Jumeirah Group endurnýjar ekki samninga við Rory McIlroy
Jumeirah Group hefir tilkynnt að styrktarsamningur þess til 5 ára við nr. 1 á heimslistanum í golfi, Rory McIlroy verði ekki endurnýjaður. Þetta hefir valdið því að sögusagnir um að Rory sé að fara að undirrita samning við Nike í næstu viku hafa fengið byr undir báða vængi. Jumeirah lúxus-hótelkeðjan, með starfsstöð í Sameinuðu arabísku furstadæmunum undirritaði samning til 5 ára við McIlroy þegar hann var 18 ára og var eitt af fyrstu fyrirtækjunum til þess að styrkja hann. Tilkynningin staðfestir að McIlroy sé laus allra mála og geti heilshugar undirritað samning við Nike og talið er að hann hljóti $20 milljónir fyrir á ári. Með þessu myndi Nike hafa Lesa meira
Uppboðsgögn Augusta National frá 1935 til sölu
ÞIÐ HAFIÐ TIL 12.JANÚAR TIL ÞESS AÐ YFIRBJÓÐA tilboð manns sem kýs að IP tölvupóstfang sitt sé úr tölvu lögmannsstofu í Augusta, Georgíu. Það sem hér er verið að bjóða upp eru uppboðsgögn (3 bls. bréf) frá 2. desember 1935 frá lögmönnum Augusta National til lánadrottna umbjóðenda sinna, þar sem tilkynnt er um uppboð á einum frægasta golfvelli heims. Þegar Bobby Jones og Clifford Roberts ákváðu að byggja draumagolfvöll sinn árið 1931 þá gengu þeir í félag sem bar nafnið Fruitland Manor Corporation, til að eignast landið undir golfvöll Augusta National. Skv. bréfinu gátu þeir ekki staðið undir greiðslum í Heimskreppunni miklu (The Great Depression). Þess vegna, jafnvel eftir að Masters mótin Lesa meira
PGA: Dustin Johnson með 3 högga forystu eftir 2. hring á Tournament of Champions
Það er Dustin Johnson, sem er einn í forystu eftir 2. og fyrir lokahring þessa stytta Tournament of Champions (TOC) móts, sem fram fer dagana 7.-8. janúar á Plantation golfvellinum í Kapalua, Maui í Hawaii. Dustin er kominn með þó svolítið forskot á hina; er búinn að spila hringina tvo á samtals 11 undir pari, 135 höggum (69 66). Hann spilaði 2. hringinn á 7 undir pari, fékk 1 glæsiörn á 18. braut; 6 fugla, 10 pör og 1 skolla. Í 2. sæti er Steve Stricker 3 höggum á eftir Johnson á 8 undir pari, 138 höggum (71 67) og í 3. sæti er Bubba Watson á samtals 7 undir Lesa meira
PGA: Dustin Johnson, Mark Wilson og Nick Watney leiða eftir 1. hring Tournament of Champions
Það eru bandarísku kylfingarnir Dustin Johnson, Nick Watney og Mark Wilson, sem leiða eftir 1. hring Tournament of Champions, sem loksins hófst í dag. Þessir 3 léku allir á 4 undir pari, 69 höggum. Wilson fékk 4 fugla og 14 pör, Johnson 6 fugla, 10 pör og 2 skolla en Watney 1 glæsiörn á 18. holu; 4 fugla, 11 pör og 2 skolla. Fimm kylfingar deila 4. sætinu á 3 undir pari, 70 höggum: Rickie Fowler; Ben Curtis, Carl Pettersson, Bubba Watson og Brandt Snedeker. Annar hringurinn er þegar hafinn því nú á að keyra mótið áfram! Niðurstöður 2. hrings liggja í fyrsta lagi fyrir kl. 3 í nótt. Til þess Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LPGA 2013: Karlin Beck – (20. grein af 27)
Karlin Beck deildi 8. sætinu í lokaúrtökumóti LPGA á Daytona Beach í Flórída, sem fram fór 28. nóvember – 2. desember á síðasta ári, 2012 ásamt Lauru Diaz, sem þegar hefir verið kynnt. Karlin Michelle Beck fæddist 6. ágúst 1987 og er því 25 ára. Hún byrjaði að spila golf 12 ára og segir afa sinn þá manneskju sem hafi haft mest áhrif á golfferil sinn. Foreldrar Karlin eru Steve og Kathy Beck og hún á eina systur, Kinley. Meðal áhugamála Beck eru tennis, kvikmyndir, hérar og hún segir sjálf að hún sé fréttafíkill. Karlin spilaði í 4 ár með golfliði Auburn University og útskrifaðist sem endurskoðandi þaðan, 2010. Til Lesa meira
Thorbjørn Olesen gengur til liðs við Nike
Thorbjørn Olesen er einn af þeim sem mun nota Nike VR_S Covert dræver þegar hann hefur keppnistímabilið í ár, eftir að vera nýbúinn að undirrita samning við Nike Golf í dag. Fyrsta mótið sem hann spilar á er Volvo Champions í Suður-Afríku, sem hefst nú á fimmtudaginn. Nike Golf tilkynnti í dag að fyrirtækið hefði samið við Danann til margra ára. Thorbjørn mun m.a. auglýsa kylfur, bolta, skó, hanska og alla aukahluti s.s. golfskygni frá Nike. Í poka Olesens munu líka verða Nike VR Pro Blades, VR Pro wedge-ar, VR Pro Limited Edition brautartré, VR_S blendingar og Method 001 pútter-inn. Eins mun Olesen nota 20XI boltann og nýju Nike Lunar Control II Lesa meira
Evróputúrinn: Branden Grace tilbúinn að verja titil sinn á Volvo Golf Champions
Branden Grace mun freista þess að hefja árið á sama hátt og í fyrra þegar hann vann Volvo Golf Champions. Mótið hefst í Durban Country Club í Durban, Suður-Afríku n.k. fimmtudag 10. janúar og stendur til sunnudagsins 13. janúar. Í mótinu er verðlaunaféð € 2.000.000 (um 330 milljónir íslenskra króna). Í fyrra vann Grace átrúnaðargoð sín frá því hann var smástrákur í golfi, þ.e. þá Ernie Els og Retief Goosen í bráðabana með fugli á 1. holu s.s. mörgum er eflaust í fersku minni. Nýliðinn Grace átti frábært ár, 2012, varð í 6. sæti á stigalista Evrópumótaraðarinnar. Varðandi það sem framundan er, titilvörnina á Durban golfvellinum sagði hann m.a.: „Ég Lesa meira
Afmæliskylfingar dagsins: Natalie Gulbis og Atli Þór Gunnarsson – 7. janúar 2013
Afmæliskylfingar dagsins eru bandaríski kynbombukylfingurinn Natalie Gulbis og Atli Þór Gunnarsson. Þau eru bæði fædd sama dag 7. janúar 1983 og eiga því 30 stórafmæli í dag! Atli Þór er félagi í Golfklúbbnum Keili og Natalie spilar á LPGA. Gulbis er ein af þeim sem vakið hefir jafnmikla athygli á sér fyrir fyrirsætustörf sem golfleik og má sjá eina grein Golf 1 þar um með því að SMELLA HÉR: Komast má facebook síðu Atla Þórs til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Atli Þór Gunnarsson Reyndar er þetta mikil stjörnufæðingardagur í golfinu því margir aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag, m.a.: Emanuele Canonica, Lesa meira
Golfútbúnaður: Odyssey Metal-X Arm Lock pútterinn
Odyssey Metal-X Arm Lock pútterinn er svarið við banni USGA (bandaríska golfsambandsins) og R&A (Royal & Ancient) við því að styðja púttera við líkamann þ.e. maga og bringu. Hins vegar virðist bannið ekki taka til útlima eins og handleggja og því er hér kominn pútter sem hægt er að styðja við handlegginn. Hægt verður að fá Odyssey Metal-X Arm Lock pútterinn í tveimur gerðum: Metal-X #7 og Metal-X DART. Skv. framleiðandanum hafa pútterarnir verið hannaðir og síðan farið í gegnum rannsóknir og tilraunir til þess að hámarka stöðugan árangur á púttflötinni, jafnframt því að kylfingarnar geta stutt pútterinn við handlegginn til þess að hafa meiri stjórn á pútternum í Lesa meira
PGA: 10 merki þess að kylfingar séu að verða vitlausir á veðrinu á Hawaii
Cameron Morfit golffréttamaður á hjá Golf Magazine setti saman skemmtilegan lista um 10 atriði sem bentu til að kylfingar PGA mótaraðarinnar væru að verða vitlausir á öllum veðurtöfunum á Hawaii: 10. Hann heyrði Slugger White tala við blakbolta 9. Top 10 signs we’re losing our marbles @HyundaiTOC1 : 9@IanJamesPoulter actually crying every time he sees rainbow. (Lausleg þýðing: Ian Poulter grætur í hvert sinn sem hann sér regnboga). 8. Top 10 signs we’re losing our marbles @HyundaiTOC1 : 8 Carl Pettersson spotted trying to make fire by rubbing coconuts together. (Lausleg þýðing: Það sást til Carl Pettersson þar sem hann var að reyna að fá fram eld með því að núa saman kókoshnetum) 7. Top 10 Lesa meira









