Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 3. 2013 | 13:30

Asíutúrinn: Jefri prins af Brunei tekur þátt í lokaúrtökumóti Asíutúrsins

Abdul Hakeem Jefri Bolkiah prins af Brunei er einn af 761 kylfingum sem mun keppa á úrtökumóti Asíutúrsins í  Thaílandi í þessum mánuði.

Jefri prins er 39 ára og er fyrsti Olympíufari Brunei, tók þátt í skotfimi (ens. skeetshoting) á Olympíuleikunum 1996 í Atlanta.

Jefri prins verður að vera meðal 40 efstu á úrtökumótinu ætli hann sér að verða fyrsti kylfingur Brunei á Asíumótaröðinni.

Prinsinn byrjaði í golfi þegar hann horfði á afa sinn – fyrrum soldán í Brunei – spila og gerðist atvinnumaður í golfi á síðasta ári eftir að hann kom forgjöf sinni niður í 0.

Hann er einn af 156 kylfingum sem búið er að skrá til lokaúrtökumótsins (fer fram 23.-26. janúar), en 605 keppendur spila á 1. stigi (sem skipt er í tvennt fyrri hópurinn keppir 9.-12. janúar og sá síðari 16.-19. janúar).

Meðal þeirra sem keppa með prins Jefri á lokastiginu á Imperial Lakeview og Springfield Royal golfvellinum eru Þjóðverjinn Alex Cejka, sem þegar hefir sigrað 4 sinnum á Evrópumótaröðinni og  Jake Higginbottom, sem sigraði á New Zealand Open, þá enn áhugamaður.