn flatarmerki þegar hann spilar.
Mikko hefir verið fastagestur í Q-school Evrópumótaraðarinnar allt frá árinu 2003. Hann gerðist atvinnumaður 2005. Mikko náði að komst inn á mótaröðina eftir Q-school 2011 þegar hann varð í 3. sæti í Q-school 2010. Hann átti í erfiðleikum og var kominn aftur á Áskorendamótaröðina 2012 þar sem hann varð í 29. sæti á peningalistanum, en komst síðan inn núna í nóvember eftir að ná 9. sætinu í Q-school.
Mikko kvæntist Lauru konu sinni 2007 og á tvær dætur Elsu (2006) og Oonu (2010).
Meðal áhugamála Mikko er eldamennska og vín, tennis og íþróttir almennt, rokkmúsík og að horfa á kvikmyndir.
Mikko er sem stendur nr. 351 á heimslistanum.
- mars. 26. 2023 | 23:24 PGA: Sam Burns sigraði í WGC-Dell holukeppninni
- mars. 21. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Stewart Cink ——– 21. mars 2023
- mars. 21. 2023 | 15:00 Next Golf Tour: Sigurður Arnar sigraði á Adare Manor!!!
- mars. 20. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Arjun Atwal ——– 20. mars 2023
- mars. 20. 2023 | 08:45 Champions: Ernie Els sigraði á Hoag Classic
- mars. 20. 2023 | 08:00 LIV: Danny Lee sigraði í LIV Golf – Tucson
- mars. 19. 2023 | 22:30 PGA: Taylor Moore sigraði á Valspar
- mars. 19. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Kristín Bachmann – 19. mars 2023
- mars. 19. 2023 | 14:00 PGA: Adam Schenk leiðir f. lokahring Valspar m/Fleetwood og Spieth á hælunum
- mars. 18. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (11/2023)
- mars. 18. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bragi Brynjarsson og Marousa Polias – 18. mars 2023
- mars. 18. 2023 | 15:00 LET: Pauline Roussin-Bouchard sigraði í einstaklingskeppni Aramco Team Series – Singapore
- mars. 17. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Tumi Hrafn Kúld – 17. mars 2023
- mars. 16. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Vincent Tshabalala og Guðný Ævarsdóttir – 16. mars 2023
- mars. 15. 2023 | 18:00 Evróputúrinn: Jorge Campillo sigraði á Magical Kenya Open