Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 12. 2013 | 16:30

PGA: Dustin Johnson dregur sig úr Sony Open með flensueinkenni

Dustin Johnson mun ekki hefja árið með tveimur sigrum í röð.

Johnson, sem vann fyrsta mót ársins á PGA mótaröðinni, Hyundai Tournament of Champions, sem stytt var í 3 hringi og seinkaði vegna rigningar og hvassviðris, dró sig úr Sony Open mótinu á Hawaii í gær eftir að hafa aðeins spilað helming seinni hringjar síns.

Golf Channel sagði frá því að Johnson hefði verið með flensueinkenni.

Fyrsta hring sinn á Sony Open spilaði Johnson á sléttu pari, 70 höggum.

Heimild: PGA Tour