
Geggjaðasti golfvöllur heims í Kína?
Þetta er e.t.v. geggjaðasti golfstaður heims – Mission Hills í Kína með sína 22 golfvelli. Einn völlurinn, sem enn er verið að vinna í og hefir ekki opnað enn, er frekar sérstakur en þar eru allar holur með ákveðnu þema. Ein holan er t.a.m. þannig að flötin er „syndandi“ í stórri núðluskál með risaprjóna.
Þetta er aðeins ein brautin á þessum geggjaða golfvelli Brian Culey, golfvallararkítekts en meðal annars sem gefur að finna eru brautir þar sem Kínamúrinn er hindrun og aðrar sem lagðar hafa verið í gegnum rústir Maya og enn aðrar þar sem pöndur eru aðalviðfangsefnið.

Kínamúrinn er ein hindrana á golfvellinum – eitt af fáum mannvirkjum í heiminum sem sjáanlegt er með berum augum af tunglinu!
Eru Kínverjar að ganga af göflunum í undirbúningi fyrir Olympíuleikana, en þeir gera s.s. kunnugt er allt fyrir íþróttamenn sína?
„Þeir íhaldsömu eiga eflaust eftir að hata völlinn,“ sagði hönnunargúrúinn Brian Curley, sem er annar aðaleigandi Schmidt-Curley fyrirtækisins, sem stendur á bakvið 22 velli Mission Hills á Hainan eyju.
„En þetta er alvöru golf, með alvöru kylfum og alvöru brautum,“ sagði hann m.a. í skemmtilegu viðtali við CNN.
Lesa má allt nánar um völlinn með því að skoða frétt CNN frá því í dag um þennan geggjaða núðlusúpu-völl í Kína SMELLIÐ HÉR:
- október. 1. 2023 | 16:16 Ryder Cup 2023: Áhangendur streymdu á Marco Simone eftir sigur liðs Evrópu 16,5-11,5
- október. 1. 2023 | 15:40 Ryder Cup 2023: Fleetwood innsiglar sigur liðs Evrópu!!!
- október. 1. 2023 | 15:10 Ryder Cup 2023: Hovland, Rory og Hatton unnu sínar viðureignir – Rahm hélt jöfnu – Vantar bara 1/2 stig núna!!!
- október. 1. 2023 | 12:00 Ryder Cup 2023: Tvímenningsleikir sunnudagsins
- október. 1. 2023 | 08:00 Ryder Cup 2023: Evrópa 10,5 – Bandaríkin 5,5 e. 2. dag
- ágúst. 13. 2023 | 21:00 Íslandsmótið 2023: Logi hlaut Björgvinsskálina!
- ágúst. 13. 2023 | 19:30 Íslandsmótið 2023: Ragnhildur og Logi Íslandsmeistarar!!!
- ágúst. 12. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2023)
- ágúst. 7. 2023 | 23:00 Birgir Björn sigurvegari Einvígisins á Nesinu 2023
- ágúst. 1. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur Gíslason og Guðmundur Liljar Pálsson – 1. ágúst 2023
- ágúst. 1. 2023 | 08:18 Ryder Cup 2023: Stewart Cink 5. varafyrirliði liðs Bandaríkjanna
- júlí. 31. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kolbrún Rut Evudóttir – 31. júlí 2023
- júlí. 31. 2023 | 12:00 European Young Masters: Markús Marelsson varð í 2. sæti!!! – Glæsilegur!!!
- júlí. 30. 2023 | 23:59 PGA: Lee Hodges sigurvegari 3M Open
- júlí. 30. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bergsteinn Hjörleifsson – 30. júlí 2023