Tiger hefur 2013 keppnistímabilið í Abu Dhabi 2. árið í röð
Tiger Woods hefur 2013 keppnistímabilið í næstu viku á Abu Dhabi HSBC Golf Championship, en þetta er 2. árið í röð sem Tiger leikur í upphafsmóti ársins í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Hann varð í 3. sæti á mótinu í fyrra 2 höggum á eftir Robert Rock frá Englandi, en þeir tveir voru jafnir eftir 3 hringi. Rory McIlroy hefir einnig boðað þátttöku sína og er mættur til Abu Dhabi og æfir stíft. Verðlaunafé í mótinu, sem hefst 17. janúar n.k. er $2.7 milljónir. „Ég er spenntur fyrir að keppa aftur,“ sagði Tiger í fréttatilkynningu á vefsíðu sinni. „Vonandi skila æfingarnar sér.“ Nr. 3 á heimslistanum mun síðan snúa heim til Bandaríkjanna og Lesa meira
Viðtalið: Hrafn Guðlaugsson, GSE.
Viðtalið í kvöld er við klúbbmeistara GSE, 2012 Hrafn Guðlaugsson. Hrafn spilar í bandaríska háskólagolfinu með golfliði Faulkner University í Alabama, í Bandaríkjunum og hefir gengið virkilega vel í vetur! Hér er ekki bara á ferðinni frábær kylfingur heldur einstaklega viðkunnanlegur ungur maður: Fullt nafn: Hrafn Guðlaugsson. Klúbbur: GSE – Setbergið í Hafnarfirði. Upphaflega var ég í GFH (Golfklúbbi Fljótsdalshéraðs). Hvar og hvenær fæddistu? Ég fæddist í Reykjavík, 21. október 1990. Hvar ertu alinn upp? Ég ólst upp á Djúpavogi þangað til ég var 8-9 ára og flutti þá til Egilsstaða. Hverjar eru fjölskylduaðstæður og spilar einhver í fjölskyldunni golf? Pabbi og síðan bara margir ættingjar, bræður pabba og mömmu Lesa meira
10 hápunktar ársins 2012
Ótrúlegt hvað tíminn flýgur! Nú eru 9 dagar liðnir af nýja árinu og jólin rétt búin. Það er alltaf gaman að rifja upp og hér fara 10 hápunktar síðastliðins árs 2012: NOKKRIR HÁPUNKTAR ÁRSINS 2012 1. Pútt Martin Kaymer á Ryder Cup: Hefði pútt Martin Kaymer ekki farið ofan í, í tvímenningsleikjum sunnudagsins er næsta víst að Tiger hefði klárað dæmið fyrir Bandaríkjamenn og bikarinn hefði flogið yfir til Bandaríkjanna. Kaymer sýndi stáltaugar og náði að halda Ryder bikarnum í Evrópu…. og þar verður hann a.m.k. í 2 ár í viðbót! 2. Fimm fuglar Poulter í röð í fjórbolta-leikjum laugardagsins: Einn fugl, síðan tveir og þrír. Augun að rúlla út úr augntóftunum. Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Alejandro Cañizares – 9. janúar 2013
Það er spænski kylfingurinn Alejandro Cañizares sem er afmæliskylfingur dagsins. Alejandro er fæddur í Madríd á Spáni, 9. janúar 1983 og á því 30 ára stórafmæli í dag. Alejandro spilaði í bandaríska háskólagolfinu með Arizona State. Hann varð atvinnumaður í golfi 2006 og komst strax á Evrópumótaröðina og hóf keppni þar með stæl því strax í 3. móti sínu sigraði hann á Imperial Collection Russian Open. Pabbi Alejandro José Maria er líka á Evrópumótaröðinni – reyndar er Alejandro af einni þekktustu golffjölskyldu Spánar, en pabbi hans var m.a. í 4 Ryder Cup liðum fyrir Evrópu (1981, 83, 85, 89). Pabbi Alejandro vann líka heimsbikarinn með José Rivero, 1984, meðan bróðir Lesa meira
PGA: Dustin Johnson sigraði á fyrsta móti ársins 2013 á Hawaii
Það er Dustin Johnson, sem er sigurvegari Tournament of Champions 2013, þessu niðurrignda og vindfeykta fyrsta móti PGA mótaraðarinnar á árinu, en 3 hringir voru leiknir 7. og 8. janúar 2013, alls 54 holur, en mótið var stytt vegna veðurhamsins. Johnson var með 3 högga forystu fyrir lokahringinn, sem hann lét aldrei af hendi. Hann spilaði samtals á 16 undir pari, 203 höggum (69 66 68). Spurning hvað hafi orðið til þess að hann sigraði? Var það að hann var búinn að dansa svo mikið Gangnam Style með Jesper Parnevik SJÁ HÉR: eða er það nýja ástin í lífi hans, Paulina Gretzky, sem hefir þessi jákvæðu áhrif? Í 2. sæti Lesa meira
Dustin Johnson sást með Paulinu Gretzky á Hawaii
Það er ekki nema von að Dustin Johnson sé að spila vel á Tournament of Champions! Hann hefir varið tíma á Maui með Paulinu Gretzky, dóttur hokkí-leikmannsins fræga Wayne Gretzky, skv. áreiðanlegum heimildum Sports Illustrated skríbentsins Alan Shipnuck. Johnson sást leika sér í golfi með Gretzky á Plantation vellinum í Kapalua og honum var slétt sama þótt hvasst væri eða að það rigndi eins og hellt væri úr fötu! Ef það lítur út fyrir að Johnson sé að finna sig vel á Plantation vellinum, þá er það vegna þess að hann hefir varið svo miklum aukatíma á honum!!! Hann varð að hita upp nýju járnin sín og dræver og hann Lesa meira
Retief Goosen snýr aftur til keppni eftir uppskurð í baki
Retief Goosen mun spila á fyrsta móti sínu í næstum 5 mánuði á Volvo Golf Champions í Suður-Afríku eftir að hafa gengist undir bakuppskurð. Tvöfaldur sigurvegari Opna bandaríska (Goosen), sem keppti síðast í ágúst 2012, varð að taka sér langt frí frá golfleik til þess að láta lagfæra brjósklos. Hann byrjar aftur 6 vikum fyrr en áætlað var. Í viðtali við fréttafulltrúa European Tour sagði Goosen: „Ég er mjög spenntur fyrir nýja árinu. Augljóslega hafa síðastliðinn 3 ár verið slæm.“ „Á síðasta ári reyndi ég svolítið af öllu…. sprautur, var mikið hjá sjúkraþjálfara, allt hugsanlegt en ekkert var virkilega að virka. Að síðustu átti ég einskis annars valkosti en að fara Lesa meira
GVS: Ragnar Davíð Riordan Íþróttamaður Voga 2012
Val á íþróttamanni Voga 2012 fór fram á þrettándanum og var það kylfingurinn Ragnar Davíð Riordan sem hreppti titilinn. Ragnar byrjaði árið á að vinna skálamótið í Grindavík þar sem að hann spilaði á einu höggi undir pari. Þar vann hann marga kylfinga sem að eru með mun lægri forgjöf en hann. Ragnar vann svo Bikarkeppni GVS í sumar. Hann var svo í öðru sæti í meistaramótinu þegar að hann þurfti að draga sig úr keppni vegna vinnu. Í águst lenti hann í þriðja sæti í höggleik í opna Subway mótinu hjá golfklúbbnum Keili. Þar lagði hann að velli meðal annars 2 fyrrum Íslandsmeistara í golfi þá Ólaf Björn Loftsson og Kristján Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Nikki Garrett – 8. janúar 2013
Afmæliskylfingur dagsins er ástralski kylfingurinn Nikki Maree Garrett. Nikki er fædd 8. janúar 1984 og því 29 ára í dag. Nikki gerðist atvinnumaður í golfi seint á árinu 2005 og var komin á Evrópumótaröðina (ens. Ladies European Tour, skammst. LET) árið 2006. Hún vann ekki mót á nýliðaári sínu en var 4 sinnum meðal 10 efstu í mótum LET og lauk 1. ári sínu í 12. sæti á peningalista mótaraðainnar það ár, þ.e. með €99,445 í verðlaunfé. Hún hlaut,Ryder Cup Wales Rookie of the Year, þ.e. var valin nýliði ársins 2006. Árið 2007 sigraði hún tvisvar sinnum í röð á LET þ.e. á Tenerife Ladies Open and the Open de España Lesa meira
Golfútbúnaður: Odyssey Versa pútterarnir
Ef miðið er rétt þá setjið þið fleiri pútt niður og ef þið setjið niður fleiri pútt þá eru líkur á því að þið séuð að miða rétt. Þess vegna er skynsamlegt að bæta mið kylfingsins og með þetta í huga hefir Odyssey komið fram með Versa línu sína af pútterum. Odyssey hefir gert ítarlegar rannsóknir á miði og á neikvæðum áhrifum slæms miðs. Að pútta um 1° utan púttlínu getur valdið því að 4 metra pútt fer forgörðum. Nýju Versa pútterarnir byggja á því sem á ensku er nefnt High Contrast Alignment System (þ.e. kerfi þar sem mikil áhersla á andstöður og mið). Allir Versa pútterarnir koma í svörtu og Lesa meira










