Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 11. 2013 | 10:15

Graeme McDowell kvænist Kristinu Stape… líklega í árslok 2013

Þó Rory McIlroy og Caroline Wozniaki séu ekki að fara að giftast þá er annað upp á teningnum hjá vini og samlanda Rory, Graeme McDowell og kærestu hans Kristin Stape. Þetta var í fyrsta sinn sem Graeme var fjarri fjölskyldu sinni í Portrush, Co Antrim, á Norður-Írlandi á jólunum, en hinn 33 ára G-Mac hélt upp á jólin í Flórída með heitkonu sinni í glænýju húsi þeirra. Innanhúsarkítekinn Kristin Stape (33 ára) sagði í viðtali við Irish Independent að þau ætluðu að halda upp á brúðkaupið beggja vegna Atlantsála þannig að fjölskylda Graeme gæti tekið þátt í brúðkaupinu. Kristin gaf ekkert upp um nákvæma dagsetningu brúðkaupsins, en talið er að af því Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 11. 2013 | 09:45

Evróputúrinn: Krafa Tiger um $3 milljónir bara fyrir að mæta í mót er jafnvel of mikið fyrir olíufurstana í Qatar

Það má vel vera að þátttaka Tiger Woods í móti tryggi að áhorfendur flykkist á mótið, en jafnvel olíufurstarnir í Qatar finnst það ekki taka því að borga $ 3 milljónir bara fyrir að Tiger mæti. $ 3 milljónir er uppsett verð á Tiger í Qatar Masters, sem fram fer 23.-26. janúar n.k. var haft eftir forseta golfsambands Qatar, Hassan al Nuaimi. „Tiger Woods fer fram á $3 milljónir bara fyrir að mæta, ef hann myndi keppa – það er ekki þess virði í móti þar sem verðlaunafé er aðeins $2.5 milljónir,“ sagði Nuaimi við Doha News. Þess í stað byrjar 14-faldur risamótssigurvegarinn Tiger tímabilið í Abu Dhabi eins og Golf 1 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 11. 2013 | 09:00

Rory stofnuninni komið á laggirnar – til stuðnings góðgerðarsamtökum í þágu barna

Rory McIlroy  hefir komið á laggirnar Rory stofnuninni „The Rory Foundation“ sem hefir að markmiði að hjálpa þurfandi börnum í heiminum.  Fyrsta átak stofnunarinnar er „6 poka átakið“ (ens.: 6 Bags Project ) og var tilkynnt um það í gær í Holywood, Co. Down, Norður-Írlandi – þar sem Rory fæddist. „Þegar ég var yngri fórnuðu foreldrar mínir öllu til þess að ég gæti spilað leikinn sem ég elska,“ sagði sigurvegari á stigalista Evrópumótaraðarinnar. „Að hafa þennan stuðning fjölskyldunnar varð til þess að ég gat eltst við drauma mína. En ég veit að það eru ekki öll börn svo heppin. Tilgangur Rory stofnunarinnar er að styðja við bakið á góðgerðarsamtökum, stórum Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 11. 2013 | 04:30

PGA: Nýliðinn Scott Langley í forystu á 1. degi á Sony Open á Hawaii

Það er nýliðinn Scott Langley sem leiðir á Sony Open á Waialea golfvellinum í Hawaii, en mótið hófst í gærkvöldi og fyrsta hring var að ljúka rétt í þessu. Langley skilaði inn „hreinu skorkorti“ á þessu fyrsta móti sínu sem fullgildur félagi á PGA Tour.  Hann var á 8 undir pari, 62 höggum; fékk 1 glæsiörn á par-5 9. brautinni, 6 fugla og 11 pör. Glæsileg spilamennska þetta og unun að horfa á!!! Langley er fæddur 28. apríl 1989 og því 23 ára. Hann er nýútskrifaður endurskoðandi frá Illinois háskóla og hefir átt mjög farsælan feril  í bandaríska háskólagolfinu. Skoða má afrek Langley golflega séð í menntaskóla og háskóla með Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 10. 2013 | 20:30

PGA: Eftirminnileg augnablik í gegnum tíðina á Sony mótinu á Hawaii – Myndskeið

Í eftirfarandi myndskeiði má sjá nokkuð eftirminnileg augnablik á Sony mótinu, sem haldið hefir verið í mörg ár á Waialea Country Club á Hawaii. Leikur á 1. hring mótsins stendur yfir, en Sony mótið hófst í dag. Í myndskeiðinu má m.a. sjá Isao Aoki fyrsta Japanann sem sigraði á PGA mótaröðinni og ótrúlegt högg hans í mótinu árið 1983. Til þess að sjá myndskeiðið SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 10. 2013 | 19:00

Golfvellir á Englandi: Golfvöllur Lingfield Park Marriot Hotel & Country Club – Myndskeið

Eins og lesendur Golf 1 hafa eflaust orðið varir við er hér til hægri á síðunni komin ný auglýsing frá GB ferðum og Icelandair en þar er verið að auglýsa vorferðir til vinsælla golfáfangastaða á Englandi.  Það þarf ekki annað en að „smella á“ auglýsinguna þá opnast inn á vefsíðu GB ferða þar sem fá má upplýsingar um 10 spennandi ferðir, sem í boði eru. Nýr áfangastaður Icelandair er Gatwick og GB ferðir bjóða upp á 3 nýja gistimöguleika á Gatwick svæðinu – Hægt er að bóka ferðirnar sem eru 4 daga í síma:  534-5000 eða á info@gbferdir.is. Hægt er að spila golf báða ferðadagana, sem er auðvitað mikilvægt þegar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 10. 2013 | 15:45

Evróputúrinn: Thongchai Jaidee efstur í Durban eftir 1. dag Volvo Golf Champions

Það er thaílenski kylfingurinn Thongchai Jaidee, sem er í efsta sæti eftir 1. dag Volvo Golf Champions, sem hófst í dag í Durban í Suður-Afríku. Í mótinu taka aðeins þátt sigurvegarar á Evrópumótaröðinni á síðasta ári og þeir sem unnið hafa 10 eða fleiri mót á mótaröðinni. Mótið stendur dagana 10.-13. janúar 2013. Jaidee, kom í hús á 7 undir pari, 65 höggum – fékk 8 fugla, 9 pör og 1 skolla í dag. „Mér finnst þetta skemmtilegur völlur,“ sagði Jaidee eftir hringinn í dag. „Maður verður að hugsa mikið – ég sló aðeins 2 sinnum með drævernum og setti 3-járnið í pokann aðeins 15 mínútum áður en ég tíaði Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 10. 2013 | 14:45

Afmæliskylfingar dagsins: Ian Poulter og Andrea Ásgrímsdóttir – 10. janúar 2013

Það eru Andrea Ásgrímsdóttir, golfkennari og „kraftaverkamaðurinn í Medinah“ Englendingurinn Ian Poulter, sem eru afmæliskylfingar dagsins.  Andrea er fædd 10. janúar 1974 og er því 39 ára í dag.  Andrea er klúbbmeistari kvenna í Golfklúbbnum Oddi 2012. Fyrsta viðtalið sem birtist hér á Golf 1 var tekið við Andreu og má sjá það með því að SMELLA HÉR:  Komast má á facebook síðu Andreu hér að neðan til þess að óska henni til hamingju með daginn!!! Andrea Asgrimsdottir (39 ára – Innilega til hamingju Andrea!!!) Ian James Poulter er fæddur 10. janúar 1976 í Hitchin, í Hertfordshire í Englandi og er því 37 ára í dag. Þessi 1.85 m og 86 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 10. 2013 | 13:45

GSG: Golfbúðin Janúarmót GSG nr.1 nk. laugardag 12. janúar 2013

Næstkomandi laugardag 12. janúar 2013 verður haldið „Golfbúðin Janúarmót GSG Nr. 1″ og fer það fram á Kirkjubólsvelli í Sandgerði. Keppnisfyrirkomulagið er punktakeppni með forgjöf og höggleikur án forgjafar. Ræst verður út bæði á 1. og 10. teig, til þess að ná sem flestum út sem fyrst, sem nauðsynlegt er meðan sól er enn svo lágt á lofti sem raun ber vitni og dagurinn en lengri en nóttin. Veitt eru 1 verðlaun fyrir besta skor án forgjafar:  15.000 kr gjafabréf í Golfbúðinni Hafnarfirði og þrenn verðlaun fyrir flesta punkta með forgjöf þ.e.: 1 sæti 15.000 kr Gjafabréf í Golfbúðinni Hafnarfirði. 2 sæti 7.500 kr Gjafabréf í Golfbúðinni Hafnarfirði. 3 sæti Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 10. 2013 | 13:00

Thaílensku golfsysturnar Ariya og Moriya Jutanugarn skrifa undir samning við IMG

Eftir að hafa verið leiðandi á heimsvísu á unglinga- og áhugamannamótum s.l. ár þá hafa golfsysturnar frá Thaílandi, Ariya og Moriya Jutanugarn nú skrifað undir samning við eina af leiðandi umboðsskrifstofum í golfbransanum, IMG. Systrunum hefir verið lýst, sem „næstu kynslóð“ í kvennagolfinu.  Moriya, sem er fædd 28. júlí 1994 í Bankok og því 18 ára  gerðist atvinnumaður 2012 og systir hennar Ariya, sem er ári yngri (fædd. 23. nóvember 1995) og nýorðin 17 ára gerðist atvinnumaður í síðasta mánuði. Þær systur stóðu sig vel í Q-school beggja vegna Atlantshafs: Moriya varð í 1. sæti ásamt Rebeccu Lee-Bentham frá Kanada í Q-school LPGA og Ariya vann Q-school LET örugglega með Lesa meira