
Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2013: Anthony Snobeck (20. grein af 28)
Hér verður haldið áfram að kynna þá 5 stráka sem deildu 9. sætinu á lokaúrtökumóti Q-school á Evrópumótaröðinni sem fram fór dagana 24. – 29. nóvember s.l. á PGA Catalunya golfstaðnum, í Girona á Spáni. Nú þegar hafa Matthew Dixon, Richard McEvoy, Edoardo de la Riva og Mikko Korhonen og bara eftir að kynna Anthony Snobeck. Því er ekkert annað að gera en að kynna Snobeck og á morgun verður byrjað að kynna þá sem urðu í 7. sæti.
Anthony Snobeck fæddist 20. apríl 1983 og er því 29 ára. Hann ólst upp nálægt hinum fræga F1 kappaksturshring, Magny Course í Frakklandi. Pabbi Anthony var frægur rallý kappakstursmaður og var með bílaumboð þarna.
Anthony sveiflaði fyrstur kylfu á golfvellinum við kappakstursbrautina. Árið 2002 gerðist hann félagi í Dijon golfklúbbnum og hitti Antoine Lebouc, fyrrum kylfing á Evrópumótaröðinni og eiginmanns Patriciu Meunier Lebouc, sem spilaði á Evrópumótaröð kvenna. Þessi kynni urðu til þess að hann vildi verða atvinnumaður í golfi. Það tók hann 2 ár að komast á Áskorendamótaröðina eftir gott tímabil á Alps Tour.
Anthony Snobeck vann Tessali-Metaponto Open di Puglia e Basilicata á Áskorendamótaröðinni 2006 áður en hann vann sér inn keppnisrétt á Evrópumótaröðinni 2008. Hann missti kortið sitt 2009 og var 3 næstu keppnistímabil á Áskorendamótaröðinni. Hann var óheppinn 2011, varð í 21. sæti á peningalistanum og aðeins 1 sæti frá því að vinna sér inn keppnisrétt sinn á Evrópumótaröðinni í gegnum Áskorendamótaröðina. Í ár varð hann í 18. sæti og bætti spilarétt sinn með því að deila 9. sætinu á lokaúrtökumóti Q-school.
Andlegur þjálfi Snobeck er Edgar Grospiron, gullmedalíuhafi á skíðum fyrir 20 árum í Albertville og heimsmeistari 1995.
Anthony Snobeck er nr. 665 á heimslistanum.
Ef áhugi er að lesa meir um Snobeck þá má komast á heimasíðu hans með því að SMELLA HÉR:
- mars. 26. 2023 | 23:24 PGA: Sam Burns sigraði í WGC-Dell holukeppninni
- mars. 21. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Stewart Cink ——– 21. mars 2023
- mars. 21. 2023 | 15:00 Next Golf Tour: Sigurður Arnar sigraði á Adare Manor!!!
- mars. 20. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Arjun Atwal ——– 20. mars 2023
- mars. 20. 2023 | 08:45 Champions: Ernie Els sigraði á Hoag Classic
- mars. 20. 2023 | 08:00 LIV: Danny Lee sigraði í LIV Golf – Tucson
- mars. 19. 2023 | 22:30 PGA: Taylor Moore sigraði á Valspar
- mars. 19. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Kristín Bachmann – 19. mars 2023
- mars. 19. 2023 | 14:00 PGA: Adam Schenk leiðir f. lokahring Valspar m/Fleetwood og Spieth á hælunum
- mars. 18. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (11/2023)
- mars. 18. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bragi Brynjarsson og Marousa Polias – 18. mars 2023
- mars. 18. 2023 | 15:00 LET: Pauline Roussin-Bouchard sigraði í einstaklingskeppni Aramco Team Series – Singapore
- mars. 17. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Tumi Hrafn Kúld – 17. mars 2023
- mars. 16. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Vincent Tshabalala og Guðný Ævarsdóttir – 16. mars 2023
- mars. 15. 2023 | 18:00 Evróputúrinn: Jorge Campillo sigraði á Magical Kenya Open