Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 7. 2013 | 07:00

PGA: Enn frestar hvassviðri leik í Hawaii

Í gær hófst loks leikur á Hyundai Tournament of Champions, fyrsta móti ársins á PGA Tour í Hawaii, en aðeins 1 klst eftir að fyrstu leikmenn fóru út ákváðu mótshaldarar að aðstæður til golfleiks væru óhæfar. Enn er haldið við planið frá því á laugardaginn þ.e. enn á að spila 54 holur; breytingin er sú að 36 verða spilaðar í dag og ljúka á mótinu með 18 holu hring á þriðjudag. „Augljóslega verður veðrið að spila með,“ sagði Andy Pazder, yfirmaður mótaframkvæmda á PGA mótaröðinni.  „Þetta verður alveg á mörkunum á morgun. Veðurfræðingar spá 25-30 mílu vindhviðum/klst, sem við getum rétt svo spilað í.“ Steve Stricker var í þann veginn að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 6. 2013 | 17:00

Frægir kylfingar: Sidney Poitier

Sidney Poitier fæddist í Miami, Flórída, 20. febrúar 1927 og er því 85 ára. Hann ólst hins vegar upp á Cat Island í karabíska hafinu. Poitier er frægastur fyrir að vera fyrsti blökkumaðurinn til þess að hljóta Óskarsverðlaun, en þau hlaut hann árið 1963.  Sagt var að hann hafi alltaf verið með golfkylfu á tökustað og var sífellt að æfa gripið og sveifluna á milli tökuatriða. Meðal best þekktu hlutverka hans eru „The Defiant Ones“ frá árinu 1958, en fyrir hlutverk sitt í þeirri kvikmynd varð hann fyrstur blökkumanna til að hljóta tilnefningu til Óskarsverðlaunanna. Það var hins vegar fyrir hlutverk sitt í „Lillies of the Field“ sem hann hlaut Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 6. 2013 | 16:30

Rory hjálpar Caroline að komast yfir lofthræðslu í Sydney Tower Eye Skywalk – Myndskeið

Rory sleppti s.s. kunnugt er fyrsta mótinu á PGA Tour; hinu niðurrignda og veðurbarða Tournament of Champions í Kapalua á Hawaii; en nú hefir verið ákveðið að fyrsti hringur verði spilaður í dag og 2. hringurinn sömuleiðis. Búið er að stytta mótið í 54 holu mót og verður lokahringurinn spilaður á mánudag.  Flestir vorkenna kylfusveinunum, sem verða að bera fyrir pokana fyrir kylfinga sína á einum mest hæðótta golfvelli á túrnum  og það 36 holur í dag! Rory grætur það varla að vera ekki veðurtafinn í móti – en hefir þess í stað skemmt sér konunglega með kærestunni Caroline Wozniacki, í Ástralíu.  Meðal þess sem þau skötuhjú tóku upp á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 6. 2013 | 14:00

GKJ: Þórhallur Kristvinsson og Helgi Gunnarsson sigruðu í fyrsta vetrarmóti ársins – Myndasería

Fyrsta mót ársins á Hlíðavelli og þó víða væri leitað og um leið 10. á vetrarmótaröðinni fór fram 5. janúar s.l. Veðrið var eins og á góðum vordegi. Vallaraðstæður voru góðar, blautt á köflum en ágætar og ótrúlegt að hann skuli vera alveg auður, miðað við að það var klaki yfir öllum vellinum fimmtudaginn s.l., 3. janúar. Það voru 31 félagar og gestir sem tóku þátt og nutu þess að spila golf eftir hlé frá því fyrir jól. Það er skemmst frá því að segja að Þórhallur Kristvinsson sigraði í höggleiknum á 59 höggum og Helgi Gunnarsson í punktakeppninni með 31 punkt. Annars urðu helstu úrslit þessi: Höggleikur: 1. Þórhallur Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 6. 2013 | 11:15

Afmæliskylfingur dagsins: Katie Bakken – 6. janúar 2013

Afmæliskylfingur dagsins er Katie Bakken. Katie er fædd 6. janúar 1979 og er því 34 ára í dag. Best er að kynnast afmæliskylfingnum með því að sjá myndskeið um hana SMELLIÐ HÉR:  eða fara inn á heimasíðu hennar SMELLIÐ HÉR:  Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:   Cary Middlecoff, f. 6. janúar 1921 – d. 1. september 1998);  Nancy Lopez 6. janúar 1957 (56 ára);  Paul William Azinger   6. janúar 1960 (53 ára) …. og ….. Herdís Björg Rafnsdóttir (51 árs) Nökkvi Freyr Mikaelsson (17 ára) Golf 1 óskar öllum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 5. 2013 | 22:22

Golfgrín á laugardegi

1. Einn gamall og lúinn svona af því að þetta er næstsíðasti dagur jóla: 2. Happafroskurinn Maður einn tekur sér frí úr vinnu og ákveður að fara í golf. Hann er á 2. holu þegar hann sér frosk sitja næst við flötina. Hann er ekkert meira að hugsa um froskinn, þegar hann allt í einu heyrir froskinn segja: „Notaðu 9-járn.“ Maðurinn lítur í kringum sig og sér engan og reynir aftur. „Notaðu 9-járn.“ Hann lítur á froskinn og ákveður að nota 9-járnið til þess að sýna fram á að froskurinn hafi rangt fyrir sér. Búmm!!!! Hann fær fugl…. og er í sjokki. Hann segir við froskinn: „Vá! Þetta var ótrúlegt! Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 5. 2013 | 20:00

Golfútbúnaður: Áhugamaður hannaði „golfsveifluæfingabol“

Ray Rapcavage er fasteignasölumaður í Rumford New Jersey í Bandaríkjunum sem fékk hugmynd. Ray er með 3 í forgjöf og var að æfa wedge-höggin sín í garðinum og sjankaði 3 högg í röð. Það var þá sem hann fékk hugmyndina. Hann gramsaði í fatakörfunni sinni og fann alltof stóran bol sem hann dró yfir höfuð sitt með eina ermina fyrir framan sig og hina fyrir aftan. Síðan tróð hann báðum handleggjum í gegnum fremri ermina og var þá tilbúinn að slá. „Ég var eins og vél. Þetta var frábært,“ segir hann. Og þetta var upphafið að „golfsveifluæfingabolnum“ (ens.: Golf Swing Shirt) en sjá má allt nánar um bolinn hér: (www.golfswingshirt.com), Golfsveifluæfingabolurinn er Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 5. 2013 | 19:45

PGA: Leik enn frestað á Tournament of Champions – Fowler hætti við æfingu

Nú hefir leik  enn verið frestað á Tournament of Championship í Hawaii, en veður er litlu betra en í gær. Í morgun var mótinu frestað um 2 tíma vegna þess að aðstæður voru ekkert skárri en í gær. Nú á að reyna að hefja leik að nýju kl. 20:30 að íslenskum tíma. Rickie Fowler fór t.a.m. út á æfingasvæðið snemma í morgun en um 20 mínútum seinna var hann kominn inn. Planið var að spila 36 holur í dag til þess að halda dagskrá og ljúka mótinu á mánudag.  Nú eru mótsstjórnendur að reyna að finna út hvað verði gert í framhaldinu.

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 5. 2013 | 19:15

GK: Axel og Signý fengu sérstaka viðurkenningu fyrir árangur og frammistöðu í golfinu 2012 og tilnefnd til titilsins Íþróttamaður Hafnarfjarðar

Það var mikið fjölmenni var á 30. Íþróttahátíð Hafnarfjarðar í Íþróttahúsinu við Strandgötu, 28. desember s.l. þar sem fram fór krýning á íþróttamanni Hafnarfirði.  Þetta var í fimmta skiptið sem “Íþróttakona og Íþróttakarl Hafnarfjarðar” voru valin, en í tuttugu og fimm ár þar áður var valinn “Íþróttamaður Hafnarfjarðar”. Það voru þau Atli Guðnason knattspyrnumaður úr FH og Hrafnhildur Lúthersdóttir sundkona úr SH, sem voru krýnd Íþróttamenn Hafnarfjarðar 2012. Tuttugu og einn afreksmaður fékk sérstaka viðurkenningu fyrir árangur og frammistöðu í sínum íþróttagreinum á þessu ári : Atli Guðnason FH Knattspyrna Óðinn Björn Þorsteinsson FH Frjálsaríþróttir Stefán Rafn Sigurmannsson Haukar Handknattleikur Marija Gedroit Haukar Handknattleikur Axel Bóasson GK Keilir Golf Signý Arnórsdóttir GK Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 5. 2013 | 19:00

GA: Barátta við klakann á Jaðarsvelli

Veturinn hefur verið býsna áhugaverður það sem af er, þar sem snjókoma og hláka hafa skipst á. Fyrir jólin var svo komið að mikill klaki hafði safnast saman á vellinum og þar með talið flötunum. Vallarstjóri taldi eftir skoðun á flötum að mjög stutt væri í að skemmdir mundu myndast undir klakanum. Hann hefur þess vegna unnið að því að undanförnu að ryðja flatirnar, gata klakann og sandbera til að hraða bráðnun og minnka líkur á skemmdum. Um mikla vinnu er að ræða, eins og sést á meðfylgjandi mynd þar sem vélar eru við vinnu á og við 18 flöt. Miðað við veðurspánna er vonast til að klakinn bráðni að Lesa meira