Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 12. 2013 | 20:45

Mynd dagsins: Erró

Í dag fór fram á Kirkjubólsvelli í Sandgerði „Golfbúðin Janúarmót GSG Nr 1.“

Það er ótrúlegt að hægt sé að spila golf á Íslandi 12. JANÚAR!!!! – Um hávetur!!!!

Það var einn sem fylgdist af gaumgæfni með kylfingunum 92 sem kepptu í dag úr golfskálanum, en það var Erró!!! Þegar ljósmyndara Golf 1 bar að garði stillti Erró sér að sjáfsögðu upp!!

Erró er litli hundurinn hans Skafta Þórissonar í GSG og fylgir húsbónda sínum út um allt hvort heldur Skafti er að spila eða keppa í golfi  eða sjá um rjómalöguðu aspassúpuna ásamt Guðmundi, framkvæmdastjóra GSG, sem kylfingar gæddu sér á að keppni lokinni í dag .

Þannig var Erró t.a.m. með í sveitakeppni GSÍ og til er skemmtileg mynd af honum með gullmedalíuna um hálsinn (sjá hér að neðan)!!!

Karlasveit GSG sem spilar í 1. deild að ári - Erró er í miðjunni!

Karlasveit GSG sem spilar í 1. deild í ár!- Erró er í miðjunni!

Erró er svo sannarlega gullkrýndur golfhundur – e.t.v. sá eini hér á landi!!!