Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 4. 2013 | 09:00

Golfútbúnaður: Slegið 9 metrum lengra með nýja TaylorMade Rocketballz 3-trénu!

TaylorMade Rocketballz Stage 2 brautartrén og björgunar hybrid kylfurnar 2013 eru væntanlegar á markað 1. febrúar 2013. Nýja línan heitir Rocketballz Stage 2. TaylorMade er við það að auglýsa að með Rocketballz Stage 2 3-trjánum muni verða hægt að slá boltann 10 yördum (9 metrum) lengra en með  RocketBallz 3-trjám síðasta árs, 2012. Árinu þar áður var lengdaraukningin 17 yardar (15,5 metrar). Þannig að viðbættum 10 yördunum á þessu ári verður hægt að slá u.þ.b. 25 metrum lengra með nýju TaylorMade brautartrjánum og blendingunum en sambærilegum kylfum frá árinu 2011. En kylfurnar næstum auglýsa sig sjálfar og kylfingar sem hafa eitt sinn prófað Rocketballz vilja ógjarnan skipta á þeim. Tökum sem dæmi Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 3. 2013 | 22:00

3 ára lítill golfsnillingur – Myndskeið

Hann Hudson litli er bara 3 ára. Hér er hann á æfingasvæðinu á Texas A&M’s Traditions golfvellinum og slær 7 bolta, einn fyrir hvern dag vikunnar. Foreldrar hans segja að ef stubburinn fengi að ráða væri hann á æfingasvæðinu allan daginn, 7 daga vikunnar!!! Ef Hudson heldur þessu áfram er hér e.t.v. kominn framtíðaratvinnumaður….. hugsið ykkur bara 3 ára og hann á heila golfævi framundan!!! Til þess að sjá myndskeið með Hudson 3 ára slá golfbolta SMELLIÐ HÉR:    (Athugið athugasemdirnar með myndskeiðinu en þar virðist Bubba Watson vera að hrósa stráksa – enda höggin ótrúlega góð hjá honum svona ungum). Hér má sjá enn eitt myndskeið (frá 2007) af öðrum 3 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 3. 2013 | 20:30

Afmæliskylfingur dagsins: María Guðrún Nolan – 3. janúar 2013

Afmæliskylfingur dagsins er María Guðrún Nolan. María er fædd 3. janúar 1979 og á því 34 ára í dag. Hún er í Golfklúbbnum Leyni á Akranesi. Komast má á facebook síðu Maríu Guðrúnar til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: María Gudrún Nolan (34 ára) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru eftirfarandi: Francis Clement Newton, f. 3. janúar 1874 – d, 3. ágúst 1946; Fred Haas, 3. janúar 1916-d. 26. janúar 2004; Ashley Chinner, f. 3. janúar 1963 (50 ára stórafmæli!!!); Trudi Jeffrey, 3. janúar 1970 (43 ára), Richard Finch 3. janúar 1974 (39 ára); Maria Boden, 3. janúar 1978 – 35 ára Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 3. 2013 | 20:00

Jaime Ortiz Patiño stofnandi Valderrama golfvallarins lést í morgun 82 ára

Jaime Ortiz-Patiño, sem kom fræga Valderrama golfvellinum á laggirnar og var einn af aðalhvatamönnum að vexti golfíþróttarinnar á Íberíuskaganum dó í dag, 82 ára . „Jaime Ortiz-Patiño…lést í morgun á sjúkrahúsi í Marbella á Costa del Sol,“ segir í fréttatilkynningu frá spænska golfsambandinu (RFEG), s.s. sjá má nánar á vefsíðu þess. Sjá með því að SMELLA HÉR: Foreldrar Patiño, sem fæddist í París 20. júní 1930 voru frá Bólívíu.  Ortiz-Patino var aðalmaðurinn á bakvið besta golfvöll Evrópu,  Valderrama golfvöllinn, sem hannaður var af Robert Trent Jones, um miðbik 9. áratugarins og lokkaði einnig framkvæmdaaðila Ryder bikarsins til þess að halda mótið á vellinum 1997, en það var í fyrsta sinn Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 3. 2013 | 17:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2013: Laura Diaz – (19. grein af 27)

Nú er komið að því að kynna Lauru Diaz en hún ásamt Karlin Beck deildu 8. sætinu í lokaúrtökumóti LPGA á Daytona Beach í Flórída, sem fram fór 28. nóvember – 2. desember á síðasta ári, 2012. Karlin Beck verður kynnt á morgun. Laura Diaz fæddist 27. apríl 1975 í Scotia, New York og er því 37 ára. Hún sigraði m.a. árið 1995 North and South Women’s Amateur í Pinehurst, Norður-Karólínu.  Árið 1996 vann hún Eastern Women’s Amateur Championship og komst sama ár í fjórðungsúrslit á U.S. Women’s Amateur. Diaz var í bandaríska háskólagolfinu, í sama háskóla og Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, Wake Forest. Þar lagði Diaz stund á viðskiptafræði og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 3. 2013 | 16:00

20 bestu golfvellir Bandaríkjanna

Golf Digest hefir tekið saman yfirlit yfir bestu golfvelli í Bandaríkjunum 2013. Sýnist sitt hverjum og spurning hvort margir séu sammála vali Golf Digest á besta golfvelli Bandaríkjanna? Sem dyggum fyrrverandi Flórídabúa finnst þeirri sem þetta ritar vanta marga góða velli í Flórída á þennan topp-20 lista og þeir sem velja einum of hallir undir velli í NY. En dæmið fyrir ykkur sjálf! Til þess að skoða val Golf Digest á 20 bestu golfvöllum Bandaríkjanna 2013 SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 3. 2013 | 15:00

Golfútbúnaður: Nýju PING Scottsdale TR pútterarnir – Myndskeið

PING Scottsdale TR™ pútterarnir eru þekktir fyrir það sem á ensku hefir verið nefnt „true roll“ en boltinn rúllar betur þökk sé nýrri grópartækni PING pútteranna.  Grópirnar eru dýpstar í miðjunni og grynnka eftir því sem fjær dregur.  Þetta er gert til þess að boltahraðinn verði jafnari, sem leiðir til einstakrar fjarlægðarstjórnunar í púttum hvort heldur púttað er í miðju með hæl eða tá. Annað lykilatriði nýju pútterana er að hægt er að lengja og stytta skaftið og því eru pútterarnir kjörnir fyrir þá sem vanir eru löngu pútterunum og verða að fara að stytta þá í hefðbundna lengd. Aðlaganleg lengd pútterana er höfð til að hámarka frammistöðu kylfinga á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 3. 2013 | 13:30

Asíutúrinn: Jefri prins af Brunei tekur þátt í lokaúrtökumóti Asíutúrsins

Abdul Hakeem Jefri Bolkiah prins af Brunei er einn af 761 kylfingum sem mun keppa á úrtökumóti Asíutúrsins í  Thaílandi í þessum mánuði. Jefri prins er 39 ára og er fyrsti Olympíufari Brunei, tók þátt í skotfimi (ens. skeetshoting) á Olympíuleikunum 1996 í Atlanta. Jefri prins verður að vera meðal 40 efstu á úrtökumótinu ætli hann sér að verða fyrsti kylfingur Brunei á Asíumótaröðinni. Prinsinn byrjaði í golfi þegar hann horfði á afa sinn – fyrrum soldán í Brunei – spila og gerðist atvinnumaður í golfi á síðasta ári eftir að hann kom forgjöf sinni niður í 0. Hann er einn af 156 kylfingum sem búið er að skrá til Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 2. 2013 | 23:59

PGA: Carl Petterson: Bann á löngum pútterum „nornaveiðar“

Nú eru flestir sigurvegarar á PGA Tour frá því á síðasta ári komnir til Kapalua í Hawaii en þar hefst ekki á morgun heldur hinn Tournament of Champions, þ.e. mót þeirra sem sigruðu mót á PGA Tour á síðasta ári.  Meðal þeirra sem þar er, er sænsk-bandaríski kylfingurinn Carl Petterson. Hann tjáði sig um fyrirhugað bann á löngum pútterum í gær. Pettersson sagði m.a. að fyrirhuguð regla um að banna langa púttera væru „nornaveiðar“ og að stjórnvöld innan golfheimsins væru að bregðast við sigrum síðustu 3 af síðustu 5 risamótssigurvegurum. „Það virðist heimskulegt að banna nokkuð sem hefir verið til staðar í 40 ár,“ sagði Petterson í fyrstu ummælum sínum Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 2. 2013 | 18:00

Birgitta Guðmundsdóttir býður upp á Golfjóga í Amara Yoga

Amarayoga er lítið jógastúdíó á Strandvegi 11 í Hafnarfirði.  Þar býður Birgitta Guðmundsdóttir upp á golfjóga fyrir þá sem vilja koma sér í form fyrir golfvorið og sumarið 2013, sem framundan eru.  Til þess að komast á facebook síðu Amarayoga SMELLIÐ HÉR:  Hér er dagskráin: Með orðum Birgittu: „Ný 6 vikna jóga námskeið að byrja 7. janúar fyrir golfara i Hafnarfirði á þriðjudögum og fimmtudögum kl 17.30 og kl 19.00. Kennt í litlum 8-10 manna hópum. Er búin að sjá frábæran árangur hjá þeim sem hafa verið á námskeiðum hjá mér. Við aukum styrk, jafnvægi, liðleika, einbeytingu og verðum meðvituð um öndun. Umfram allt þá verðum við meðvitaðri um líkamann Lesa meira