Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 2. 2013 | 23:59

PGA: Carl Petterson: Bann á löngum pútterum „nornaveiðar“

Nú eru flestir sigurvegarar á PGA Tour frá því á síðasta ári komnir til Kapalua í Hawaii en þar hefst ekki á morgun heldur hinn Tournament of Champions, þ.e. mót þeirra sem sigruðu mót á PGA Tour á síðasta ári.  Meðal þeirra sem þar er, er sænsk-bandaríski kylfingurinn Carl Petterson. Hann tjáði sig um fyrirhugað bann á löngum pútterum í gær.

Pettersson sagði m.a. að fyrirhuguð regla um að banna langa púttera væru „nornaveiðar“ og að stjórnvöld innan golfheimsins væru að bregðast við sigrum síðustu 3 af síðustu 5 risamótssigurvegurum. Carl Pettersson using an anchored stroke for putting.

„Það virðist heimskulegt að banna nokkuð sem hefir verið til staðar í 40 ár,“ sagði Petterson í fyrstu ummælum sínum um pútterana síðan USGA og Royal & Ancient Golf Club tilkynntu 28. nóvember s.l. um fyrirhuguð áform sín að banna langa púttera. „Þetta er óheppilegt. Mér finnst eins og ég sé 16 árum á eftir vegna þess að ég hef ekki púttað með neinu öðru í 16 ár.“

Petterson, sem komst í  the Tournament of Champions vegna sigur síns í Hilton Head hóf að nota kústskaft þegar hann var á 2. ári í háskóla í  North Carolina State.

Aðspurður hvort hann mynd bregðast hart við reglubreytingunni sagði hann „Ég veit ekki ekki. Ég hef ekki gert upp hug minn. Ég ætla bara að halla mér aftur og sjá hvað setur. Í millitíðinni hefir hann engin áform um að breyta um pútter.“