
Fannar Ingi sigraði á US Kids – Holiday Classic mótinu í Flórída!!!
Fannar Ingi Steingrímsson, 14 ára úr GHG sigraði glæsilega í US Kids Holiday Classic mótinu á Palmer golfvellinum í Palm Beach Gardens í Flórída, í gærkvöldi.
Spilaðir voru 2 hringir og lék Fannar Ingi á samtals 157 höggum (80 77)
Fannar Ingi átti 3 högg á þann sem næstur kom, „heimamanninn“ Doug Smith frá Winter Park í Flórída. Í 3. sæti, 6 höggum á eftir Fannari Inga var Guillermo Casares, frá Mexíkó; en væntanlega eigum við eftir að sjá alla 3 ofarlega á skortöflum einhverrar stóru mótaraðanna í framtíðinni!
Þess mætti geta að Fannar Ingi er klúbbmeistari GHG 2012 og var nú nýverið valinn kylfingur ársins á aðalfundi GHG. Fannar Ingi er jafnframt í afrekshópi GSÍ 18 ára og yngri völdum af landsliðsþjálfara. Fannar Ingi hefir staðið sig frábærlega bæði á Unglingamótaröð Arion banka þar sem hann varð m.a. í 2. sæti bæði á Íslandsmótunum í holukeppni og höggleik í strákaflokki (14 ára og yngri) og eins spilaði hann á síðasta móti Eimskipsmótaraðarinnar – Símamótinu í Grafarholti (yngstur þátttakenda; aðeins 13 ára) en náði þeim stórglæsilega árangri að verða í 7.-8. sæti!
Ennfremur er þetta ekki í fyrsta skipti sem Fannar Ingi er á verðlaunapalli erlendis í ár, því í sumar tók hann m.a. þátt í Finnish International Junior Championship í Vierumäki í Finnlandi og náði þeim glæsilega árangri að komast á verðlaunapall, lenti í 3. sæti af 54 keppendum í strákaflokki 14 ára og yngri.
Til þess að sjá nýlegt viðtal sem Golf1 átti við sigurvegara US Kids Holiday Classic mótsins, Fannar Inga Steingrímsson SMELLIÐ HÉR:
Til þess að sjá úrslitin á US Kids Holiday Classic mótinu 2012 SMELLIÐ HÉR:
- maí. 23. 2022 | 22:00 PGA Championship 2022: Justin Thomas sigraði!!!
- maí. 15. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ken Venturi ——– 15. maí 2022
- maí. 14. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (20/2022)
- maí. 14. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Hafsteinn Baldursson og Shaun Norris – 14. maí 2022
- maí. 13. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Finnur Sturluson – 13. maí 2022
- maí. 12. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Birgir Björn Magnússon – 12. maí 2022
- maí. 11. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hólmfríður Lillý Ómarsdóttir – 11. maí 2022
- maí. 10. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gunnar Jóhannsson og Mike Souchak – 10. maí 2022
- maí. 9. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingibjörg Sunna Friðriksdóttir – 9. maí 2022
- maí. 8. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jens Gud ———-– 8. maí 2022
- maí. 8. 2022 | 01:00 PGA: Keegan Bradley efstur f. lokahring Wells Fargo
- maí. 8. 2022 | 00:01 LET: Ana Pelaez í forystu f. lokahring Madrid Open
- maí. 7. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (19/2022)
- maí. 7. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Brenden Pappas – 7. maí 2022
- maí. 7. 2022 | 12:30 Norman neitað um undanþágu til að spila á Opna breska