Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 22. 2012 | 20:30

Nýju stúlkurnar á LPGA 2013: Kim Welch – (17. grein af 27)

Í kvöld verður fram haldið að kynna eina af þeim 6 stúlkum, sem deildu 11. sætinu á lokaúrtökumóti Q-school á Daytona Beach dagana 28. nóvember – 2. desember 2012 og flugu inn á LPGA. Nú er það bandaríski kylfingur Kim Welch sem verður kynnt:

Kim Welch fæddist 4. mars 1983 í Sacramento, Kaliforníu og er því 29 ára. Hún spilaði í 4 ár í bandaríska háskólagolfinu með Washington State. Welch gerðist atvinnumaður fyrir 6 árum þ.e. 2006, eftir útskrift. Hún tók m.a. þátt í golfraunveruleikaþáttunum Big Break Kaanapali á Golf Channel.

Meðal áhugamála Kim eru pússluspil, að verja tíma með fjölskyldunni, að vera á snjóborði og lestur góðra bóka.

Hér má sjá Kim Welch sýna brelluhögg SMELLIÐ HÉR: