
Jaime Ortiz Patiño stofnandi Valderrama golfvallarins lést í morgun 82 ára
Jaime Ortiz-Patiño, sem kom fræga Valderrama golfvellinum á laggirnar og var einn af aðalhvatamönnum að vexti golfíþróttarinnar á Íberíuskaganum dó í dag, 82 ára .
„Jaime Ortiz-Patiño…lést í morgun á sjúkrahúsi í Marbella á Costa del Sol,“ segir í fréttatilkynningu frá spænska golfsambandinu (RFEG), s.s. sjá má nánar á vefsíðu þess. Sjá með því að SMELLA HÉR:
Foreldrar Patiño, sem fæddist í París 20. júní 1930 voru frá Bólívíu. Ortiz-Patino var aðalmaðurinn á bakvið besta golfvöll Evrópu, Valderrama golfvöllinn, sem hannaður var af Robert Trent Jones, um miðbik 9. áratugarins og lokkaði einnig framkvæmdaaðila Ryder bikarsins til þess að halda mótið á vellinum 1997, en það var í fyrsta sinn sem mótið fór fram utan Bretlands.
Á vellinum fór líka Volvo Masters fram á árunum 1988-1996 og frá 2002-2008 og eins hafa Amex World Championships og the Andalucia Masters mótin verið haldin á vellinum.
Ortiz-Patiño eða „Jimmy“ eins og vinir hans kölluðu hann, átti afa sem var vellauðugur bólivískur tin-námu eigandi. Hann viðaði að sér stóru safni golfminjagripa, sem fangaði golfsöguna s.l. 500 ár.
Meðal þess sem fyrirfannst í safni Ortiz-Patiño voru kylfur, golfboltar, málverk, bækur, handrit, leirker, ljósmyndir og eftirprentanir en allt var selt á uppboði hjá Christie’s í London á síðasta ári.
„Meðlimir spænska golfsambandsins votta fjölskyldu og vinum dýpstu samúð,“ segir m.a. í fréttatilkynningu RFEG. „Hvíldu í friði.“
Heimild: NY Times
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024