Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 12. 2013 | 16:55

Evróputúrinn: Scott Jamieson leiðir með 5 höggum fyrir lokahringinn í Suður-Afríku

Það er Skotinn Scott Jamieson, sem leiðir fyrir lokahringinn á Volvo Golf Champions í Durban, Suður-Afríku.

Jamieson er búinn að spila á samtals 15 undir pari, 201 höggi (69 64 68).  Skorkort Jamieson var annars ansi skrautlegt en á því gaf m.a. að finna 1 örn, 5 fugla, og 9 pör og 3 skolla.

Öðru sætinu, heilum 5 höggum á eftir Jamieson eru þeir Louis Oosthuizen, sem var í forystu í gær, Thongchai Jaidee frá Thailandi, sem leiddi 1. daginn og Frakkinn Julien Qusne; allir á 10 undir pari, 206 höggum samtals, hver.

Í fimmta sæti, á samtals 8 undir pari hvor, eru síðan þeir Pádraig Harrington og Francesco Molinari.

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. hring Volvo Champions Open SMELLIÐ HÉR: