Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 21. 2012 | 21:15

Rory næstum einróma valinn besti kylfingur ársins af GWAA

Rory McIlroy hlaut næstum öll atkvæði í kosningu sambands bandaríska golffréttamanna (GWAA skammst. fyrir: Golf Writers Association of America).

Rory fékk 190 af 194 atkvæðum. Brandt Snedeker fékk 3 atkvæði og Tiger Woods 1 atkvæði.

Rory hefir áður verið kjörinn kylfingur ársins af  U.S. PGA Tour, European Tour, PGA of America og sambandi breskra golffréttaritara.

GWAA tilkynnti að Stacy Lewis hefði verið valin besti kvenkylfingur ársins 2012 með 79% atkvæða og tvöfaldur risamótssigurvegari, Roger Chapman var valinn besti kylfingurinn í öldungaflokki með 60% atkvæða.

Þetta er í 4. skiptið á sl. 5 árum sem GWAA hefir valið evrópskan kylfing, Kylfing ársins.