Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 3. 2013 | 17:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2013: Laura Diaz – (19. grein af 27)

Nú er komið að því að kynna Lauru Diaz en hún ásamt Karlin Beck deildu 8. sætinu í lokaúrtökumóti LPGA á Daytona Beach í Flórída, sem fram fór 28. nóvember – 2. desember á síðasta ári, 2012. Karlin Beck verður kynnt á morgun.

Laura Diaz fæddist 27. apríl 1975 í Scotia, New York og er því 37 ára. Hún sigraði m.a. árið 1995 North and South Women’s Amateur í Pinehurst, Norður-Karólínu.  Árið 1996 vann hún Eastern Women’s Amateur Championship og komst sama ár í fjórðungsúrslit á U.S. Women’s Amateur.

Diaz var í bandaríska háskólagolfinu, í sama háskóla og Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, Wake Forest. Þar lagði Diaz stund á viðskiptafræði og var m.a. valin kveníþróttamaður ársins 1997. Það ár gerðist hún atvinnumaður í golfi.

LauraDiaz var í 3 ára á the Futures Tour (nú Symetra Tour) þar sem hún vann þrívegis. Hún spilaði líka á LET (þ.e.Ladies European Tour) þar sem hún var valin nýliði ársins 1998. Laura Diaz komst fyrst á LPGA Tour árið 1999 og er því ekki „ný stúlka“ í hefðbundnum skilningi þess orðs aðeins ný að því leyti að henni tókst að endurnýja kortið sitt. Hún hefir m.a.s. sigrað 2 sinnum á LPGA, en báðir sigrar hennar komu árið 2002, en það ár var hún meðal efstu 10 tíu sinnum. Laura Diaz hefir spilaði 4 sinnum með Solheim Cup liði Bandaríkjanna (2002, 2003, 2005, 2007).

Laura keppti hér áður fyrr undir nafninu Philo en tók upp eftirnafn eiginmanns síns Kevin Diaz, eftir að hún giftist honum árið 2000.  Þau eiga tvö börn Robert f. 2006 (6 ára) og Lily f. 2010, (2 ára).