
Nýju stúlkurnar á LPGA 2013: Karlin Beck – (20. grein af 27)
Karlin Beck deildi 8. sætinu í lokaúrtökumóti LPGA á Daytona Beach í Flórída, sem fram fór 28. nóvember – 2. desember á síðasta ári, 2012 ásamt Lauru Diaz, sem þegar hefir verið kynnt.
Karlin Michelle Beck fæddist 6. ágúst 1987 og er því 25 ára. Hún byrjaði að spila golf 12 ára og segir afa sinn þá manneskju sem hafi haft mest áhrif á golfferil sinn. Foreldrar Karlin eru Steve og Kathy Beck og hún á eina systur, Kinley.
Meðal áhugamála Beck eru tennis, kvikmyndir, hérar og hún segir sjálf að hún sé fréttafíkill.
Karlin spilaði í 4 ár með golfliði Auburn University og útskrifaðist sem endurskoðandi þaðan, 2010. Til þess að sjá afrek Karlin á háskólaárum hennar SMELLIÐ HÉR:
Karlin Beck gerðist atvinnumaður í golfi, eftir útskrift úr háskóla, þ.e. í maí 2010. Hún spilaði fyrst á Futures (nú Symetra Tour) árið 2011 og var besti árangur hennar þar T-16 árangur á Tate & Lyle Players Championship í Decatur, Ill. Hún komst strax á LPGA í lok árs 2011 í fyrstu tilraun sinni sem hún reyndi við Q-school. Henni hefir ekki gengið sérlega vel í ár; besti árangurinn er 46. sætið á Navistar LPGA Classic.
Karlin segir að ef hún hefði ekki valið sér LPGA sem starfsvettvang myndi hún gjarnan hafa viljað verða endurskoðandi kvikmyndavers.
- janúar. 15. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Sirrý Hallgríms ——- 15. janúar 2021
- janúar. 15. 2021 | 09:00 PGA: 3 efstir & jafnir e. 1. dag Sony Open
- janúar. 15. 2021 | 08:00 Angel Cabrera handtekinn af Interpol í Brasilíu
- janúar. 14. 2021 | 20:49 Svar Kevin Kisners við því hvort hann geti sigrað hvar sem er
- janúar. 14. 2021 | 20:00 PGA: Pebble Beach mótið spilað án áhugamannanna vegna Covid
- janúar. 14. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elín Henriksen og Gunnar Smári Þorsteinsson – 14. janúar 2021
- janúar. 14. 2021 | 10:00 GSÍ: Reglur varðandi framkvæmd æfingar og keppni á Covid tímum
- janúar. 14. 2021 | 08:00 GR: Þórður Rafn nýr íþróttastjóri GR! Haukur Már kemur inn í þjálfarateymið!
- janúar. 14. 2021 | 07:00 LPGA: Yealimi Noh, meðal þeirra sem eru nýliðar aftur 2021!
- janúar. 13. 2021 | 18:00 PGA: Áhorfendum fækkað á Phoenix Open og grímuskylda!
- janúar. 13. 2021 | 16:30 Áskorendamótaröð Evrópu: Mótum í S-Afríku frestað
- janúar. 13. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðjón Frímann Þórunnarson – 13. janúar 2020
- janúar. 13. 2021 | 13:00 Evróputúrinn: Boðskortin á Sádí International
- janúar. 13. 2021 | 10:00 Sonur Gary Player hvetur föður sinn til að skila Trump frelsisorðunni
- janúar. 13. 2021 | 08:00 Vegas með Covid