Louis Oosthuizen
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 11. 2013 | 19:30

Evróputúrinn: Louis Oosthuizen leiðir þegar Volvo Golf Champions er hálfnað í Suður-Afríku

Í dag lauk 2. umferð á Volvo Golf Champions í Durban í Suður-Afríku.

Það er heima- og albatrossmaðurinn frá því í fyrra á The Masters,  Louis Oosthuizen, sem tekið hefir forystu, átti frábæran hring í dag upp á 6 undir pari, 64 högg.

Samtals er Oosthuizen því búinn að spila á 12 undir pari (68 64).

Í 2. sæti eru Scott Jamieson frá Skotlandi og forystumaður gærdagsins, Thongchai Jaidee frá Thaílandi, aðeins 1 höggi á eftir Oosthuizen.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. hring Volvo Golf Champions SMELLIÐ HÉR: