Evróputúrinn: Albatross Louis Oosthuizen á the Masters valið högg ársins 2012 – Myndskeið
Louis Oosthuizen, sem sigraði á Volvo Golf Champions í Durban, Suður-Afríku í gær, sunnudaginn 13. janúar 2013 og er þ.a.l. kominn í 4. sæti heimslistans nú, fékk s.s. allir muna frábæran albatross á lokadegi The Masters 2012 eftir að 253 yarda (231 metra) högg hans fór beint ofan í holu. Þetta í fyrsta sinn sem nokkrum tókst að fá albatross á þessa par-5 2. holu á Augusta National. Jafnvel þó Oosthuizen yrði að láta í minni pokann fyrir Bubba Watson ákvað dómnefnd að högg hans væri aðeins flottara en 45 feta (15 metra) fuglapútt Justin Rose á lokadegi Ryder bikarsins þegar Rose vann mikilvægan sigur gegn Phil Mickelson. Því var albatross Lesa meira
Mbl.,10. júní 2004: „Kylfingurinn Ernie Els er í hópi þeirra sem banna vill púttera með löngu skafti“
Ernie Els er einn af þeim kylfingum, sem notuðu pútter með langt skaft og vann risamót; í tilviki Els vann hann Opna breska s.l. sumar 2012, s.s. öllum er í fersku minni, þegar leikur aumingja Adam Scott hrundi á síðustu holunum. Els er í dag ásamt m.a. Keegan Bradley, sem vann PGA Championship 2011 í hópi þeirra risamótssigurvegara, sem vilja að langir pútterar verði ekki bannaðir. Því er skondið að rifja upp afstöðu Ernie Els fyrir tæpum 10 árum þ.e. í grein sem birtist í Mbl. fimmtudaginn, 10. júní 2004. Hún ber fyrirsögnina: „Eru ekki hluti af leiknum“ og í feitletruðu ofan við fyrirsögnina stendur: „Kylfingurinn Ernie Els er í Lesa meira
PGA: Henley sigraði á Sony Open
Nýliðinn Russell Henley sigraði á fyrsta móti sínu á PGA Tour á Waialea golfvellinum á Hawaii í gær. Þetta er 2. mót PGA mótaraðarinnar á þessu keppnistímabili og verður spennandi að fylgjast með Henley, 2013. Hinn 23 ára Henley kom í hús á 63 glæsihöggum, sem er 7 undir pari; fékk 8 fugla, 9 pör og 1 skolla. Fimm fugla hans komu í röð á 14.-18. braut. Samtals spilaði Henley á 24 undir pari, 256 höggum (63 63 67 63). Fyrir sigurinn fær Henley, auk verðlaunafjárins 3 ára undanþágu á PGA Tour og boðsmiða til að spila á the Masters risamótinu í vor. Í viðtalinu við Henley sem sjá má Lesa meira
PGA: John Daly neðstur af þeim sem komust í gegnum niðurskurð á Sony Open á Hawaii – Myndskeið
John Daly vekur jafnan athygli hvar sem hann fer. Daly, sem sigrað hefir tvö risamót, átti afleitan hring í gær upp á 79 högg á Sony Open (var með 45 högg á fyrri 9 og 34 högg á seinni 9). Hringur Daly var jafnskrautlegur og hann sjálfur. Á þessum hring, sem var 3. hringur mótsins fékk hann þannig 3 fugla, 9 pör, 2 skolla, 2 skramba, 2 þrefalda skolla. Það segir þó ekki alla söguna. Daly var skelfilega óheppinn og sýndi virkilega skemmtilega takta inn á milli m.a. í þessu myndskeiði þar sem hann setur niður fuglapútt af 52 feta færi á par-5, 9. holunni SMELLIÐ HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Sigurður Óli Guðnason – 13. janúar 2013
Það er hann Sigurður Óli Guðnason, eða Siggi Óli eins og hann er kallaður, sem er afmæliskylfingur dagsins. Hann er fæddur 13. janúar 1968 og er því 45 ára í dag! Sambýliskona Sigga Óla er Kristín Inga Sigvaldadóttir Fjeldsted. Komast má á facebook síðu Sigga Óla til þess að óska afmælisbarninu til hamingju með daginn hér að neðan: Siggi óli (45 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Mark O´Meara 13. janúar 1957 (56 ára); Gyða Björk Ágústsdóttir, 13. janúar 1978 (35 ára); Rachel Bell, 13. janúar 1982 (31 árs) ….. og ….. Gunnar Gunnarsson Birgir Albertsson Sanders, GS (46 ára) Baldur Ólafsson (44 ára) Lesa meira
Evróputúrinn: Louis Oosthuizen sigraði á Volvo Golf Champions
Það var Louis Oosthuizen sem sigraði á heimavelli þ.e. í Durban í Suður-Afríku á 1. móti Evrópumótaraðarinnar í ár; Volvo Golf Champions, nú fyrir skemmstu. Skotinn Scott Jamieson spilaði á parinu og það dugði ekki til sigurs, en Jamieson leiddi fyrir lokahringinn. Sigurskor Louis Oosthuizen var samtals 16 undir pari, 272 högg (68 64 74 66). Oosthuizen lék lokahringinn á 6 undir pari, 66 höggum fékk 7 fugla, 10 pör og 1 skolla. Scott Jamieson var aðeins ergilegu 1 höggi á eftir á samtals 15 undir pari, 273 höggum (69 64 68 72). Hringurinn hans í dag var sá eini yfir 70. Thaílendingurinn Thongchai Jaidee var í 3. sæti á Lesa meira
Jesper Parnevik skrifar undir samning við Puma
Kannski að litríka myndskeiðið „Gangnam Style“ hafi haft sitt að segja í því að Jesper Parnevik er nú kominn á samning hjá PUMA. Eða kannski það sé bara afstaða hans til lífsins almennt; sem er svo skemmtileg og jákvæð. Hver sem ástæðan er þá er Parnevik nú einn af þeim kylfingum, sem gengið hafa til liðs við Cobra Puma Golf. Um það hafði Jesper Parnevik m.a. eftirfarandi að segja: „Ég er ánægður með að vera hluti af Cobra Puma Golf team; þeir eru ekkert hræddir við að gera hlutina aðeins öðruvísi. Ég hef keppt með Cobra kylfum og verið í Puma golfötum á ferli mínum. Ég er ánægður með að vera Lesa meira
PGA: Nýliðarnir Henley og Langley efstir á Sony Open á Hawaii eftir 3. dag – Myndskeið
Það eru nýliðarnir Russell Henley, sem komst á PGA Tour í gegnum Web.com mótaröðina og Scott Langley, sem hlaut kortið sitt í ár í gegnum Q-school PGA sem eru efstir á 2. móti PGA mótaraðarinnar í ár, þ.e. Sony Open, sem fram fer á Waialea golfvellinum á Hawaii. Báðir eru búnir að spila á samtals 17 undir pari, 193 höggum; Henley (63 63 67) og Langley (62 66 65). Langley átti betri hring í gær; enda varð hann að sækja á til að halda sér í forystunni, það gerði hann alveg frá upphafi og má m.a. sjá fallegan fugl hans á par-4 2. holunni með því að SMELLA HÉR: Báðir Lesa meira
GSG: Helgi Birkir Þórisson og Ásgeir Eiríksson sigruðu í Janúarmóti GSG nr. 1 – Myndasería
Í dag fór fram í mestu blíðu á Kirkjubólsvelli þeirra Sandgerðinga Janúarmót GSG nr. 1 styrkt af Golfbúðinni. Þegar Golf 1 lagði af stað til Sandgerðis frá Hafnarfirði var mikil hálka og á leiðinni var keyrt fram hjá 3 bílslysum, þannig að það er best fyrir kylfinga að fara varlega á þessum árstíma og gefa sér góðan tíma til þess að komast á milli staða og vera ekki á síðustu stundu á rástíma. Þrátt fyrir nokkra hálku og það að kalt var í veðri þá var að öðru leyti fyrirtaksveður, stilla og jafnvel sól! Það voru 94 kylfingar skráðir til leiks og 92 kylfingar luku keppni, þar af 7 konur. Lesa meira








