Anthony Snobeck
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 22. 2012 | 20:00

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2013: Anthony Snobeck (20. grein af 28)

Hér verður haldið áfram að kynna þá 5 stráka sem deildu 9. sætinu á lokaúrtökumóti Q-school á Evrópumótaröðinni sem fram fór dagana 24. – 29. nóvember s.l. á PGA Catalunya golfstaðnum, í Girona á Spáni. Nú þegar hafa Matthew DixonRichard McEvoyEdoardo de la Riva og Mikko Korhonen og bara eftir að kynna Anthony Snobeck. Því er ekkert annað að gera en að kynna Snobeck og á morgun verður byrjað að kynna þá sem urðu í 7. sæti.

Anthony Snobeck fæddist 20. apríl 1983 og er því 29 ára. Hann ólst upp nálægt hinum fræga F1 kappaksturshring, Magny Course í Frakklandi. Pabbi Anthony var frægur rallý kappakstursmaður og var með bílaumboð þarna.

Anthony sveiflaði fyrstur kylfu á golfvellinum við kappakstursbrautina. Árið 2002 gerðist hann félagi í  Dijon golfklúbbnum og hitti  Antoine Lebouc, fyrrum kylfing á Evrópumótaröðinni og eiginmanns Patriciu Meunier Lebouc, sem spilaði á Evrópumótaröð kvenna. Þessi kynni urðu til þess að hann vildi verða atvinnumaður í golfi. Það tók hann 2 ár að komast á Áskorendamótaröðina eftir gott tímabil á Alps Tour.

Anthony Snobeck vann Tessali-Metaponto Open di Puglia e Basilicata á Áskorendamótaröðinni 2006 áður en hann vann sér inn keppnisrétt á Evrópumótaröðinni 2008. Hann missti kortið sitt 2009 og var 3 næstu keppnistímabil á Áskorendamótaröðinni. Hann var óheppinn 2011, varð í 21. sæti á peningalistanum og aðeins 1 sæti frá því að vinna sér inn keppnisrétt sinn á Evrópumótaröðinni í gegnum Áskorendamótaröðina.  Í ár varð hann í 18. sæti og bætti spilarétt sinn með því að deila 9. sætinu á lokaúrtökumóti Q-school.

Andlegur þjálfi Snobeck er Edgar Grospiron, gullmedalíuhafi á skíðum fyrir 20 árum í Albertville og heimsmeistari 1995.

Anthony Snobeck er nr. 665 á heimslistanum.

Ef áhugi er að lesa meir um Snobeck þá má komast á heimasíðu hans með því að SMELLA HÉR: