Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 3. 2013 | 22:00

3 ára lítill golfsnillingur – Myndskeið

Hann Hudson litli er bara 3 ára.

Hér er hann á æfingasvæðinu á Texas A&M’s Traditions golfvellinum og slær 7 bolta, einn fyrir hvern dag vikunnar.

Foreldrar hans segja að ef stubburinn fengi að ráða væri hann á æfingasvæðinu allan daginn, 7 daga vikunnar!!!

Ef Hudson heldur þessu áfram er hér e.t.v. kominn framtíðaratvinnumaður….. hugsið ykkur bara 3 ára og hann á heila golfævi framundan!!!

Til þess að sjá myndskeið með Hudson 3 ára slá golfbolta SMELLIÐ HÉR:   

(Athugið athugasemdirnar með myndskeiðinu en þar virðist Bubba Watson vera að hrósa stráksa – enda höggin ótrúlega góð hjá honum svona ungum).

Hér má sjá enn eitt myndskeið (frá 2007) af öðrum 3 ára golfsnillingi Brayden Bozak frá Colorado  SMELLIÐ HÉR: 

….. og enn eitt af Alex Ogle (frá 2010), en á einni myndinni er hann m.a. í fanginu á ChiChi Rodriguez SMELLIÐ HÉR: 

Þrír þriggja ára golfsnillingar. Kannski að við eigum eftir að sjá Hudson, Alex og Brayden í fremstu röð atvinnukylfinga eftir svona 10-15 ár!!!