Mynd dagsins: Erró
Í dag fór fram á Kirkjubólsvelli í Sandgerði „Golfbúðin Janúarmót GSG Nr 1.“ Það er ótrúlegt að hægt sé að spila golf á Íslandi 12. JANÚAR!!!! – Um hávetur!!!! Það var einn sem fylgdist af gaumgæfni með kylfingunum 92 sem kepptu í dag úr golfskálanum, en það var Erró!!! Þegar ljósmyndara Golf 1 bar að garði stillti Erró sér að sjáfsögðu upp!! Erró er litli hundurinn hans Skafta Þórissonar í GSG og fylgir húsbónda sínum út um allt hvort heldur Skafti er að spila eða keppa í golfi eða sjá um rjómalöguðu aspassúpuna ásamt Guðmundi, framkvæmdastjóra GSG, sem kylfingar gæddu sér á að keppni lokinni í dag . Þannig var Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Berglind Richardsdóttir – 12. janúar 2013
Það er Berglind Richardsdóttir sem er afmæliskylfingur dagsins. Berglind er fædd 12. janúar 1973 og á því 40 ára stórafmæli í dag!!! Berglind býr ásamt fjölskyldu sinni í Sandgerði. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Berglindi til hamingju með daginn hér að neðan: Berglind Richardsdóttir (40 ára stórafmæli – Innilega til hamingju með daginn!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Harold Hilton f. 12. janúar 1869 – d. 5. mars 1942); Patty Hayes, 12. janúar 1955 (58 ára); Craig Parry, 12. janúar 1966 (ástralski túrinn) ….. og ….. Sigríður Jóhannsdóttir (44 ára) Davíð Viðarsson (34 ára) Eiríkur Svanur Sigfússon (46 ára) Félag Um Jákvæða Sálfræði (23 ára) Golf 1 Lesa meira
Evróputúrinn: Scott Jamieson leiðir með 5 höggum fyrir lokahringinn í Suður-Afríku
Það er Skotinn Scott Jamieson, sem leiðir fyrir lokahringinn á Volvo Golf Champions í Durban, Suður-Afríku. Jamieson er búinn að spila á samtals 15 undir pari, 201 höggi (69 64 68). Skorkort Jamieson var annars ansi skrautlegt en á því gaf m.a. að finna 1 örn, 5 fugla, og 9 pör og 3 skolla. Öðru sætinu, heilum 5 höggum á eftir Jamieson eru þeir Louis Oosthuizen, sem var í forystu í gær, Thongchai Jaidee frá Thailandi, sem leiddi 1. daginn og Frakkinn Julien Qusne; allir á 10 undir pari, 206 höggum samtals, hver. Í fimmta sæti, á samtals 8 undir pari hvor, eru síðan þeir Pádraig Harrington og Francesco Molinari. Lesa meira
PGA: Dustin Johnson dregur sig úr Sony Open með flensueinkenni
Dustin Johnson mun ekki hefja árið með tveimur sigrum í röð. Johnson, sem vann fyrsta mót ársins á PGA mótaröðinni, Hyundai Tournament of Champions, sem stytt var í 3 hringi og seinkaði vegna rigningar og hvassviðris, dró sig úr Sony Open mótinu á Hawaii í gær eftir að hafa aðeins spilað helming seinni hringjar síns. Golf Channel sagði frá því að Johnson hefði verið með flensueinkenni. Fyrsta hring sinn á Sony Open spilaði Johnson á sléttu pari, 70 höggum. Heimild: PGA Tour
PGA: Russell Henley leiðir þegar Sony Open er hálfnað á Hawaii
Það er nýliðinn Russell Henley sem leiðir á Sony Open, þegar mótið er hálfnað. Henley skilaði inn hreinu skorkorti í gær fékk 7 fugla og 11 pör. Samtals er Henley búinn að spila á 14 undir pari, 126 höggum (63 63). „Í [jóla]fríinu átti ég ágætis hringi hér og sérstaklega eftir að ég lærði aðeins meira um vallarstjórnunina,“ sagði hinn 23 ára Henley eftir hringinn. „Ég veit alveg örugglega hvar virkar ekki [og] ég fékk svolítið sjálfstraust við það.“ „Þetta er svolítið súrrealistískt. Ég man þegar ég fékk kortið mitt [á PGA Tour] – og fjölskylda mín var þarna – og það var bara „Vá ég var að fá PGA TOUR kortið Lesa meira
Viðtalið: Óðinn Þór Ríkharðsson, GKG.
Viðtalið í kvöld er við Óðinn Þór Ríkharðsson, afrekskylfing í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar (GKG). Hann spilaði með góðum árangri á Unglingamótaröð Arion banka og Eimskipsmótaröðinni í sumar; aðeins 14 ára og oft yngstur manna í mótum þeirra bestu. Í fyrsta mótinu á Unglingamótaröðinni upp á Skaga, varð Óðinn Þór í 25. sæti, en hann keppti í drengjaflokki (15-16 ára drengja); í 2. mótinu á Þverárvelli varð Óðinn Þór í 2. sæti; á 3. mótinu í Korpunni varð Óðinn Þór í 3. sæti; á 4. mótinu Íslandsmótinu í höggleik varð Óðinn Þór í 7. sæti; á 5. mótinu Íslandsmótinu í holukeppni varð Óðinn Þór í 3. sæti og á síðasta Lesa meira
Evróputúrinn: Louis Oosthuizen leiðir þegar Volvo Golf Champions er hálfnað í Suður-Afríku
Í dag lauk 2. umferð á Volvo Golf Champions í Durban í Suður-Afríku. Það er heima- og albatrossmaðurinn frá því í fyrra á The Masters, Louis Oosthuizen, sem tekið hefir forystu, átti frábæran hring í dag upp á 6 undir pari, 64 högg. Samtals er Oosthuizen því búinn að spila á 12 undir pari (68 64). Í 2. sæti eru Scott Jamieson frá Skotlandi og forystumaður gærdagsins, Thongchai Jaidee frá Thaílandi, aðeins 1 höggi á eftir Oosthuizen. Til þess að sjá stöðuna eftir 2. hring Volvo Golf Champions SMELLIÐ HÉR:
Golfvellir á Englandi: Waterfall og Kingfisher vellirnir á Mannings Heath – Myndskeið
Eins og lesendur Golf 1 hafa eflaust orðið varir við er hér til hægri á síðunni komin ný auglýsing frá GB ferðum og Icelandair en þar er verið að auglýsa vorferðir til vinsælla golfáfangastaða á Englandi. Það þarf ekki annað en að „smella á“ auglýsinguna þá opnast inn á vefsíðu GB ferða þar sem fá má upplýsingar um 10 spennandi ferðir, sem í boði eru. Nýr áfangastaður Icelandair er Gatwick og GB ferðir bjóða upp á 3 nýja gistimöguleika (á golfhótelum) á Gatwick svæðinu – Hægt er að bóka ferðirnar sem eru 4 daga í síma: 534-5000 eða á info@gbferdir.is. Hægt er að spila golf báða ferðadagana, sem er auðvitað Lesa meira
Afmæliskylfingar dagsins: Kristján Þór Einarsson og Vilhjálmur V. Matthíasson – 11. janúar 2013
Annar afmæliskylfinga dagsins er Kristján Þór Einarsson afrekskylfingur. Kristján Þór er fæddur 11. janúar 1988 og á því 25 ára stórafmæli í dag!!! Hann er núverandi klúbbmeistari Golfklúbbsins Keilis, vann sigur í einu eftirminnilegasta meistaramóti seinni tíma þar sem þurfti fjölmargar holur í bráðabana til þess að knýja á um úrslit. Kristján Þór er nú genginn til liðs aftur við sitt gamla félag, GKJ í Mosfellsbænum. Hann og sambýliskona hans Marý eiga von á sínu fyrsta barni í vor. Komast má á heimasíðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Kristján Þór Einarsson (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Eins á merkisafmæli í dag Vilhjálmur V. Matthíasson. Vilhjálmur Lesa meira
GOT: Herrakvöld GOT – Laugardalshöll föstudaginn 5. apríl n.k
Hið geysivinsæla Herrakvöld GOT verður haldið í Laugardalshöll föstudaginn 5. apríl n.k. Takmarkaður sætafjöldi er í boði svo nú er um að gera að hafa hraðar hendur. Gestir síðasta árs ásamt velunnurum félagsins hafa forgang í miðasölu en almenn miðasala hefst 1. febrúar – Fyrstir koma, fyrstir fá! Húsið opnar að venju með heiðursmóttöku l. 19:00 en borðhald og skemmtun hefst kl. 20:00. Veisluhlaðborðið sem er orðið landsfrægt verður að sjálfsögðu á sínum stað! Fjölmargir listamenn koma og leika listir sínar eða syngja! Aðgöngumiði er á aðeins kr. 7.900,- Miðapantanir á got@got.is eða í gegn um góðan Tudda!









