Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 7. 2013 | 23:00

PGA: Dustin Johnson, Mark Wilson og Nick Watney leiða eftir 1. hring Tournament of Champions

Það eru bandarísku kylfingarnir Dustin Johnson, Nick Watney og  Mark Wilson, sem leiða eftir 1. hring Tournament of Champions, sem loksins hófst í dag.

Þessir 3 léku allir  á 4 undir pari, 69 höggum. Wilson fékk 4 fugla og 14 pör, Johnson 6 fugla, 10 pör og 2 skolla en Watney 1 glæsiörn á 18. holu; 4 fugla, 11 pör og 2 skolla.

Fimm kylfingar deila 4. sætinu á 3 undir pari, 70 höggum: Rickie Fowler; Ben Curtis, Carl Pettersson, Bubba Watson og Brandt Snedeker.

Annar hringurinn er þegar hafinn því nú á að keyra mótið áfram!  Niðurstöður 2. hrings liggja í fyrsta lagi fyrir kl. 3 í nótt.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. hring SMELLIÐ HÉR: