Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 3. 2013 | 15:00

Golfútbúnaður: Nýju PING Scottsdale TR pútterarnir – Myndskeið

PING Scottsdale TR™ pútterarnir eru þekktir fyrir það sem á ensku hefir verið nefnt „true roll“ en boltinn rúllar betur þökk sé nýrri grópartækni PING pútteranna.  Grópirnar eru dýpstar í miðjunni og grynnka eftir því sem fjær dregur.  Þetta er gert til þess að boltahraðinn verði jafnari, sem leiðir til einstakrar fjarlægðarstjórnunar í púttum hvort heldur púttað er í miðju með hæl eða tá.

Annað lykilatriði nýju pútterana er að hægt er að lengja og stytta skaftið og því eru pútterarnir kjörnir fyrir þá sem vanir eru löngu pútterunum og verða að fara að stytta þá í hefðbundna lengd.

Aðlaganleg lengd pútterana er höfð til að hámarka frammistöðu kylfinga á golfvellinum.

Scottsdale TR pútterarnir koma í 12 tegundum, þannig að allir ættu að finna eitthvað fyrir sig og sína strokutýpu.

Sjá má myndskeið þar sem nýju PING Scottsdale TR pútterarnir eru kynntir með því að SMELLA HÉR:   (Skrollið niður þ.e. framhjá kynningu af pútterstegundunum 12).