Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 12. 2013 | 16:00

PGA: Russell Henley leiðir þegar Sony Open er hálfnað á Hawaii

Það er nýliðinn Russell Henley sem leiðir á Sony Open, þegar mótið er hálfnað.

Henley skilaði inn hreinu skorkorti í gær fékk 7 fugla og 11 pör. Samtals er Henley búinn að spila á 14 undir pari, 126 höggum (63 63).

„Í [jóla]fríinu átti ég ágætis hringi hér og sérstaklega eftir að ég lærði aðeins meira um vallarstjórnunina,“ sagði hinn 23 ára Henley eftir hringinn. „Ég veit alveg örugglega hvar virkar ekki [og] ég fékk svolítið sjálfstraust við það.“

„Þetta er svolítið súrrealistískt. Ég man þegar ég fékk kortið mitt [á PGA Tour] – og fjölskylda mín var þarna – og það var bara „Vá ég var að fá PGA TOUR kortið mitt,“ sagði Henley. „Það er svo erfitt [að fá kortið] – Líkurnar eru á móti manni og það var þessi Vá tilfinning, sem var ótrúleg.“

Og nú er Henley í forystu eftir 2. hring á einu af fyrstu PGA Tour mótum sínum sem fullgildur félagi.

Öðru sætinu á Waialea golfvellinum í Honolulu, Hawaii deila „Scott-arnir“ þ.e. forystumaður 1. dags Scott Langley, sem líka er nýliði á PGA og Scott Piercy, báðir aðeins 2 höggum á eftir Henley  á samtals 12 undir pari, 128 höggum.

Í 4. sæti er síðan Matt Kuchar á 11 undir pari, 129 höggum (66 63). Fimmta sætinu deila síðan þeir Tim Clark frá Suður-Afríku og Bandaríkjamennirnir Charles Howell III og Chris Kirk.

Eftir 2. hring í gær var skorið niður og þeir sem ekki spila um helgina eru m.a. Michael Thompson, bróðir Lexi Thompson, sem aftur er kominn á PGA; KJ Choi, Jonas Blixt og Davis Love III.

Til þess að sjá stöðuna þegar Sony Open er hálfnað SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 2. dags SMELLIÐ HÉR: