Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 7. 2013 | 10:30

Golfútbúnaður: Odyssey Metal-X Arm Lock pútterinn

Odyssey Metal-X Arm Lock pútterinn er svarið við banni USGA (bandaríska golfsambandsins) og R&A (Royal & Ancient) við því að styðja púttera við líkamann þ.e. maga og bringu.

Hins vegar virðist bannið ekki taka til útlima eins og handleggja og því er hér kominn pútter sem hægt er að styðja við handlegginn.

Odyssey Metal-X Arm Lock pútterinn.

Odyssey Metal-X Arm Lock pútterinn.

 

Hægt verður að fá Odyssey Metal-X Arm Lock pútterinn í tveimur gerðum: Metal-X #7  og Metal-X DART.  Skv. framleiðandanum hafa pútterarnir verið hannaðir og síðan farið í gegnum rannsóknir og tilraunir til þess að hámarka stöðugan árangur á púttflötinni, jafnframt því að kylfingarnar geta stutt pútterinn við handlegginn til þess að hafa meiri stjórn á pútternum í gegnum strokuna.

Pútterarnir brjóta ekki gegn banninu en spurning hvort hér er ekki einmitt verið að sniðganga það.  Hér er e.t.v. kominn góður valkostur fyrir þá sem vanist hafa maga- og kústsköftunum.

M.ö.o. Odyssey sá að bannið myndi taka gildi og hannaði pútter sem hélt bissnessnum með löngu pútterana gangandi. Brillíant!!!