
Asíutúrinn: Jefri prins af Brunei tekur þátt í lokaúrtökumóti Asíutúrsins
Abdul Hakeem Jefri Bolkiah prins af Brunei er einn af 761 kylfingum sem mun keppa á úrtökumóti Asíutúrsins í Thaílandi í þessum mánuði.
Jefri prins er 39 ára og er fyrsti Olympíufari Brunei, tók þátt í skotfimi (ens. skeetshoting) á Olympíuleikunum 1996 í Atlanta.
Jefri prins verður að vera meðal 40 efstu á úrtökumótinu ætli hann sér að verða fyrsti kylfingur Brunei á Asíumótaröðinni.
Prinsinn byrjaði í golfi þegar hann horfði á afa sinn – fyrrum soldán í Brunei – spila og gerðist atvinnumaður í golfi á síðasta ári eftir að hann kom forgjöf sinni niður í 0.
Hann er einn af 156 kylfingum sem búið er að skrá til lokaúrtökumótsins (fer fram 23.-26. janúar), en 605 keppendur spila á 1. stigi (sem skipt er í tvennt fyrri hópurinn keppir 9.-12. janúar og sá síðari 16.-19. janúar).
Meðal þeirra sem keppa með prins Jefri á lokastiginu á Imperial Lakeview og Springfield Royal golfvellinum eru Þjóðverjinn Alex Cejka, sem þegar hefir sigrað 4 sinnum á Evrópumótaröðinni og Jake Higginbottom, sem sigraði á New Zealand Open, þá enn áhugamaður.
- mars. 21. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Stewart Cink ——– 21. mars 2023
- mars. 21. 2023 | 15:00 Next Golf Tour: Sigurður Arnar sigraði á Adare Manor!!!
- mars. 20. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Arjun Atwal ——– 20. mars 2023
- mars. 20. 2023 | 08:45 Champions: Ernie Els sigraði á Hoag Classic
- mars. 20. 2023 | 08:00 LIV: Danny Lee sigraði í LIV Golf – Tucson
- mars. 19. 2023 | 22:30 PGA: Taylor Moore sigraði á Valspar
- mars. 19. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Kristín Bachmann – 19. mars 2023
- mars. 19. 2023 | 14:00 PGA: Adam Schenk leiðir f. lokahring Valspar m/Fleetwood og Spieth á hælunum
- mars. 18. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (11/2023)
- mars. 18. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bragi Brynjarsson og Marousa Polias – 18. mars 2023
- mars. 18. 2023 | 15:00 LET: Pauline Roussin-Bouchard sigraði í einstaklingskeppni Aramco Team Series – Singapore
- mars. 17. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Tumi Hrafn Kúld – 17. mars 2023
- mars. 16. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Vincent Tshabalala og Guðný Ævarsdóttir – 16. mars 2023
- mars. 15. 2023 | 18:00 Evróputúrinn: Jorge Campillo sigraði á Magical Kenya Open
- mars. 15. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hrafn Arnarson –—- 15. mars 2023