Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 7. 2013 | 14:30

Thorbjørn Olesen gengur til liðs við Nike

Thorbjørn Olesen er einn af þeim sem mun nota Nike VR_S Covert dræver þegar hann hefur keppnistímabilið í ár, eftir að vera nýbúinn að undirrita samning við Nike Golf í dag. Fyrsta mótið sem hann spilar á er Volvo Champions í Suður-Afríku, sem hefst nú á fimmtudaginn.

Nike Golf tilkynnti í dag að fyrirtækið hefði samið við Danann til margra ára. Thorbjørn mun m.a. auglýsa kylfur, bolta, skó, hanska og alla aukahluti s.s. golfskygni frá Nike.

Í poka Olesens munu líka verða Nike VR Pro Blades, VR Pro wedge-ar, VR Pro Limited Edition brautartré, VR_S blendingar og Method 001 pútter-inn. Eins mun Olesen nota 20XI boltann og nýju Nike Lunar Control II skóna, sem og verða klæddur frá toppi til táar í Nike golffatnað.