Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 23. 2012 | 07:00

Fannar Ingi sigraði á US Kids – Holiday Classic mótinu í Flórída!!!

Fannar Ingi Steingrímsson, 14 ára úr GHG sigraði glæsilega í US Kids Holiday Classic mótinu á Palmer golfvellinum í Palm Beach Gardens í Flórída, í gærkvöldi. Spilaðir voru 2 hringir og lék Fannar Ingi á samtals 157 höggum (80 77) Fannar Ingi átti 3 högg á þann sem næstur kom, „heimamanninn“ Doug Smith frá Winter Park í Flórída. Í 3. sæti, 6 höggum á eftir Fannari Inga var Guillermo Casares, frá Mexíkó; en væntanlega eigum við eftir að sjá alla 3 ofarlega á skortöflum einhverrar stóru mótaraðanna í framtíðinni! Þess mætti geta að Fannar Ingi er klúbbmeistari GHG 2012 og var nú nýverið valinn kylfingur ársins á aðalfundi GHG. Fannar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 23. 2012 | 06:30

Sérstakur gleðidagur Thomas Brock – fékk að verja deginum með Paul Lawrie – Myndskeið

Thomas Brock hefir æft golf frá því hann var 13 ára.  Í fyrra, 2011, var hann fyrir því áfalli að fá krabbamein í fótlegginn og ákvað að betra væri að taka fótinn af fyrir neðan hné til að varna því að krabbameinið tæki sig upp. Thomas telur sig heppinn að fá að halda lífi. Innan nokkurra daga frá aðgerðinni var hann kominn einfættur út á golfvöll og spilaði á 73 höggum! Til þess að gleðja Thomas Brock, sem virkilega átti erfiða tíma að baki sér báðu foreldrar hans og félagar bresku sjónvarpsstöðna Sky Sports að standa fyrir einhverju sem myndi gera 1 dag í lífi hans sérstakan og eftirminnilegan í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 23. 2012 | 06:00

Draumahöggin urðu 2 hjá Sam Jones 76 ára … og bæði slegin á sama hring!!! Myndskeið

Flesta kylfinga dreymir um að slá einu sinni um ævina draumahöggið, fara holu í höggi. En fyrir Sam Jones, frá Nashville, Tennessee var ekki nóg að fara einu sinni holu í höggi. Jones, 76 ára, fór nefnilega tvisvar holu í höggi þegar hann var að spila með félögum sínum á Windtree golfvellinum í Mount Juliet, Tennessee., þann 6. desember s.l. „Fyrir áhugmann þá er þetta óheyrt,“ sagði Dan Felton, viðburðarstjóri á Windtree golfvellinum. Líkurnar á að fara tvisvar holu í höggi á sama hring eru 67 milljónir á móti 1. Alls hefir Sam Jones, að þessum tveimur ásum meðtöldum, tekist 5 sinnum á 31 ára ferli sínum að fara holu í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 22. 2012 | 20:45

„The Match“ – 22. grein af 24

„Kylfingarnir þ.e. atvinnumennirnir Ben Hogan og Byron Nelson kepptu í fjórbolta við áhugamennina Ken Venturi og Harvie Ward vegna veðmáls milljónamæringanna Eddie Lowery og George Coleman, árið 1956, en Eddie taldi að enginn gæti sigrað tvo starfsmenn sína, áhugamennina Venturi og Ward í fjórleik. Coleman tók veðmálinu og mætti með þá Ben Hogan og Byron Nelson, sem er líkt og hann hefði mætt með Rory McIlroy og Luke Donald til að keppa við einhverja áhugamenn í dag. Þetta er í stuttu máli innihald bókarinnar „The Match“ Bókin er 250 síðna og dreifist á 20 kafla – í fjórum þessara kafla eru Ken, Harvie, Ben og Byron einmitt kynntir; e.t.v. ekki í svo löngu máli sem hér hefir verið gert á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 22. 2012 | 20:30

Nýju stúlkurnar á LPGA 2013: Kim Welch – (17. grein af 27)

Í kvöld verður fram haldið að kynna eina af þeim 6 stúlkum, sem deildu 11. sætinu á lokaúrtökumóti Q-school á Daytona Beach dagana 28. nóvember – 2. desember 2012 og flugu inn á LPGA. Nú er það bandaríski kylfingur Kim Welch sem verður kynnt: Kim Welch fæddist 4. mars 1983 í Sacramento, Kaliforníu og er því 29 ára. Hún spilaði í 4 ár í bandaríska háskólagolfinu með Washington State. Welch gerðist atvinnumaður fyrir 6 árum þ.e. 2006, eftir útskrift. Hún tók m.a. þátt í golfraunveruleikaþáttunum Big Break Kaanapali á Golf Channel. Meðal áhugamála Kim eru pússluspil, að verja tíma með fjölskyldunni, að vera á snjóborði og lestur góðra bóka. Hér má sjá Kim Welch Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 22. 2012 | 20:00

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2013: Anthony Snobeck (20. grein af 28)

Hér verður haldið áfram að kynna þá 5 stráka sem deildu 9. sætinu á lokaúrtökumóti Q-school á Evrópumótaröðinni sem fram fór dagana 24. – 29. nóvember s.l. á PGA Catalunya golfstaðnum, í Girona á Spáni. Nú þegar hafa Matthew Dixon, Richard McEvoy, Edoardo de la Riva og Mikko Korhonen og bara eftir að kynna Anthony Snobeck. Því er ekkert annað að gera en að kynna Snobeck og á morgun verður byrjað að kynna þá sem urðu í 7. sæti. Anthony Snobeck fæddist 20. apríl 1983 og er því 29 ára. Hann ólst upp nálægt hinum fræga F1 kappaksturshring, Magny Course í Frakklandi. Pabbi Anthony var frægur rallý kappakstursmaður og var með bílaumboð þarna. Anthony sveiflaði Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 22. 2012 | 18:20

Fannar Ingi í 1. sæti á US Kids móti í Flórída

Fannar Ingi Steingrímsson, kylfingurinn ungi og efnilegi úr GHG, er efstur á US Kids Golf – Holiday Classic mótinu, sem fram fer á Palmer vellinum í Palm Beach Gardens, dagana 21.-22. desember 2012. Seinni hringurinn verður spilaður í kvöld. Þátttakendur eru 18 og eftir fyrri hring mótsins er Fannar Ingi efstur þ.e. T-1, hann deilir 1. sætinu með þeim Doug Smith frá Winter Park í Flórída og Jorge Martinez Hoffmann,  frá Miami í Flórída. Fannar Ingi spilaði fyrri hringinn á 8 yfir pari, 80 höggum; fékk 10 skolla 7 pör og glæsiörn á 12. braut Palmer vallarins!!! Golf 1 óskar Fannari Inga góðs gengis á seinni hringnum í Flórída!!! Til Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 22. 2012 | 18:00

Kólfleikurinn við allra hæfi

Nú fyrir jólin kom út glæsilegt 800 bls. ritverk þeirra Steinars J. Lúðvíkssonar og Gullveigar Sæmundsdóttur, Golf á Íslandi, í tveimur bindum, í tilefni af 70 ára afmæli Golfsambands Íslands. Í verkinu eru m.a. margar skemmtiegar sögur og frásagnir dagblaða af kylfingum allt frá því fyrsti golfklúbburinn var stofnaður hér á landi, 1935. Golf á Íslandi fæst í öllum helstu bókabúðum og er vonandi að sem flestir kylfingar fái þetta eigulega ritverk í jólapakkann!!! Í 2. tbl. Kylfings 1. árg. frá júní 1935 birtist eftirfarandi grein: „Kólfleikurinn við allra hæfi Kólfleikur var áður leikur yfirstéttarmanna, sem höfðu efni á að kaupa dýr landflæmi og láta breyta þeim í leikvöll.  En Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 22. 2012 | 13:45

Justin Rose um golfleik á Hvaleyrinni: „Gaman að kljást við furðulegar brautir“

Nú fyrir jólin kom út glæsilegt 800 bls. ritverk þeirra Steinars J. Lúðvíkssonar og Gullveigar Sæmundsdóttur, Golf á Íslandi, í tveimur bindum, í tilefni af 70 ára afmæli Golfsambands Íslands. Í verkinu eru m.a. margar skemmtiegar sögur og frásagnir dagblaða af kylfingum allt frá því fyrsti golfklúbburinn var stofnaður hér á landi, 1935. Golf á Íslandi fæst í öllum helstu bókabúðum og er vonandi að sem flestir kylfingar fái þetta eigulega ritverk í jólapakkann!!! Í Morgunblaðinu birtist 29. júlí 2003 eftirfarandi viðtal við kylfinginn Justin Rose, eftir keppni á Canon-mótinu á Hvaleyrarvelli: „Völlurinn hér og allar aðstæður voru fínar og ekkert yfir þeim að kvarta. Brautirnar í hrauninu eru einstakar og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 22. 2012 | 12:55

Geggjaðasti golfvöllur heims í Kína?

Þetta er e.t.v. geggjaðasti golfstaður heims – Mission Hills í Kína með sína 22 golfvelli.  Einn völlurinn, sem enn er verið að vinna í og hefir ekki opnað enn, er frekar sérstakur en þar eru allar holur með ákveðnu þema. Ein holan er t.a.m. þannig að flötin er „syndandi“ í stórri núðluskál með risaprjóna. Þetta er aðeins ein brautin á þessum geggjaða golfvelli Brian Culey, golfvallararkítekts en meðal annars sem gefur að finna eru brautir þar sem Kínamúrinn er hindrun og aðrar sem lagðar hafa verið í gegnum rústir Maya og enn aðrar þar sem pöndur eru aðalviðfangsefnið. Eru Kínverjar að ganga af göflunum í undirbúningi fyrir Olympíuleikana, en þeir Lesa meira