
Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2013: Anthony Snobeck (20. grein af 28)
Hér verður haldið áfram að kynna þá 5 stráka sem deildu 9. sætinu á lokaúrtökumóti Q-school á Evrópumótaröðinni sem fram fór dagana 24. – 29. nóvember s.l. á PGA Catalunya golfstaðnum, í Girona á Spáni. Nú þegar hafa Matthew Dixon, Richard McEvoy, Edoardo de la Riva og Mikko Korhonen og bara eftir að kynna Anthony Snobeck. Því er ekkert annað að gera en að kynna Snobeck og á morgun verður byrjað að kynna þá sem urðu í 7. sæti.
Anthony Snobeck fæddist 20. apríl 1983 og er því 29 ára. Hann ólst upp nálægt hinum fræga F1 kappaksturshring, Magny Course í Frakklandi. Pabbi Anthony var frægur rallý kappakstursmaður og var með bílaumboð þarna.
Anthony sveiflaði fyrstur kylfu á golfvellinum við kappakstursbrautina. Árið 2002 gerðist hann félagi í Dijon golfklúbbnum og hitti Antoine Lebouc, fyrrum kylfing á Evrópumótaröðinni og eiginmanns Patriciu Meunier Lebouc, sem spilaði á Evrópumótaröð kvenna. Þessi kynni urðu til þess að hann vildi verða atvinnumaður í golfi. Það tók hann 2 ár að komast á Áskorendamótaröðina eftir gott tímabil á Alps Tour.
Anthony Snobeck vann Tessali-Metaponto Open di Puglia e Basilicata á Áskorendamótaröðinni 2006 áður en hann vann sér inn keppnisrétt á Evrópumótaröðinni 2008. Hann missti kortið sitt 2009 og var 3 næstu keppnistímabil á Áskorendamótaröðinni. Hann var óheppinn 2011, varð í 21. sæti á peningalistanum og aðeins 1 sæti frá því að vinna sér inn keppnisrétt sinn á Evrópumótaröðinni í gegnum Áskorendamótaröðina. Í ár varð hann í 18. sæti og bætti spilarétt sinn með því að deila 9. sætinu á lokaúrtökumóti Q-school.
Andlegur þjálfi Snobeck er Edgar Grospiron, gullmedalíuhafi á skíðum fyrir 20 árum í Albertville og heimsmeistari 1995.
Anthony Snobeck er nr. 665 á heimslistanum.
Ef áhugi er að lesa meir um Snobeck þá má komast á heimasíðu hans með því að SMELLA HÉR:
- janúar. 25. 2021 | 05:00 Hvað var í sigurpoka Kim?
- janúar. 25. 2021 | 04:55 PGA: Si Woo Kim sigraði á American Express
- janúar. 24. 2021 | 23:59 LPGA: Jessica Korda sigraði á Diamond Resorts TOC!
- janúar. 24. 2021 | 17:00 Levy vann geggjaðan BMW með flottum ás!
- janúar. 24. 2021 | 16:30 Evróputúrinn: Tyrrell Hatton sigraði á Abu Dhabi HSBC mótinu!
- janúar. 24. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingvar Jónsson – 24. janúar 2021
- janúar. 24. 2021 | 08:00 PGA Tour Champions: Darren Clarke sigraði á Hawaii!
- janúar. 23. 2021 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (4/2021)
- janúar. 23. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Yani Tseng ———– 23. janúar 2021
- janúar. 22. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Alfreð Brynjar Kristinsson – 22. janúar 2021
- janúar. 22. 2021 | 12:00 Cheyenne Woods í kaddýstörfum fyrir kærastann
- janúar. 22. 2021 | 11:58 Brooke Henderson endurnýjar samning við PING
- janúar. 22. 2021 | 10:00 PGA: Hagy sem kom í stað Jon Rahm leiðir e. 1. dag American Express
- janúar. 22. 2021 | 08:00 LPGA: Kang í forystu e. 1. dag Diamond Resorts TOC
- janúar. 21. 2021 | 19:30 Evróputúrinn: Rory efstur e. 1. dag í Abu Dhabi