Afmæliskylfingur dagsins: Miguel Ángel Jiménez – 5. janúar 2013
Afmæliskylfingur dagsins er spænski kylfingurinn fótbrotni Miguel Ángel Jiménez. Hann komst í fréttirnar nú um áramótin eftir að fótbrotna í skíðaslysi í Ölpunum og mun verða frá keppni næstu 5 mánuði. Jiménez er fæddur 5. janúar 1964 í Malaga á Spáni og er því 49 ára í dag. Hann hefir verið kvæntur Monserrat Ramirez frá árinu 1991 eða í 22 ár og eiga þau tvo stráka, Miguel Ángel fæddan 1995 og Victor fæddan 1999. Jimenéz hefur verið uppnefndur “vélvirkinn” (The Mechanic), vegna ástríðu hans að gera við fremur en keyra rándýra bíla, sérstaklega rauða Ferrari bílinn, sem hann á. Jimenéz gerðist atvinnumaður 1983 en spilaði fyrst á Evróputúrnum árið 1988 Lesa meira
Golfútbúnaður: Nýi Adizero golfskórinn frá Adidas
Að vera í golfskóm sem eru stöðugir og þægilegir er sérstaklega mikilvægt fyrir kylfinga sem ganga allt að 5-6 km per golfhring. Eitt af því sem framleiðendur golfskóa hafa verið að stefna að undanfarin ár er að hann létta skó. Adidas hefir verið leiðandi í nýjungum og tæknilega framúrskarandi skóm til þess að kylfingar á hæsta stigi leiksins nái sem bestri frammistöðu. Skórnir frá Adidas líta ekki aðeins vel út heldur eru þeir góðir, s.s. flestir sem átt hafa Adidas skó geta borið vitni um. S.l. fimmtudag kynnti Adidas nýjustu golfskóar línu sína Adizero Tour golfskóinn sem er sérlega léttur 300 gramma skór og þar með um 38% léttari en Lesa meira
PGA: Fyrsti hringur Tournament of Champions á Kapalua felldur niður sökum veðurs
Vindhviðurnar á Plantation golfvellinum voru það sterkar og rigningin lamdi keppendur í Kapalua, Hawaii í gær þannig að ákveðið var að fella niður 1. hring á Tournament of Champions (skammst. TOC). Þetta var ágætis ákvörðun fyrir keppendur eins og Scott Stallings sem var kominn 7 yfir eftir aðeins 4 holur. En hvað með sigurvegara Opna bandaríska, Webb Simpson, sem eins og Golf 1 greindi frá í gærkvöldi var sá eini ásamt Svíanum Jonas Blixt sem búinn var að spila undir pari. „Þetta er ömurleg ákvörðun fyrir mig,“ sagði hann. Webb Simpson var á 3 undir pari eftir 7 holur þegar ákvörðun var tekin um að fella leik 1. hrings niður. Lesa meira
PGA: Webb Simpson í forystu snemma dags á Tournament of Champions
Það er bandaríski kylfingurinn Webb Simpson, sem tekið hefir forystu snemma dags á Tournament of Champions (skammst. TOC), fyrsta móti ársins á PGA mótaröðinni, þar sem aðeins sigurvegarar síðasta árs hafa þátttökurétt. Spilað er á Plantation golfvellinum í Kapalua á Hawaii. Þegar Simpson hefir leikið 7 holur er hann kominn á 3 undir par. Ýmsir góðir eru ekki einu sinni farnir út, þ.á.m. Bubba Watson og Dustin Johnson, sem og Steve Stricker, sem á titil að verja og fer út með Brandt Snedeker. Til þess að sjá stöðuna á TOC eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR:
Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2013: Daniel Gaunt – (22. grein af 28)
Í kvöld verður Ástralinn Daniel Gaunt kynntur, en hann deildi 7. sætinu á lokaúrtökumóti Q-school Evrópumótaraðarinnar á PGA Catalunya golfstaðnum í Girona á Spáni, dagana 24.-29. nóvember s.l. ásamt Englendingnum Matthew Southgate, sem þegar hefir verið kynntur. Daniel Gaunt fæddist í Melbourne 14. nóvember 1978 og er því 34 ára. Í Ástralíu er Daníel félagi í Burhill golfklúbbnum. Daníel gerðist atvinnumaður í golfi 1999 og hefir 8 sinnum síðan þá farið í Q-school þ.e. í öll skipti frá því að hann gerðist atvinnumaður nema 5, en í 2 af þeim skiptum þurfti hann ekki þar sem honum tókst að halda kortinu sínu á Evrópumótaröðinni og 2010 spilaði hann og átti geysigott Lesa meira
Mestu sleggjurnar beggja vegna Atlantsála á samningi hjá Callaway eftir að samningur var gerður við Colsaerts
Callaway Golf getur nú montað af því að vera með mestu sleggjurnar beggja vegna Atlantsála á samningi hjá sér eftir að gengið var frá samningi við Belgann Nicolas Colsaerts. Þessi frábæri Ryder bikars nýliði er meðal margra þekktra kylfinga sem hafa skipt úr Titleist kylfum yfir í Callaway fyrir 2013 keppnistímabilið. Í golfpoka Nicolas Colsaerts munu því vera 10 Callaway kylfur í þegar hann hefur keppni í fyrsta móti sínu á 2013 keppnistímabilinu í næstu viku. Colsaerts staðfesti á vefsíðu sinni að hann hefði gengið frá 10 kylfu samningi og í Volvo Champions mótinu í næstu viku Durban mun hann nota nýja Callaway 9.5°Razr Head Dræver, CallawayDynamic Gold X-100 járn (wað undanskildu Lesa meira
Evróputúrinn: Leikmenn reyna að bera fram hin ýmsu nöfn kylfinga á túrnum – Myndskeið
Hvernig ber maður fram nöfn kylfinga á borð við Joost Luiten, Julien Quesne, Jaco Van Zyl, Pablo Larrazabal og fleiri? Nokkrir kylfingar Evrópumótaraðarinnar, þ.á.m. Robert Rock, Matteo Manassero og Brendan Grace reyna að bera fram hin ýmsu nöfn félaga sinna á Evrópumótmótröðinni og er það hin besta skemmtun að hlusta á þá bögglast að nöfnunum 🙂 Til þess að sjá myndskeið þar um SMELLIÐ HÉR:
Svarti jagúarinn hans Lee Westwood til sölu
Þar sem Lee Westwood er að flyta alfarinn til Bandaríkjanna þá hefir þessi fyrrum nr.1 á heimslistanum sett sportlega, svarta jagúarinn sinn á söluskrá. Þetta er jagúar af XJ gerð aðeins ekinn 11.500 mílur þ.e. fram og tilbaka á nærliggjandi golfklúbb. Meðal staðalútbúnaðar sem fylgir bílnum eru svört jagúar Jet leðursæti, Four Zone Dual Climate Control, 20″ Mataiva Alloy hjólbarðar, aðlaganleg ljós, Bluetooth símaport, neyðarbremsur, aðstoðar kvikmyndavélar þegar bílnum er lagt (ens. Front and Rear Park Assist with Camera); færanlegt elektrónískt þak, svört innrétting (ens. Piano Black and Carbon Inlays), skemmtipakki með 3 þráðlausum „headphone-um“; dýnamísk stöðugleikastjórn (ens. Dynamic Stability Control), fjölvirknis leðurstýri með val um hita í því (ens. Leather Steering Wheel with Lesa meira
Latanna Stone 11 ára – næsta golfstjarna Bandaríkjamanna?
Á stjörnuhimni golfheimsins í Bandaríkjunum skín stjarna hinnar 11 ára Latönnu Stone skært. Hún er aðeins venjuleg 11 ára stelpa, sem langar í MacBookPro þegar orðin leið á iPodinum sínum vegna þess að hann les ekki DVD diskana hennar. En venjuleg bara fram að því að kemur að golfleik hennar. Síðastliðið sumar varð Stone nefnilega yngsti kylfingurinn til þess að hljóta þátttökurétt á U.S. Women’s Amateur, þá aðeins 10 ára. Pabbi hennar sem skráði hana í mótið varð alveg þurr í munninum þegar hann gerði sér grein fyrir því sem var að gerast; dóttir hans að slá aldursmet í einu elsta kvennamóti heims. Tiltölulegt létt verk var að keyra dótturinni á Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Róbert Óskar Sigurvaldason – 4. janúar 2013
Afmæliskylfingur dagsins er Róbert Óskar Sigurvaldason. Róbert Óskar er fæddur 4. janúar 1973 og á því 40 ára stórafmæli í dag! Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Róbert Óskar Sigurvaldason (40 ára merkisafmæli – Innilega til hamingju!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: David Toms, 4. janúar 1967 (46 ára); Björn Åkesson, 4. janúar 1989 – 24 ára (nýliði á Evrópumótaröðinni 2013) ….. og ….. ….. og ……. Þórður Emil Ólafsson (39 ára) Björgvin Jóhannesson (35 ára) Thor Aspelund (44 ára) Tinna Osk Oskarsdottir (29 ára) Alex Freyr Gunnarsson Gestur Pálsson (48 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum Lesa meira










