Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 23. 2012 | 06:30

Sérstakur gleðidagur Thomas Brock – fékk að verja deginum með Paul Lawrie – Myndskeið

Thomas Brock hefir æft golf frá því hann var 13 ára.  Í fyrra, 2011, var hann fyrir því áfalli að fá krabbamein í fótlegginn og ákvað að betra væri að taka fótinn af fyrir neðan hné til að varna því að krabbameinið tæki sig upp. Thomas telur sig heppinn að fá að halda lífi.

Innan nokkurra daga frá aðgerðinni var hann kominn einfættur út á golfvöll og spilaði á 73 höggum!

Til þess að gleðja Thomas Brock, sem virkilega átti erfiða tíma að baki sér báðu foreldrar hans og félagar bresku sjónvarpsstöðna Sky Sports að standa fyrir einhverju sem myndi gera 1 dag í lífi hans sérstakan og eftirminnilegan í þættinum „Special Day.“

Og þannig kom það til að faðir hans kom því í kring að þeir feðgar fóru á bæjarkránna undir því yfirskyni að horfa á Sky Sports en þar var tilkynnt að Thomas fengi að verja heilum degi með fyrirmynd sinni og uppáhaldskylfingi Paul Lawrie.

Lawrie tók Thomas Brock í tíma og gaf honum m.a. ráð hvernig hann gæti komið forgjöf sinni undir 5!!!

Svo sannarlega sérstakur og eftirminnilegur dagur fyrir Thomas Brock. Sjáið myndskeið af öllu saman með því að SMELLA HÉR: