
Jaime Ortiz Patiño stofnandi Valderrama golfvallarins lést í morgun 82 ára
Jaime Ortiz-Patiño, sem kom fræga Valderrama golfvellinum á laggirnar og var einn af aðalhvatamönnum að vexti golfíþróttarinnar á Íberíuskaganum dó í dag, 82 ára .
„Jaime Ortiz-Patiño…lést í morgun á sjúkrahúsi í Marbella á Costa del Sol,“ segir í fréttatilkynningu frá spænska golfsambandinu (RFEG), s.s. sjá má nánar á vefsíðu þess. Sjá með því að SMELLA HÉR:
Foreldrar Patiño, sem fæddist í París 20. júní 1930 voru frá Bólívíu. Ortiz-Patino var aðalmaðurinn á bakvið besta golfvöll Evrópu, Valderrama golfvöllinn, sem hannaður var af Robert Trent Jones, um miðbik 9. áratugarins og lokkaði einnig framkvæmdaaðila Ryder bikarsins til þess að halda mótið á vellinum 1997, en það var í fyrsta sinn sem mótið fór fram utan Bretlands.
Á vellinum fór líka Volvo Masters fram á árunum 1988-1996 og frá 2002-2008 og eins hafa Amex World Championships og the Andalucia Masters mótin verið haldin á vellinum.
Ortiz-Patiño eða „Jimmy“ eins og vinir hans kölluðu hann, átti afa sem var vellauðugur bólivískur tin-námu eigandi. Hann viðaði að sér stóru safni golfminjagripa, sem fangaði golfsöguna s.l. 500 ár.
Meðal þess sem fyrirfannst í safni Ortiz-Patiño voru kylfur, golfboltar, málverk, bækur, handrit, leirker, ljósmyndir og eftirprentanir en allt var selt á uppboði hjá Christie’s í London á síðasta ári.
„Meðlimir spænska golfsambandsins votta fjölskyldu og vinum dýpstu samúð,“ segir m.a. í fréttatilkynningu RFEG. „Hvíldu í friði.“
Heimild: NY Times
- mars. 31. 2023 | 16:30 Gary Player þarf að „grátbiðja“ til að fá að spila á Augusta National
- mars. 26. 2023 | 23:24 PGA: Sam Burns sigraði í WGC-Dell holukeppninni
- mars. 23. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kristín Sigurbergsdóttir – 23. mars 2023
- mars. 22. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Peter McEvoy og Davíð Arthur Friðriksson – 22. mars 2023
- mars. 21. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Stewart Cink ——– 21. mars 2023
- mars. 21. 2023 | 15:00 Next Golf Tour: Sigurður Arnar sigraði á Adare Manor!!!
- mars. 20. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Arjun Atwal ——– 20. mars 2023
- mars. 20. 2023 | 08:45 Champions: Ernie Els sigraði á Hoag Classic
- mars. 20. 2023 | 08:00 LIV: Danny Lee sigraði í LIV Golf – Tucson
- mars. 19. 2023 | 22:30 PGA: Taylor Moore sigraði á Valspar
- mars. 19. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Kristín Bachmann – 19. mars 2023
- mars. 19. 2023 | 14:00 PGA: Adam Schenk leiðir f. lokahring Valspar m/Fleetwood og Spieth á hælunum
- mars. 18. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (11/2023)
- mars. 18. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bragi Brynjarsson og Marousa Polias – 18. mars 2023
- mars. 18. 2023 | 15:00 LET: Pauline Roussin-Bouchard sigraði í einstaklingskeppni Aramco Team Series – Singapore