Rickie Fowler ætlar að taka 2013 með stæl … í AMP CELL Fusion – Myndskeið
Hér er það nýjasta frá Puma Golf og Rickie Fowler. Fyrr í mánuðnum kynnti Puma Golf AMP CELL Fusion sem er ný Rickie Fowler golfskóarlína fyrir vor/sumar 2013. Og sem fyrr verður vorið 2013 litaglatt. Hægt verður að fá AMP CELL Fusion í 7 litum: svörtum/appelsínugulum; bláum/hvítum; hvítum/silfurlituðum; hvítum/appelsínugulum; hvítum/aquamarine; appelsínugult með tveimur mismunandi hvítum litum og hvítum. Hægt er að fá skóna í fleiri litum á heimsvísu en allir kosta þeir eitthvað um $ 220 (u.þ.b. 26.000 íslenskar krónur út úr búð í Bandaríkjunum). Til þess að sjá mynskeiðið með Rickie Fowler og Puma AMP CELL Fusion golfskónum SMELLIÐ HÉR:
Rory: „Ég er meira en bara fáni“
Nr. 1 á heimslistanum, Rory McIlroy, talaði í spjallþættinum „The Interview“ á RTE um vanda sinn þegar kemur að því að velja fyrir hvaða þjóð hann muni að keppa á Olympíuleikunum 2016. Hann sagði m.a. að hann vildi hvorki vekja reiði Íra né Breta. Rory sagði: „Þetta er erfitt. Þegar maður er frá Norður-Írlandi hefir það í för með sér vandræði þegar maður verður að velja fyrir hvora þjóðina maður spilar. Þetta er bara erfið staða vegna þess að maður vill ekki valda neinum vonbrigðum eða reiði.“ Rory var umdeildur s.l. september þegar hann sagði í viðtali að hann hallaðist meira að því að spila fyrir Breta. Það olli m.a. Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Steinunn Kristinsdóttir – 24. desember 2012
Afmæliskylfingur dagsins er Steinunn Kristinsdóttir. Hún er fædd Aðfangadag 1952 og á því 60 ára stórafmæli í dag!!! Steinunn er hjúkrunarforstjóri á heilsugæslunni Lágmúla og hefir tekið þátt í golfmótum hjúkrunarfræðinga og staðið sig vel!!! Komast má á facebook síðu Steinunnar til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan Steinunn Kristinsdóttir (60 ára – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: John Ball, f. 24. desember 1861 – d. 2. desember 1940 ; Robert J. Shaw, f. 24. desember 1944 …… og …….. Choice Tours Iceland (60 ára) Guðrún Emilía Kolbeinsdóttir (42 ára) Sitthvad Til Sölu (32 ára) Solveig Hreidarsdottir Friðrikka Auðunsdóttir (44 ára) Stekkjastaur Jólasveinn (107 Lesa meira
„The Match“ 23. grein af 24 – Um höfundinn Mark Frost
Eftirfarandi er viðtal, sem tekið var árið 2007, við höfund bandarísku metsölubókarinnar: “The Match – the day the game of golf changed forever.”, Mark Frost. Viðtalið er í tveimur hlutum. Fyrst er getið almennra staðreynda um höfundinn, sem birtast hér á eftir og síðan eru lagðar spurningar fyrir höfundinn, Mark Frost, sem birtar verða á morgun, Aðfangadag. En hér fyrst nokkrar staðreyndir um Mark Frost: Metsöluhöfundurinnn og verðlaunakvikmyndaframleiðandinn Mark Frost lagði stund á kvikmyndastjórn og leikritun við Carnegie Mellon University. Tvítugur að aldri hóf hann feril sinn við ritun handrita fyrir sci-fi klassíkerinn “The Six Million Dollar Man”. Eftir það flutti hann til Minneapolis, þar sem hann starfaði sem bókmenntaráðunautur Lesa meira
Rory gekk frá kaupum á húsi í Flórída í dag
Nú fyrir skemmstu gekk nr. 1, Rory McIlroy frá kaupum á nýju húsi sínu í Palm Beach Gardens í Flórída. Skv. þeim í Golf Digest Magazine fékk Rory slotið á $9,5 milljónir dollara. Fréttir höfðu áður verið á reiki hvert verðið væri á eigninni en ásett verð var upphaflega 10,9 milljónir og fljótlega fór að fregnast að Rory hefði fengið höllina á $10 milljónir. Nú hefir Rory fengið 14% afslátt, þ.e. greiðir ekki „nema“ $ 9,5 milljónir. Spurningin er hvers vegna? E.t.v. staðgreiddi hann? ….. ja, eða fyrirsjáanlegt er að gangverð húsa í nágrenninu rjúki upp…. þetta eru aftur á móti vangaveltur! Hér er linkur inn á ítarlegri grein Golf Lesa meira
Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2013: Matthew Southgate – (21. grein af 28)
Næst verða þeir strákar kynntir sem deildu 7. sætinu á lokaúrtökumóti Q-school Evrópumótaraðarinnar á PGA Catalunya golfstaðnum í Girona á Spáni, dagana 24.-29. nóvember s.l. Það voru þeir Daniel Gaunt frá Ástralíu og Englendingurinn Matthew Southgate. Byrjað verður að kynna Matthew Southgate stuttlega hér. Matthew Southgate fæddist 3. október 1988 og er því 24 ára. Fyrir aðeins 3 árum vann Southgate á snókerstað, en spilar nú golf meðal þeirra bestu í Evrópu eftir að hafa orðið nr. 27 í Q-school 2011, þrátt fyrir meiðsli í öxlum og baki og í 7. sætinu í ár!!! Hápunktur góðs áhugamannaferils Matthew Southgate var sigur hans á St Andrews Links Trophy, árið 2010. Matthew Lesa meira
GSG: Halldór Aspar og Þorsteinn Geirharðsson sigruðu í Jólavetrarmóti Nettó
Það voru 57 kylfingar skráðir í Jólavetrarmót Nettó og 51 sem lauk keppni í gær við bestu skilyrði. Leikfyrirkomulag var höggleikur og punktakeppni með forgjöf. Leiknar voru 12 holur og sá sem sigraði í punktakeppninni var „heimamaðurinn“ Halldór Aspar, hlaut 26 pkt. alls. Þorsteinn Geirharðsson vann höggleikinn kom inn á 1 yfir pari, þ.e. 49 höggum eftir holurnar tólf og heimamaðurinn Ásgeir Eiríksson var einu höggi á eftir á 2 yfir pari, 50 höggum og annar heimamaður Þór Ríkharðsson á 3 yfir pari, 51 höggi. Úrslitin í heild voru eftirfarandi: Punktakeppni með forgjöf: Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Hringir Alls Hola F9 S9 Alls H1 1 Halldór Aspar GSG Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LPGA 2013: Stephanie Sherlock – (18. grein af 27)
Í kvöld verður kynnt sú sem varð ein í 10. sæti á lokaúrtökumóti Q-school á Daytona Beach dagana 28. nóvember – 2. desember 2012. Það er kanadíski kylfingurinn Stephanie Sherlock sem verður kynnt: tephanie fæddist 21. júní 1987 í Augsburg, Þýskalandi og er dóttir David og Angelu Sherlock. Hún er því 25 ára og kanadísk að uppruna. Stephanie á eina systur Melanie. Stephanie byrjaði að spila golf 10 ára og segir föður sinn hafa verið mesta áhrifavald sinn þar að lútandi. Meðal áhugamála hennar eru tónlist, kvikmyndir og að verja tíma með fjölskyldu og vinum. Árið 2007 sigraði Stephanie í Royale Cup National Women’s Amateur Championship í Kanada. Á námsárum sínum í University Lesa meira
GKJ: Kristján Þór Einarsson og Vilhjálmur Hafsteinsson sigruðu á 9. vetrarmóti GKJ
Níunda vetrarmót GKJ fór fram í gær í ágætu veðri og færið var mýkra en í síðustu mótum og gátu kylfingar miðað á pinna án þess að eiga það á hættu að boltinn færi hingað og þangað. Það voru líka 48 félagar og gestir sem tóku þátt og er skemmst frá því að segja að Kristján Þór Einarsson, sem kominn er aftur í klúbbinn, sigraði á 56 höggum. Í Punktakeppninni sigraði Vilhjálmur Hafsteinsson á 30 punktum. Verðlaun voru konfektkassar frá Nóa Síríus í tilefni jólanna. Helstu úrslit urðu annars þessi: Höggleikur: 1. Kristján Þór Einarsson, GKJ, 56 högg 2. Theodór Emil Karlsson, GKJ, 60 högg 3. Lárus Sigvaldason, 61 högg Lesa meira
Afmæliskylfingar dagsins: Pétur Andri Ólafsson, Guðmundur Freyr Hansson og Eyrún Birgisdóttir – 23. desember 2012
Afmæliskylfingar dagsins eru þrír Pétur Andri Ólafsson, Guðmundur Freyr Hansson og Eyrún Birgisdóttir. Pétur Andri er fæddur 23. desember 1992 og er því 20 ára í dag. Guðmundur Freyr Hansson, GHD, er fæddur 23. desember 1962 og á 50 ára stórafmæli í dag. Eyrún Birgisdóttir er fædd 23. desember 1952 og á því 60 ára merkisafmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfinganna til þess að óska þeim til hamingju með afmælin hér að neðan: Eyrún Birgisdóttir (60 ára – Innilega til hamingju með daginn!!!) Guðmundur Freyr Hansson (50 ára – Innilega til hamingju með daginn!!!) Pétur Andri Ólafsson (20 ára – Innilega til hamingju með daginn!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga Lesa meira








