Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 23. 2012 | 06:00

Draumahöggin urðu 2 hjá Sam Jones 76 ára … og bæði slegin á sama hring!!! Myndskeið

Flesta kylfinga dreymir um að slá einu sinni um ævina draumahöggið, fara holu í höggi. En fyrir Sam Jones, frá Nashville, Tennessee var ekki nóg að fara einu sinni holu í höggi.

Jones, 76 ára, fór nefnilega tvisvar holu í höggi þegar hann var að spila með félögum sínum á Windtree golfvellinum í Mount Juliet, Tennessee., þann 6. desember s.l.

„Fyrir áhugmann þá er þetta óheyrt,“ sagði Dan Felton, viðburðarstjóri á Windtree golfvellinum.

Líkurnar á að fara tvisvar holu í höggi á sama hring eru 67 milljónir á móti 1.

Alls hefir Sam Jones, að þessum tveimur ásum meðtöldum, tekist 5 sinnum á 31 ára ferli sínum að fara holu í höggi.

Jones notaði Cleveland 4 járnablendinginn sinn í bæði högg – fór 1 sinni holu í höggi á fyrri 9 og 1 sinni á seinni 9.

Fyrri ásinn var sleginn á 5. holu Windtree golfvallarins sem er 120 yarda (110 metra) par-3 hola með stórri flöt og sem liggur upp á hæð.

„Ég sé ekki mjög vel frá mér og er þakklátur að hinir tveir félagar mínir voru að spila með mér. Ég sló boltann beint að flötinni og sá hann lenda þar og rúlla í átt að holu,“ sagði Jones. „Ég sá hann ekki fara í holuna en hinir tveir félagar mínir sögu „hann fór í holuna og það var hópur við hliðina á flötinni á 6. teig sem sá það.“

Sam Jones spilaði með þeim Milton Frazier, 67 ára og Robert Abney, 76 ára og var því með nóg af vitnum þegar hann sló höggið góða.

„Hann sló fallegt högg,“ sagði Frazier. „Það lenti að fyrir framan pinna og á flötinni til vinstri og rúllaði upp í móti að pinnanum að baka til á flötinni og krullaðist ofan í.“

Hitt draumahöggið var slegið á holu nr. 11, 125 yarda (114 metra) holu sem er niðurí móti þar sem pinninn var aftast.

„Ég varð svolítið hissa, býst ég við,“ sagði Jones um viðbrögð sín við 2. högginu sem fór beint ofan í holu. „Ég hélt að höggið myndi verða of stutt en ég sló á miðju flatarinnar og hann rúllaði ofan í holu.

Frazier, félagi Jones sagði: „Ég var bara ekki með sjálfum mér. Þetta var ótrúlegt afrek. Ef ég hefði ekki séð það með eiginn augum, myndi ég ekki hafa trúað því – ég sá það og það er enn erfitt að trúa þessu!“

Þegar hinn skipuleggjandi öldungaviðburðarins sem Sam Jones tók þátt í,Terry Weakley var beðinn að lýsa Jones, sem kylfingi sagði hann brosandi: „Hann er bara í meðallagi góður og mjög heppinn!!!“

Abney, hinn félagi Jones, sem spilaði með honum og á sjálfur eftir að slá fyrsta draumahöggið sitt sagði: „Segið bara að Milton og ég séum öfundsjúkir.  Kannski erum við bara svona einskonar lukkudýr fyrir hann!“

Sam Jones, sem vinnur í  Harpeth Baptist Church í Kingston Springs, var hógvær þrátt fyrir frábært afrek sitt:

„Sú staðreynd að ég er bara fær um að fara þarna út og spila er nógu gott fyrir mig – ég elska að vera þarna (á golfvellinum).“

Til þess að sjá myndskeið af viðtali við Sam Jones eftir að hann fór 2 sinni holu í höggi á sama hringnum SMELLIÐ HÉR: 

Heimild: USA Today