Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 22. 2012 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Kristín Aðalsteinsdóttir – 22. desember 2012

Afmæliskylfingur dagsins er Kristín Aðalsteinsdóttir. Kristín er fædd 22. desember 1972 og á því 40 ára stórafmæli í dag!!! Kristín er í Golfklúbbi Setbergs og hefir frá upphafi verið í golftímum hjá Jóni Karlssyni. Hún hefir spilað nokkuð í sumar, m.a. í Kiðjaberginu. Þrátt fyrir tiltölulega stuttan feril hefir Kristín spilað víða erlendis m.a. á Spáni  og í Golfclub Ozo í Lettlandi. Með fullu starfi hjá Hópbílum þjálfar Kristín 5. flokk stelpna í handbolta hjá ÍR.

Kristín er gift Val Benedikt Jónatanssyni og eiga þau 2 börn: Hrafnhildi Völu, 9 ára og Gísla Hrafn, sjónvarpsfréttastjörnu, sem varð 6 ára fyrir 3 dögum síðan.

Komast má á facebook síðu Kristínar til þess að óska henni til hamingju með merkisafmælið hér að neðan:

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Charles Edward Sands, 22. desember 1865, Jan Stephenson, 22. desember 1951 (61 árs); Yuta Ikeda, 22. desember 1985 (27 ára)…. og ……

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is