Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 22. 2012 | 13:45

Justin Rose um golfleik á Hvaleyrinni: „Gaman að kljást við furðulegar brautir“

Nú fyrir jólin kom út glæsilegt 800 bls. ritverk þeirra Steinars J. Lúðvíkssonar og Gullveigar Sæmundsdóttur, Golf á Íslandi, í tveimur bindum, í tilefni af 70 ára afmæli Golfsambands Íslands. Í verkinu eru m.a. margar skemmtiegar sögur og frásagnir dagblaða af kylfingum allt frá því fyrsti golfklúbburinn var stofnaður hér á landi, 1935. Golf á Íslandi fæst í öllum helstu bókabúðum og er vonandi að sem flestir kylfingar fái þetta eigulega ritverk í jólapakkann!!!

Í Morgunblaðinu birtist 29. júlí 2003 eftirfarandi viðtal við kylfinginn Justin Rose, eftir keppni á Canon-mótinu á Hvaleyrarvelli:

„Völlurinn hér og allar aðstæður voru fínar og ekkert yfir þeim að kvarta. Brautirnar í hrauninu eru einstakar og það var virkilega gaman að kljást við þær og um leið nokkuð furðulegt því ef maður er ekki á braut þá verður maður líklega að taka víti og samt er ekkert tryggt. Það er hvergi hægt að láta boltann falla nema í hrauninu og maður getur lent á verri stað eftir vítið en fyrir það.“ 

Já, sjálfur Justin Rose, nr. 4 á heimslistanum ,var við keppni á Hvaleyrinni fyrir 10 árum!!!

Golf á Íslandi bls. 334