Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 21. 2012 | 21:00

Boðið upp á kampavín – fyrsta skipti sem hola í höggi var slegin á nýja Jaðarsvellinum

Nú fyrir jólin kom út glæsilegt 800 bls. ritverk þeirra Steinars J. Lúðvíkssonar og Gullveigar Sæmundsdóttur, Golf á Íslandi, í tveimur bindum, í tilefni af 70 ára afmæli Golfsambands Íslands. Í verkinu eru m.a. margar skemmtiegar sögur og frásagnir dagblaða af kylfingum allt frá því fyrsti golfklúbburinn var stofnaður hér á landi, 1935. Golf á Íslandi fæst í öllum helstu bókabúðum og er vonandi að sem flestir kylfingar fái þetta eigulega ritverk í jólapakkann!!!

Í Morgunblaðinu þ. 29. júlí 1952 þ.e. fyrir 60 árum var eftirfarandi frétt:

„Sá einstæði atburður gerðist hér á golfvellinum s.l. laugardag að Adolf Ingimarsson, Eyrarvegi 2 hér í bæ fór af teig í holu í einu höggi, sem kallað er.

Brautin, sem hann lék á, vað 125 metra löng. Er þetta mjög sérstæður atburður, að slá golfkúlu 125 metra vegalengd þannig ða hún lendi ofan í holu sme er aðiens 11 sentimetrar í þvermál.

Þetta er í fyrsta skipti, sem þetta kemur fyrir á hinum nýja golfvelli. Á gamla golfvellinum á Gleráreyrum henti þetta tvisvar.

Það munu vera óskráð lög hjá þeim sem golfíþróttina iðka, að sér er fyrir þessu láni verður haldi öllum þeim er á vellinum eru staddir kampavínsdrykkjarveizlu. Heiursverðlaun fyrir afrekið munu vera ein stór vínflaska frá Bols vínframleiðendunum í Hollandi.“

Golf á Íslandi, bls. 95