Dustin Johnson
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 8. 2013 | 03:42

PGA: Dustin Johnson með 3 högga forystu eftir 2. hring á Tournament of Champions

Það er Dustin Johnson, sem er einn í forystu eftir 2. og fyrir lokahring þessa stytta Tournament of Champions (TOC) móts, sem fram fer dagana 7.-8. janúar á Plantation golfvellinum í Kapalua, Maui í Hawaii.

Dustin er kominn með þó svolítið forskot á hina; er búinn að spila hringina tvo á samtals 11 undir pari, 135 höggum (69 66).  Hann spilaði 2. hringinn á 7 undir pari, fékk 1 glæsiörn á 18. braut; 6 fugla, 10 pör og 1 skolla.

Í 2. sæti er Steve Stricker 3 höggum á eftir Johnson á 8 undir pari, 138 höggum (71 67) og í 3. sæti er Bubba Watson á samtals  7 undir pari, 139 höggum (70 69).

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag TOC SMELLIÐ HÉR: