Darren Clarke
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 21. 2012 | 18:55

Darren Clarke hlýtur PGA Recognition Award

Norður-írski kylfingurinn Darren Clarke, sem sigraði á Opna breska 2011 og hefir 5 sinnum verið í liði Evrópu í Ryder Cup hlaut PGA Recognition Award á árlegum fjáröflunar dinner PGA þ.e. Professional Golfers’ Association.

Clarke tók á móti verðlaununum í Grosvenor House Hotel í London, sem margir Íslendingar kannast við.

Hann er fyrsti Norður-Írinn til þess að hljóta viðurkenninguna en meðal annarra sem hana hafa hlotið eru: Sir Nick Faldo, Tony Jacklin, Seve Ballesteros og fyrirliði liðs Evrópu í Ryder bikarnum 2012,  José Maria Olázabal.

Darren Clarke, 43 ára, er vinsæll bæði utan og innan vallar og hefir átt farsælan feril frá því hann gerðist atvinnumaður 1990.

Hann hlaut m.a. OBE orðuna úr hendi Elísabetar Bretadrottningar um síðustu áramót.

Um nýjustu verðlaun sína sagði Clarke m.a.: „Það er mikill heiður að taka á móti PGA Reognition Award. Það er alltaf gaman þegar maður hlýtur viðurkenningu fyrir afrek á ferlinum og þetta eru svo sannarlega mjög sérstök verðlaun.“