Par-3 15. brautin á Cypress Point á Pebble Beach, Kaliforníu.
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 21. 2012 | 23:59

„The Match“ – 21. grein af 24

Nú hafa 4 aðalsöguhetjur í bók Mark Frost: “The Match – The day the game of golf changed forever, ” verið kynntar til sögunnar; þ.e. Ken Venturi, Harvie Ward, Ben Hogan og nú síðast Byron Nelson.

Þessir 4 kylfingar kepptu í fjórleik vegna veðmáls milljónamæringanna Eddie Lowery og George Coleman, árið 1956, en Eddie taldi að enginn gæti sigrað tvo starfsmenn sína, áhugamennina Venturi og Ward í fjórleik. Coleman tók veðmálinu og mætti með þá Ben Hogan og Byron Nelson, sem er líkt og hann hefði mætt með Rory McIlroy og Luke Donald til að keppa við einhverja áhugamenn í dag. Þetta er í stuttu máli innihald bókarinnar „The Match“

Bókin er 250 síðna og dreifist á 20 kafla – í fjórum þessara kafla eru Ken, Harvie, Ben og Byron einmitt kynntir; e.t.v. ekki í svo löngu máli sem hér hefir verið gert á Golf 1 og aðeins drepið niður á feril þeirra, þar sem þeir eru staddir þarna 1956 og fram að því að þetta eitt þekktasta veðmál golfsögunnar á sér stað. Eins eru kaflarnir um þá fléttaðir inn í söguna og eru kynningarnar ekki settar fram eins þurrt og hér, enda um sögulega skáldsögu að ræða og ekki þörf að greina frá ferlum þeirra í eins smámunasaman hátt og hér.

Meiningin nú er að kynna hvern kafla af „The Match“, formálanum og köflunum 15 (þ.e. að köflunum um Ken, Byron, Harvie og Ben slepptum). Í gær og fyrradag var byrjað á formálanum og fyrstu 6 köflunum.

Í dag verður  fram haldið með næstu  4 kafla í „The Match“ þ.e.  „Into the Woods“ (Í skóginum); (Kaflanum um  Harvie sleppt); The Dunes (Sandhólarnir); (Kaflanum um Ben sleppt); „The Back 9″ (Seinni 9);  (Kaflanum um Byron og Ben sleppt); „Back to the Sea“ (Aftur að sjónum)

Par-4, 4. brautin á Cypress Point

Í skóginum

Við skildum við „The Match“ á 3. holu Cypress Point og atvinnumennirnir Ben Hogan og Byron Nelson búnir að vinna þá holu. Næst var það par-4 4. holan 410 yarda (375 metra) aðeins upp á við en sveigði síðan í átt að Del Monte skóginum. Á þeirri holu var það Ken Venturi sem tókst að ná fugli og jafna leikinn.

Par-5 5. braut Cypress Point liggur upp sandglompstráða hæð að flöt

Næst tóku við tvær par-5 ur í röð. Sú fyrri par-5 fimmta brautin er frekar stutt, aðeins 468 yarda (428 metra löng) en seinni hluti hennar liggur allur upp brekku.  Þar átti Harvie Ward sjéns á erni en missti og varð að sætta sig við fugl eins og Byron Nelson var búinn að tryggja liði atvinnumannanna og því enn allt jafnt eftir 5. holu.  Par-5 sjötta hola Cypress Point er 503 yarda ( 460 metra). Þar missti Hogan fyrir erni og varð að sætta sig við fugl, sem Ken Venturi náði einnig fyrir lið áhugamannanna og því allt jafnt enn eftir 6 holur.

Par-3 7. holan á Cypress Point

Sandhólarnir

Á sjöundu par-3 brautinni, 155 feta (142 metra) áttu áhugmennirnir enn teig. Klukkan var 11:30 og morgunþokan óðum að hverfa. En teighöggin þeirra yfir sandhólana tókust ekki sem skyldi – Aðeins teighögg Ben Hogan lenti innan við fet frá stöng, auðveldur fugl og atvinnumennirnir komnir 1 yfir.  Aftur tókst Ken Venturi að jafna fyrir lið áhugamanna á 8. sandhólabrautinni með fugli. Þá var komið að 9. holu, en útsýninu af 9. teig lýsti golfvallararkítekt Cyrpress Point, Alastair MacKenzie, sem eitt af undrum heimsins. Brautin er næstum spegilmynd 8. holu, enn ein stutt par-4 295 feta (270 metra), með upphækkaðri flöt. Öfugt við 8. þar sem teighöggið er blint er hægt að sjá flötina af teig, sterkasta vopn til að afhugaleiða menn er draumfagurt útsýnið.  Enn héldu áhugmennirnir jöfnu eftir 9. braut – baráttan var milli Ben Hogan og Harvie Ward sem báðir enduðu með því að fá fugl. Bæði lið 6 undir pari, eftir 9 holur. Ben sagði þegar þeir fóru af flöt að þeir ættu bara báðar hendur fullar og Byron Nelson samsinnti.

Par-5 10. braut Cypress Point, þar sem Ben Hogan fékk örninn í „The Match“

Seinni 9

Hér voru Eddie Lowery og George Coleman löngu búnir að hætta við að spila sjálfir; þeir horfðu eins og dáleiddir á „The Match“ og héldu um skorin. Báðir sögðu kylfusveinum sínum að snúa aftur tilbaka með golfpoka þeirra, en þeir spurðu hvort þeir mættu ekki vera og horfa á. Nokkrar tylftir annarra, u.þ.b. 50 manns horfðu á. Halda mætti að hinum mjög svo introverteraða Ben Hogan, sem var illa við áhorfendur liði illa, en ekkert var fjær lagi hann náð glæsilegum erni á par-5 10. brautinni. Áhorfendur fögnuðu gífurlega og Ben Hogan brosti í fyrsta sinn þennan morguninn. Harvie Ward náði aðeins fugli og hinir tveir pari – Atvinnumennirnir voru 1 yfir eftir 10 holur – Hogan, Nelson og Venturi allir 5 undir pari og Harvie Ward 3 undir pari.  Næst var það par-4 11. brautin, 436 yarda (399 metra) og lengsta par-4 braut vallarins. Þar héldu atvinnumennirnir forystu sinni.

Þrettánda flötin á Cypress Point

Á 12. braut, sem var uppáhaldsbraut Ben Hogan héldu atvinnumennrnir enn 1 höggs forystu sinni og síðan var komið að hinni sögufrægu 13. braut sem þekkt er vegna sandglompnanna umhverfis flötina.  Þar fyrir ofan flötina hafði mikill mannfjöldi u.þ.b. 100 manns safnast saman meira en tvöfaldur sá sem þegar fylgdist með þeim. Hogan fékk fugl… sem Harvie jafnaði.  Ben Hogan var þegar þarna var komið sögu búinn að fá 6 fugla á síðustu 8 holurnar. Ken Venturi velti fyrir sér hversu lengi Hogan gæti haldið áfram að spila svona? Atvinnumennirnir voru enn 1 yfir þegar farið var af 13. flöt.

14. brautin á Cypruss Point – 17 Mile Drive liggur til vinstri við hana og þar var fólk farið að safnast saman til þess að sjá þá Ben Hogan og Byron Nelson spila gegn áhugamönnunum

Aftur að sjónum

Hér hefst einn þekktasti hluti af Cypress Point vellinum par-4 14. brautin er 388 yarda og síðan taka við frægustu par-3 holur í heimi 15. og 16. holan. Á 14. braut fékk Byron Nelson skolla og áhugamennirnir misstu fuglapúttin sín og holan féll á jöfnu því Ben Hogan var á parinu.  Þá var komið að par-3 15. brautinni.  Þegar gengið er á teig blasir allt í einu við ægifögur klettótt Kyrrahafssjávarströndin.

Gangan á teig par-3 15. brautar Cyress Point hefst með labbi undir þessi gömlu sípruss viðar tré

Hogan var fyrstur á teig og sló beint á pinna með 9. járninu sínu og boltin flaug eins og ör úr boga beint tvö fet þ.e. innan við meter frá holu.  Byron sló svipað högg en högg hans pull-aðist 8 fet (2,5 meter) til vinstri – en var enn í fuglafæri. Harvie sló boltann sinn í röffið en Ken fór á teig og sló næstum draumahöggið boltinn lenti innan við bolta Hogan. Hogan sagði áhugamönnunum að taka upp bolta sína – holan var jöfnuð – atvinnumennirnir enn 1 yfir. Og 16. par-3 „brautin“ framundan. Einn fallegasta, besta og jafnframt ógnvænlegasta par-3 hola í heiminum.  Aðeins eftir að spila 3 holur og atvinnumennirnir aðeins 1 yfir. Hvað gerðist næst?