Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 8. 2013 | 09:30

Uppboðsgögn Augusta National frá 1935 til sölu

ÞIÐ HAFIÐ TIL 12.JANÚAR TIL ÞESS AÐ YFIRBJÓÐA tilboð manns sem kýs að IP tölvupóstfang sitt sé úr tölvu lögmannsstofu í Augusta, Georgíu.

Það sem hér er verið að bjóða upp eru  uppboðsgögn (3 bls. bréf) frá 2. desember 1935 frá lögmönnum Augusta National til lánadrottna umbjóðenda sinna, þar sem tilkynnt er um uppboð á einum  frægasta golfvelli heims. Þegar Bobby Jones og Clifford Roberts ákváðu að byggja draumagolfvöll sinn árið 1931 þá gengu þeir í félag sem bar nafnið Fruitland Manor Corporation, til að eignast landið undir golfvöll Augusta National. Skv. bréfinu gátu þeir ekki staðið undir greiðslum í Heimskreppunni miklu (The Great Depression). Þess vegna, jafnvel eftir að Masters mótin 1934 og 1935 (sem þá nefndust the Augusta National Invitation Tournament) fóru fram, voru eignir Fruitland Manor Corporation boðin upp. Landið sem Augusta National golfvöllurinn er nú á var keypt á uppboði til þess að tryggja viðgang vallarins og Augusta National Golf Club – og nýtt félag var stofnað um völlinn The Augusta National Inc.

Bréfið sem boðið verður upp 12. janúar n.k. er skrifað af lögmönnum Augusta National til lánadrottnanna. Í því er sagt frá ofangreindu í ítarlegra máli. Upprunalega bréfið er frá barnabarni eins af upphafalega lánadrottni Augusta National.  Það hefir aldrei komið fyrir almenningssjónir fyrir þetta uppboð. Þar er greint frá erfiðum tímum í upphafi Augusta National Golf Club í eigu Bobby Jones, þegar klúbburinn barðist í bökkum við að halda mót í miðri Heimskreppunni.

Búast má við mörgum tilboðum, því mikið er af sterkefnuðum mönnum, sem safna sögulegum golfminjum, sem þessu bréfi. Einn frægasti safnarinn Jaimie Ortiz-Patiño lést þann 3. janúar s.l.