GO: Unglingar í Oddi – Jón Otti og Sandra Ósk fengu viðurkenningu
Sunnudaginn 13. janúar var tilkynnt um val á íþróttamanni- og konu ársins í Garðabæ. Við sama tækifæri voru efnilegustu unglingum í hverri íþrótt veittar viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur, dugnað og ástundun. Golfklúbburinn Oddur átti tvo fulltrúa í þessum glæsilega hópi, en það voru þau Jón Otti Sigurjónsson, 12 ára, og Sandra Ósk Sigurðardóttir, 14 ára. Golf 1 óskar þeim til hamingju með frábæran árangur!
Evróputúrinn: Justin Rose og Jamie Donaldson efstir eftir 1. hring í Abu Dhabi
Það eru Englendingurinn Justin Rose og Skotinn Jamie Donaldson sem leiða eftir 1. hring Abu Dhabi HSBC Golf Championship, sem hófst í dag á Abu Dhabi golfvellinum. Báðir spiluðu þeir á 5 undir pari, 67 höggum; Rose var með 6 fugla, 11 pör og 1 skolla alveg eins og Donaldson og svo vísað sé í gamla klysju „Rose hreinlega blómstrar í Abu Dhabi.“ Þriðja sætinu deila Daninn Thorbjörn Olesen og Spánverjinn Pablo Larrazabal, báðir á 4 undir pari, 68 höggum. Martin Kaymer er í 16. sæti ásamt 15 öðrum kylfingum og Tiger Woods í 32. sæti ásamt 20 öðrum; þ.á.m Thomas Björn og Matteo Manassero. „Heimsins besti“, Rory McIlroy er ásamt Lesa meira
Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2013: Peter Erofejeff – (24. grein af 28)
Hér verður fram haldið að kynna einn af 3 kylfingum sem deildu 4. sætinu í Q-school Evrópumótaraðarinnar, sem fram fór á PGA Catalunya golfvöllunum í Girona á Spáni 24.-29. nóvember 2012. Búið er að kynna Þjóðverjann Moritz Lampert og í kvöld verður Peter Erofejeff frá Finnlandi kynntur. Peter Erofejeff fæddist 5. janúar 1983 og er því nýorðinn 30 ára. Erofejeff byrjaði að spila golf þegar hann var 7 ára, þegar hann fór með pabba á völlinn og kaddýaðist fyrir hann. Síðan átti Erofejeff farsælan áhugamannaferil. Hann var í finnska hernum 2004-2006 og eftir að því lauk gerðist hann atvinnumaður í golfi og hóf ferilinn á Nordea Tour. Hann var einn af fáum sem Lesa meira
GSG: Gleymdi einhver golfskónum sínum í Sandgerði s.l. helgi?
Þessir bláu golfskór (sjá mynd) sáust við golfskálann í Sandgerði s.l. helgi. Skyldi einhver hafa gleymt golfskónum sínum í fyrsta móti ársins í Sandgerði, „Golfbúðin Janúarmót GSG Nr. 1″, sem fram fór laugardaginn s.l., 12. janúar 2013? Þegar betur var að gáð kom í ljós að þetta voru tveir steinar sem höfðu verið svo listilega málaðir, að þeir líktust bláum golfskóm! Kannski að þeir verði einkennandi fyrir Kirkjubólsvöll líkt og kókdósin á Hamarsvelli í Borgarnesi. Hver veit? A.m.k. er gaman að sjá hversu snyrtilegur Kirkjubólsvöllur er og hversu mikið hefir verið nostrað við völlinn, í formi bláu golfskónna en líka allra göngustíga og merkinga. Til stendur að koma upp söguskiltum við Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Lucie Andre – 17. janúar 2013
Afmæliskylfingur dagsins er Lucie Andre. Lucie er fædd 17. janúar 1988 í Bourg-en-Bresse í Frakklandi og á því 25 ára afmæli í dag. Lucie gerðist atvinnumaður í golfi 1. janúar 2011. Hún spilar á LET þ.e. Evrópumótaröð kvenna. Lesa má nánar (n.b. aðeins fyrir þá sem lesa frönsku) um afmæliskylfinginn á heimasíðu Lucie með því að SMELLA HÉR: Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmælí í dag eru: Jimmy Powell, 17. janúar 1935 (78 ára) …. og ….. Sólrún Viðarsdóttir (51 árs) Unnur Pétursdóttir (56 ára) Binni Besti (17 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða Lesa meira
Tiger og Elin Nordegren saman aftur?
Skv. hinu mjög svo áreiðanlegu kjaftasögublaði, National Enquirer (NE), vill Tiger kvænast Elinu Nordegren að nýju og býður henni gull og græna skóga til þess að fá hana aftur. Í blaðinu kemur fram að Tiger hafi jafnvel beðið Elínar um jólin, með því að fara á hnén og gefa henni hring. Nordegren er að hugsa sig um, en vill að sett verði $350 milljóna hjúskaparbrotsklausa í kaupmála þeirra á milli, sem gengur út á að Tiger verði að inna umrædda fjárhæð af hendi haldi hann framhjá Elínu. Sú fjárhæð er meir en helmingur eigna Tiger sem metnar eru á $600 milljónir. „Tiger hvikaði í engu frá ásetningi sínum við kröfuna. Jafnvel þó Lesa meira
Þegar byrjað að snúa út úr nýju Nike-auglýsingunni með Rory og Tiger – Myndskeið
Nú á mánudaginn s.l., 14. janúar 2013, var tilkynnt um 10 ára milljóna auglýsingasamning Nike við Rory McIlroy. Sama dag var hleypt af stokkunum nýrri Nike auglýsingu, með þeim Rory og Tiger, sem ber heitið „No Cup is Safe.“ Sjá má myndskeið af „No Cup is Safe“ með því að SMELLA HÉR: Nú er búið að gera útúrsnúning af auglýsingunni, en hann heitir „No Cup is Safe or Big Enough.“ Sá sem snýr út úr er enski golfkennarinn Mark Crossfield, sem skrifar á vefnum undir heitinu „The Golf Guru“ og einn aðstoðarmanna hans. Sjá má útúrsnúninginn með því að SMELLA HÉR:
Rory spilaði 1. hring á Abu Dhabi HSBC Golf Championship illa með nýju Nike kylfunum
Nr. 1 á heimslistanum, Rory McIlroy, er neðarlega á skortöflunni eftir 1. hring sinn á Abu Dhabi HSBC Golf Championship. Hann kom í hús á 3 yfir pari, 75 höggum og er sem stendur í 108. sæti. Það var skelfing að sjá til hans í nótt á Abu Dhabi golfvellinum, höggin fóru oft ekki þangað sem þeim var ætlað, þótt inn á milli hafi sést glitta í „gamla Rory“ og pútterinn var dauður. Honum tókst oft að bjarga pari á undraverðan hátt og þetta hefir örugglega verið mikil barátta fyrir hann. Verst gekk Rory á 15. og 3. holu en á þær báðar fékk hann skramba. Að öðru leyti fékk Lesa meira
GR: Signý Marta Böðvarsdóttir sigraði á 1. púttmóti GR-kvenna – með 29 pútt!
Fyrsta púttmót GR-kvenna, veturinn 2013, fór fram í kvöld. Það voru 78 konur sem komu saman og munduðu pútterana. Sú sem var hlutskörpust á 1. púttmótinu var Signý Marta Böðvarsdóttir, með 29 pútt. Elín Sveinsdóttir í kvennanefnd GR lýsti 1. púttmóti GR-kvenna 2013 svo: „Það var ekki að sjá að konur væru að vakna af vetrardvala í kvöld þegar fyrsta púttkvöld vetrarins fór fram í Korpunni. Ríflega 70 GR konur streymdu að og um tíma komust færri að en vildu. Greinilegt að flestar kjósa að vera mættar strax við opnun hússins kl. 18.30. Skorið gaf alveg til kynna hvað er í vændum; hækkandi sól og skemmtilegar stundir á golfvellinum. Það Lesa meira
GK: Fyrsta púttmót Keiliskvenna fór fram í kvöld – 16. janúar 2013 – Myndasería
Í kvöld fór fram fyrsta púttmót Keiliskvenna. Mótið hófst stundvíslega kl. 19.00 og leiknar voru 2 x 18 holur. Haldin verða 10 mót og púttmeistari kvenna 2013 er sú sem er með besta samanlagt skor úr 4 hringjum. Hér má sjá litla myndaseríu frá þessu fyrsta púttmóti Keiliskvenna veturinn 2013 SMELLIÐ HÉR: Næsta mót fer fram á sama tíma að viku liðinni, miðvikudaginn 23. janúar 2013.










