Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 2. 2013 | 17:30

Golfútbúnaður: PING G25 járnin eru bæði þynnri og meira fyrirgefandi

Þegar PING kynnti  fyrst G-seríuna fyrir nákvæmlega 10 árum, þ.e. árið 2003, var markmiðið að hanna og framleiða mest fyrirgefandi kylfur í sögu PING. Þetta markmið hefir haldist s.l. áratug, en með tilkomu G25 í dag, voru hönnuðir PING að leitast eftir fyrirgefanleika í straumlínulagaðra/þynnra formi. G25 er sjötta viðbótin í línu PING af stálkylfum, sem jafnframt hefir að markmiði að bæta leikinn. G25 mun hafa sama MOI (ensk skammst. fyrir: moment of inertia) og forverinn G20.  En toppurinn, vídd sólans og offset-ið hafa verið endurhönnuð í hverri kylfu til þess að hámarka leikanleika (léleg þýðing á enska orðinu playability). Meðan að G20 viðhélt nánast stöðugri stærð á sóla sem Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 2. 2013 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Marólína og Björgvin – 2. janúar 2013

Afmæliskylfingar dagsins eru hjónin Marólína Erlendsdóttir og Björgvin Björgvinsson. Þau eru bæði fædd 2. janúar 1954 og eru því 59 ára. Þau hjón eru bæði í Golfklúbbi Reykjavíkur. Komast má á facebook síðu Marólínu til þess að óska þeim Björgvini til hamingju með daginn þeirra hér að neðan:   Marólína Erlendsdóttir og Björgvin Björgvinsson, GR. f. 2. janúar 1954. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.:  Andrea Perrino, 2. janúar 1984 (29 ára)  ….. og ……. Börkur Gunnarsson f. 2. janúar 1970 (43 ára) Stefán Hrafn Jónsson f. 2. janúar 1968 Golf 1 óskar afmæliskylfingunum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 2. 2013 | 13:30

GA: Auður Dúadóttir, Vigfús Ingi Hauksson og Stefán Einar Sigmundsson sigruðu í Áramótapúttmóti unglingaráðs GA

Metþátttaka var í Áramótapúttmóti unglingaráðs GA. Aldrei hafa jafn margir kylfingar tekið þátt í púttmóti á vegum klúbbsins, keppt var í 3 flokkum karla, kvenna og unglingaflokki. Keppni var mjög jöfn í öllum flokkum og þurfti að telja til baka til að fá úrslit. Sigurvegarar í karlaflokki voru allir með 31 pútt: Vigfús Ingi Hauksson var í 1. sæti, Anton Ingi Þorsteinsson í 2. sæti og Þórir V. Þórisson í 3. sæti Í kvennaflokki sigraði Auður Dúadóttir hún var með 31 pútt, í 2. sæti var Anna Einarsdóttir með 32 pútt og í 3. sæti Halla Sif Svavarsdóttir með 33 pútt, einnig með 33 pútt voru þær Brynja Herborg og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 2. 2013 | 13:00

GKG: Ingunn og Ragnar Már tilnefnd til íþróttakarls- og konu Garðabæjar og Kópavogs

Úlfar Jónsson, íþróttastjóri GKG ritar eftirfarandi á heimasíðu GKG: „Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla! Framundan er val á Íþróttakarli og Íþróttakonu Garðabæjar og Kópavogs. Tilnefningar GKG til beggja bæjarfélaga eru þau Ragnar Már Garðarsson og Ingunn Gunnarsdóttir. Hér fyrir neðan má sjá ágrip af árangri þeirra á síðastliðnu tímabili: Í Garðabæ verður um netkosningu að ræða, en verðlaunahátíðin sjálf fram í sal FG sunnudaginn 13. janúar kl. 13:00. Eins og segir í tilkynningu frá Garðabæ þá fer val á íþróttakarli og íþróttakonu Garðabæjar fram með opinni vefkosningu eins og síðustu tvö ár á íbúagátt Garðabæjar í fyrstu viku nýs árs. Atkvæði í þeirri kosningu vega jafnt á móti Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 2. 2013 | 11:00

PGA: Hvaða kylfingar eru vísir til að skína skærast 2013? Myndskeið

Hvaða kylfingur er vís til að slá í gegn árið 2013 – hver mun eiga gott ár? PGA Tour hefir tekið saman þá 10 sem þeir telja líklegasta til þess að skína skærast 2013  SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 2. 2013 | 09:30

Golfútbúnaður: Nýi PING G25 dræverinn – Myndskeið

Hunter Mahan og Bubba Watson notuðu og prófuðu nýja PING G25 dræverinn fyrstir allra í World Challenge mótinu á síðasta ári. Mahan sló jafnvel með G25 drævernum (9,5°) og með 15° G25 brautartré. Bubba var með G25 dræverinn (8,5°) í sínum klassíska bleika lit. Nýi G25 dræverinn er með flesta sömu eiginleika þ.á.m. skrúfuna að framan á kylfuhausnum og PING Anser dræverinn, sem kynntur var s.l. sumar. Búist er við að PING G25 komi á markað í febrúar n.k. Hér má sjá kynningarmyndskeið um nýja PING G25 dræverinn SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 2. 2013 | 09:00

GKJ: Bragi Jónsson sigraði í Áramóti GKJ

Hið árlega Áramót GKJ fór fram með breyttu sniði að þessu sinni. Mótinu var breytt í púttmót og það voru 24 sem tóku þátt og var bryddað uppá nýjungum til að flýta leik. Fyrst voru leiknar 3×9 holu hringir þar sem aðeins ásar voru taldir og síðan máttu menn halda áfram og taka 9 holur aðeins með hægri hendi og 9 holur aðeins með vinstri og síðan að reyna að shippa í fötu (5 boltar) á inniæfingasvæðinu. Úrslit aðals mótsins urðu þessi:   1. Bragi Jónsson, 12 ásar 2. Skúli Skúlason, 11 ásar (eftir bráðabana) 3. Emil Karlsson, 11 ásar   Aðeins ein verðlaun voru fyrir framhaldið og þar sigraði Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 2. 2013 | 08:00

Kyle Stanley og Nick Watney ganga til liðs við Nike – „stór tilkynning“ væntanleg frá Nike 14. janúar n.k.

Nike Golf hóf árið með því að tilkynna að gerður hefði verið samningur til fjölda ára við PGA leikmennina Kyle Stanley og Nick Watney. Um er að ræða samninga þar sem ofangreindir leikmenn taka að sér að auglýsa golfbolta, kylfur, skófatnað, hanska, klæðnað, höfuðfatnað og aukahluti til golfiðkunar frá fyrirtækinu. „Þeir vilja hafa bestu íþróttamennina í teymi sínu og það er heiður að vera hluti af því og vera fulltúi þeirra,“ sagði Kyle Stanley m.a. í fréttatilkynningu. Stanley og Watney, sem m.a. munu m.a. nota nýja VR-S Covert dræverinn frá Nike á opnunarmóti keppnistímabil PGA Tour í Kapalua, á Hawaii í þessari viku. Sjá kynningu Golf 1 á VR-S Covert drævernum með því að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 2. 2013 | 07:00

GG: Staða GG traust þrátt fyrir miklar framkvæmdir og aukna skuldsetningu

Aðalfundur Golfklúbbs Grindavíkur fór fram í golfkskálanum 29. desember síðastliðinn og var hann vel sóttur. Sjá skýrslu gjaldkera fyrir árið 2012. Um 209 meðlimir eru nú í GG og stendur fjöldinn í stað frá í fyrra.  Enn standa yfir stækkunarframkvæmdir á vellinum og má gera ráð fyrir um 4-5 milljón króna kostnaði til að ljúka þeim.   Einnig hefur verið lögð mikil vinna við stækkun og endurbætur á framtíðarskála GG sem nú er að mestum hluta lokið. Sjá skýrslu stjórnar fyrir árið 2012 Ágætis rekstrarár er að baki hjá Golfklúbbi Grindavíkur og nemur tap ársins um 2 milljónum króna. Rekstrartekjur ársins voru um 39,2 milljónir sem er hækkun um 10,5 milljónir frá árinu Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 1. 2013 | 22:30

Afmæliskylfingur Nýársdags 2013: Gestur Már Sigurðsson

Afmæliskylfingur dagsins er Gestur Már Sigurðsson. Gestur Már er fæddur 1. janúar 1963 og á því 50 ára stórafmæli í dag. Gestur Már er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Hann er sérlega snjall púttari og er iðulega í verðlaunasætum á púttmótum GK. Komast má á facebook síðu Gests Más til þess að óska honum til hamingju með merkisafmælið hér að neðan: Gestur Már Sigurðsson (50 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Mike Sullivan, 1. janúar 1955 (58 ára); Paul Lawrie, 1. janúar 1969 (44 ára)…… og ….. Emil Thorarensen Guðrún Ólöf Þorbergsdóttir (49 ára) Heaton Park (101 árs)      Baldvin Njálsson (25 ára) Portugal Golf Lesa meira