Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 11. 2013 | 13:00

Afmæliskylfingar dagsins: Kristján Þór Einarsson og Vilhjálmur V. Matthíasson – 11. janúar 2013

Annar afmæliskylfinga dagsins er Kristján Þór Einarsson afrekskylfingur. Kristján Þór er fæddur 11. janúar 1988 og á því 25 ára stórafmæli í dag!!! Hann er núverandi klúbbmeistari Golfklúbbsins Keilis, vann sigur í einu eftirminnilegasta meistaramóti seinni tíma þar sem þurfti fjölmargar holur í bráðabana til þess að knýja á um úrslit. Kristján Þór er nú genginn til liðs aftur við sitt gamla félag, GKJ í Mosfellsbænum. Hann og sambýliskona hans Marý eiga von á sínu fyrsta barni í vor.

Komast má á heimasíðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan:

Eins á merkisafmæli í dag Vilhjálmur V. Matthíasson. Vilhjálmur er fæddur 11. janúar 1963 og er því 50 ára í dag!!! Vilhjálmur býr ásamt konu sinni Ásdísi Birnu Pálsdóttur, á Ísafirði og á 3 börn. Komast má á facebook síðu Vilhjálms til þess að óska honum til hamingju með merkis afmælið hér að neðan:

Vilhjálmur V Matthíasson (50 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!)

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:    Frederick Guthrie Tait, f. 11. janúar 1870 – d. 7. febrúar 1900 og …..

Frederick Guthrie Tait

Frederick Guthrie Tait

Ben Daníel Crenshaw 11. janúar 1952 (61 árs);  Yi Eun-jung, 11. janúar 1988 (25 ára);  Haley Millsap, 11. janúar 1990 (23 ára)….. og …..

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is